Fer fram á lengri Brexit-frest Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 22:59 Theresa May, forsætisráðherra Breta. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja Evrópusambandið um framlengingu á fresti sem Bretar hafa fengið vegna útgöngu þjóðarinnar úr ESB. Vonast May til þess að hægt verði að höggva á þann hnút sem hefur verið á málinu í breska í þinginu. May sagði fyrr í kvöld að hún vilji funda með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að komast að samkomulagi um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið. Hún ítrekaði hins vegar að útgöngusamkomulagið sem hún gerði við Evrópusambandið, en var hafnað af breska þinginu í síðustu viku, verði áfram hluti af útgöngusamningi Breta. Corbyn fagnaði því að fá að funda með May og sagðist ætla að tryggja áætlanir um tollabandalag og vernd fyrir verkamenn. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að þessi fyrirhugaði fundur May og Corbyn hafi reitt íhaldsmenn sem vilja úr Evrópusambandinu til reiði. Hefur Boris Johnson sakað ríkisstjórn May um að treysta verkamönnum fyrir lokaviðræðum um Brexit. Boris Johnson, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, sagði að fjarað hefði allverulega undan útgöngu Breta úr ESB og að hann gæti aldrei samþykkt að vera í tollabandalagi. BBC vill meina að þetta útspil Theresu May sé til marks um að forsætisráðherrann ætli sér að eiga í nánari samskiptum við Evrópusambandið en hún hefur áður gefið út. Bretar hafa frest til 12. apríl til að ná samkomulagi við Evrópusambandið um útgönguna, annars yfirgefa Bretar ESB án samnings. Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í kvöld sagði hún að tíminn á framlengda frestinum yrði skammur, helst ekki lengur en til 22. maí svo Bretar þurfi ekki að taka þátt í kosningum til Evrópuþings. Þá vonast hún til að geta komist að samkomulagi við Corbyn og að breska þingið geti kosið um það fyrir 10. apríl næstkomandi, áður en Evrópusambandið heldur neyðarráðstefnu um Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja Evrópusambandið um framlengingu á fresti sem Bretar hafa fengið vegna útgöngu þjóðarinnar úr ESB. Vonast May til þess að hægt verði að höggva á þann hnút sem hefur verið á málinu í breska í þinginu. May sagði fyrr í kvöld að hún vilji funda með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að komast að samkomulagi um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið. Hún ítrekaði hins vegar að útgöngusamkomulagið sem hún gerði við Evrópusambandið, en var hafnað af breska þinginu í síðustu viku, verði áfram hluti af útgöngusamningi Breta. Corbyn fagnaði því að fá að funda með May og sagðist ætla að tryggja áætlanir um tollabandalag og vernd fyrir verkamenn. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að þessi fyrirhugaði fundur May og Corbyn hafi reitt íhaldsmenn sem vilja úr Evrópusambandinu til reiði. Hefur Boris Johnson sakað ríkisstjórn May um að treysta verkamönnum fyrir lokaviðræðum um Brexit. Boris Johnson, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, sagði að fjarað hefði allverulega undan útgöngu Breta úr ESB og að hann gæti aldrei samþykkt að vera í tollabandalagi. BBC vill meina að þetta útspil Theresu May sé til marks um að forsætisráðherrann ætli sér að eiga í nánari samskiptum við Evrópusambandið en hún hefur áður gefið út. Bretar hafa frest til 12. apríl til að ná samkomulagi við Evrópusambandið um útgönguna, annars yfirgefa Bretar ESB án samnings. Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í kvöld sagði hún að tíminn á framlengda frestinum yrði skammur, helst ekki lengur en til 22. maí svo Bretar þurfi ekki að taka þátt í kosningum til Evrópuþings. Þá vonast hún til að geta komist að samkomulagi við Corbyn og að breska þingið geti kosið um það fyrir 10. apríl næstkomandi, áður en Evrópusambandið heldur neyðarráðstefnu um Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira