Handbolti

Myndasyrpa: Enn einn bikarinn á loft á Hlíðarenda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valskonur hefja bikarinn á loft.
Valskonur hefja bikarinn á loft. vísir/daníel þór
Valskonur fengu deildarmeistarabikarinn afhentan eftir leikinn gegn Fram í lokaumferð Olís-deildar kvenna í gær.

Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð í næstsíðustu umferð deildarkeppninnar. Það skipti því engu að Fram vann leikinn í gær, 23-27.

Valur varð einnig bikarmeistari í síðasta mánuði og á því möguleika á að vinna þrefalt í ár.

Daníel Þór Ágústsson, ljósmyndari Vísis, var á Hlíðarenda í gær og tók myndirnar sem má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hefst um helgina. Þar mætast annars vegar Valur og Haukar og hins vegar Fram og ÍBV.

Íris Ásta Pétursdóttir og Hildur Björnsdóttir smella kossi á bikarinn.vísir/daníel þór
Lovísa Thompson skoraði fjögur mörk í gær.vísir/daníel þór
Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst á vellinum með níu mörk.vísir/daníel þór
Sandra Erlingsdóttir skoraði sex mörk og var markahæst Valskvenna ásamt Díönu Dögg Magnúsdóttur.vísir/daníel þór
Valskonur gátu leyft sér að fagna þrátt fyrir tap í gær.vísir/daníel þór
Deildarmeistarar Vals.vísir/daníel þór

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×