Coutinho sýnir og sannar að Liverpool hjartað slær enn í brjósti hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2019 09:00 Philippe Coutinho fagnar hér sínu síðasta marki sem leikmaður Liverpool. Getty/Andrew Powell Nýtt viðtal við fyrrum Liverpool manninn Philippe Coutinho vottar um það að næsta framtíð hans er hjá Barcelona en ekki hjá ensku liði. Hann dreymir samt um að spila á Anfield í vor. Það gleður örugglega marga stuðningsmenn Liverpool að heyra hugarfar hans til Manchester United. Philippe Coutinho segist ekki vera á förum frá Barcelona þrátt fyrir að lítið gangi upp hjá honum þessa dagana og spænskir fjölmiðlar hafi látið Brasilíumaðurinn fá myndarlegan skammt af gagnrýni. Philippe Coutinho er því alls ekki á leiðinni í ensku úrvalsdeildina og þá allra síst til Manchester United eins og ensku slúðurmiðlarnir hafa verið að skrifa síðustu vikur og mánuði. Stuðningsmenn Liverpool fengu örugglega flestir sting í hjartað þegar þeir lásu um að Philippe Coutinho væri mögulega á leiðinni til erkifjendanna í Manchester United. Hann var hins vegar leikmaður Liverpool í fimm ár og á svo löngum tíma á Anfield þá þróar þú með þér „ást“ eða „hatur“ á vissum félögum á Englandi. Coutinho hefur því enn sterkar taugar til Liverpool og segir því það myndi fylgja því tvöföld ánægja fyrir hann að slá Manchester United út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Once a red, always a red pic.twitter.com/kwMWtaRFDR — B/R Football (@brfootball) April 7, 2019„Ef við í Barcelona sláum Manchester United út úr Meistaradeildinni þá væri það tvöföld ánægja fyrir mig,“ sagði Philippe Coutinho við blaðamanna Daily Mirror. Coutinho missti af Meistaradeildarævintýri Liverpool á sínu síðasta tímabili því Barcelona keypti hann frá Liverpool í janúar 2018. Liverpool fór alla leið í úrslitaleikinn án hans en Barcelona datt út í átta liða úrslitunum. Brasilíumaðurinn var samt ekki alveg nógu ánægður með Meistaradeildardráttinn því hann vildi helst mæta Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ef bæði liðin fara áfram þá mætast þau í undanúrslitunum. „Það væri draumur að fá að spila á Anfield á ný og eflaust algjör tilfinningasprengja. Ef ég segi alveg eins og er þá var ég samt að vonast til þess að fá að mæta Liverpool í úrslitaleiknum,“ sagði Philippe Coutinho í viðtalinu við Mirror.Coutinho: “It would be a dream to play at Anfield again, an explosion of different feelings, I’m sure. But I have to be honest and say I would have preferred to meet Liverpool only in the final itself.” — Anfield HQ (@AnfieldHQ) April 7, 2019„Ég er ánægður með að Liverpool sé að spila vel á þessu tímabili. Klopp er frábær knattspyrnustjóri og það var því aðeins tímaspursmál hvenær liðið færi að spila svona vel,“ sagði Philippe Coutinho.Philippe Coutinho: “I’m glad that Liverpool are doing well this year and, if the draw had been different, I would have liked to play the Champions League Final against them. Klopp is a great coach & it was only a matter of time before he got the team performing the way they are.” — Oliver Bond (@Oliver__Bond) April 7, 2019Don't think Coutinho is joining Man United anytime soon pic.twitter.com/jdfieYAwgu — ODDSbible (@ODDSbible) April 7, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
Nýtt viðtal við fyrrum Liverpool manninn Philippe Coutinho vottar um það að næsta framtíð hans er hjá Barcelona en ekki hjá ensku liði. Hann dreymir samt um að spila á Anfield í vor. Það gleður örugglega marga stuðningsmenn Liverpool að heyra hugarfar hans til Manchester United. Philippe Coutinho segist ekki vera á förum frá Barcelona þrátt fyrir að lítið gangi upp hjá honum þessa dagana og spænskir fjölmiðlar hafi látið Brasilíumaðurinn fá myndarlegan skammt af gagnrýni. Philippe Coutinho er því alls ekki á leiðinni í ensku úrvalsdeildina og þá allra síst til Manchester United eins og ensku slúðurmiðlarnir hafa verið að skrifa síðustu vikur og mánuði. Stuðningsmenn Liverpool fengu örugglega flestir sting í hjartað þegar þeir lásu um að Philippe Coutinho væri mögulega á leiðinni til erkifjendanna í Manchester United. Hann var hins vegar leikmaður Liverpool í fimm ár og á svo löngum tíma á Anfield þá þróar þú með þér „ást“ eða „hatur“ á vissum félögum á Englandi. Coutinho hefur því enn sterkar taugar til Liverpool og segir því það myndi fylgja því tvöföld ánægja fyrir hann að slá Manchester United út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Once a red, always a red pic.twitter.com/kwMWtaRFDR — B/R Football (@brfootball) April 7, 2019„Ef við í Barcelona sláum Manchester United út úr Meistaradeildinni þá væri það tvöföld ánægja fyrir mig,“ sagði Philippe Coutinho við blaðamanna Daily Mirror. Coutinho missti af Meistaradeildarævintýri Liverpool á sínu síðasta tímabili því Barcelona keypti hann frá Liverpool í janúar 2018. Liverpool fór alla leið í úrslitaleikinn án hans en Barcelona datt út í átta liða úrslitunum. Brasilíumaðurinn var samt ekki alveg nógu ánægður með Meistaradeildardráttinn því hann vildi helst mæta Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ef bæði liðin fara áfram þá mætast þau í undanúrslitunum. „Það væri draumur að fá að spila á Anfield á ný og eflaust algjör tilfinningasprengja. Ef ég segi alveg eins og er þá var ég samt að vonast til þess að fá að mæta Liverpool í úrslitaleiknum,“ sagði Philippe Coutinho í viðtalinu við Mirror.Coutinho: “It would be a dream to play at Anfield again, an explosion of different feelings, I’m sure. But I have to be honest and say I would have preferred to meet Liverpool only in the final itself.” — Anfield HQ (@AnfieldHQ) April 7, 2019„Ég er ánægður með að Liverpool sé að spila vel á þessu tímabili. Klopp er frábær knattspyrnustjóri og það var því aðeins tímaspursmál hvenær liðið færi að spila svona vel,“ sagði Philippe Coutinho.Philippe Coutinho: “I’m glad that Liverpool are doing well this year and, if the draw had been different, I would have liked to play the Champions League Final against them. Klopp is a great coach & it was only a matter of time before he got the team performing the way they are.” — Oliver Bond (@Oliver__Bond) April 7, 2019Don't think Coutinho is joining Man United anytime soon pic.twitter.com/jdfieYAwgu — ODDSbible (@ODDSbible) April 7, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira