Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. apríl 2019 13:58 Carlos Ghosn. Getty/Junko Kimura-Matsumoto Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé „að gerast“. Ghosn var handtekinn á síðasta ári og sakaðir um að hafa erfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og að hann hafi misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Eru meint brot hans afar umfangsmikil að því er greint hefur verið frá í japönskum fjölmiðlum. Sat hann í fangelsi í um þrjá mánuði en var látinn laus gegn tryggingu í síðasta mánuði. Þurfti hann að reiða fram um einn milljarð jena, rétt rúmlega milljarð króna. Reikningur Ghosn er með hinu svokallaða „bláa merki“ sem þýðir að Twitter hefur sannreynt að Ghosn sjálfur, eða aðili á vegum hans, standi að baki reikningnum. Þá hefur talsmaður hans staðfest í samtali við New York Times að um forstjórann fyrrverandi sé að ræða. „Ég er að undirbúa mig undir það að segja sannleikann um hvað er að gerast. Blaðamannafundur á fimmtudaginn, 11. apríl,“ skrifar Ghosn á Twitter. Það kom talsvert á óvart þegar tilkynnt var á síðasta ári að Ghosn hafði verið handtekinn. Ghosn hafði á árunum fyrir handtökuna verið hampað sem bjargvætti Nissan en undir stjórn hans sneri fyrirtækinu við blaðinu eftir mikið rekstrartap. Var þetta gert í samvinnu við Renault en fyrirtækin, ásamt Mitsubishi, áttu í nánu samstarfi, allt undir stjórn Ghosn. Ghosn heldur því fram að hann sé saklaus af ákærum í málinu og að það sé runnið undan rifjum annarra stjórnarmanna og stjórnenda Nissan, sem hafi óttast að fyrirtækið væri orðið of háð Renault. Bílar Frakkland Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærðir fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. 15. janúar 2019 10:38 Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan lýsir yfir sakleysi Carlos Ghosn er ákærður fyrir fjármálamisferli. Hann neitar sök. 8. janúar 2019 10:35 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé „að gerast“. Ghosn var handtekinn á síðasta ári og sakaðir um að hafa erfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og að hann hafi misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Eru meint brot hans afar umfangsmikil að því er greint hefur verið frá í japönskum fjölmiðlum. Sat hann í fangelsi í um þrjá mánuði en var látinn laus gegn tryggingu í síðasta mánuði. Þurfti hann að reiða fram um einn milljarð jena, rétt rúmlega milljarð króna. Reikningur Ghosn er með hinu svokallaða „bláa merki“ sem þýðir að Twitter hefur sannreynt að Ghosn sjálfur, eða aðili á vegum hans, standi að baki reikningnum. Þá hefur talsmaður hans staðfest í samtali við New York Times að um forstjórann fyrrverandi sé að ræða. „Ég er að undirbúa mig undir það að segja sannleikann um hvað er að gerast. Blaðamannafundur á fimmtudaginn, 11. apríl,“ skrifar Ghosn á Twitter. Það kom talsvert á óvart þegar tilkynnt var á síðasta ári að Ghosn hafði verið handtekinn. Ghosn hafði á árunum fyrir handtökuna verið hampað sem bjargvætti Nissan en undir stjórn hans sneri fyrirtækinu við blaðinu eftir mikið rekstrartap. Var þetta gert í samvinnu við Renault en fyrirtækin, ásamt Mitsubishi, áttu í nánu samstarfi, allt undir stjórn Ghosn. Ghosn heldur því fram að hann sé saklaus af ákærum í málinu og að það sé runnið undan rifjum annarra stjórnarmanna og stjórnenda Nissan, sem hafi óttast að fyrirtækið væri orðið of háð Renault.
Bílar Frakkland Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærðir fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. 15. janúar 2019 10:38 Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan lýsir yfir sakleysi Carlos Ghosn er ákærður fyrir fjármálamisferli. Hann neitar sök. 8. janúar 2019 10:35 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærðir fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. 15. janúar 2019 10:38
Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36
Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan lýsir yfir sakleysi Carlos Ghosn er ákærður fyrir fjármálamisferli. Hann neitar sök. 8. janúar 2019 10:35