Segja ekki standa til að vísa Assange úr sendiráðinu Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 10:22 Lögregluþjónar fyrir utan sendiráð Ekvador í London í morgun. AP/Alastair Grant Engin ákvörðun hefur verið tekin um að vísa Julian Assange úr sendiráði Ekvador í London. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir háttsettum embættismanni í Ekvador. Því var haldið fram í tísti frá Wikileaks í gær að til stæði að vísa Assange úr sendiráðinu á næstu klukkustundum eða dögum. Í tístinu stóð enn fremur að Ekvador hefðu þegar gert samkomulag við Breta um að Assange yrði handtekinn þegar hann færi úr sendiráðinu. Í öðru tísti stóð að Wikileaks hefðu fengið staðfest fregnirnar. Sjá einnig: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms Assange hefur haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur þó verið felld niður en handtökuskipun var gefin út gagnvart Assange í Bretlandi vegna þess að hann mætti ekki fyrir dómara. Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Mögulegt er að hann hafi þegar verið ákærður en að leynd hvíli yfir ákærunni ef og þar til hann verður handtekinn, svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Lenín Moreno, forseti Ekvador, hélt því fram í vikunni að ásakanir um spillingu og eignir í aflandsfélögum gegn honum væru komnar til vegna Wikileaks. Hann sakaði samtökin um að hafa hlerað símtöl hans og önnur samskipti, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir ásökunum sínum. Ummælin þykja þó til marks um þá spennu sem talin er ríkja á milli Assange og yfirvalda Ekvador. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Í tölvupósti til fjölmiðla telur Wikileaks um fjölda fullyrðinga sem séu rangar og ærumeiðandi um Julian Assange. 9. janúar 2019 10:31 Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms WikiLeaks vísar í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. 4. apríl 2019 23:23 Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Engin ákvörðun hefur verið tekin um að vísa Julian Assange úr sendiráði Ekvador í London. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir háttsettum embættismanni í Ekvador. Því var haldið fram í tísti frá Wikileaks í gær að til stæði að vísa Assange úr sendiráðinu á næstu klukkustundum eða dögum. Í tístinu stóð enn fremur að Ekvador hefðu þegar gert samkomulag við Breta um að Assange yrði handtekinn þegar hann færi úr sendiráðinu. Í öðru tísti stóð að Wikileaks hefðu fengið staðfest fregnirnar. Sjá einnig: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms Assange hefur haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur þó verið felld niður en handtökuskipun var gefin út gagnvart Assange í Bretlandi vegna þess að hann mætti ekki fyrir dómara. Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Mögulegt er að hann hafi þegar verið ákærður en að leynd hvíli yfir ákærunni ef og þar til hann verður handtekinn, svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Lenín Moreno, forseti Ekvador, hélt því fram í vikunni að ásakanir um spillingu og eignir í aflandsfélögum gegn honum væru komnar til vegna Wikileaks. Hann sakaði samtökin um að hafa hlerað símtöl hans og önnur samskipti, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir ásökunum sínum. Ummælin þykja þó til marks um þá spennu sem talin er ríkja á milli Assange og yfirvalda Ekvador.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Í tölvupósti til fjölmiðla telur Wikileaks um fjölda fullyrðinga sem séu rangar og ærumeiðandi um Julian Assange. 9. janúar 2019 10:31 Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms WikiLeaks vísar í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. 4. apríl 2019 23:23 Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Í tölvupósti til fjölmiðla telur Wikileaks um fjölda fullyrðinga sem séu rangar og ærumeiðandi um Julian Assange. 9. janúar 2019 10:31
Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms WikiLeaks vísar í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. 4. apríl 2019 23:23
Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52