Þingmenn bálreiðir út í May Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. mars 2019 08:43 Þingmenn hafa ekki tekið vel í ræðu May í gær. AP/Jonathan Brady Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. Þar sagðist hún standa með almenningi og ekki þýddi að kenna henni um hvernig farið sé fyrir Brexit málinu, heldur lægi sökin algerlega hjá þingmönnum. Þingmenn hafa tekið þessi orð afar óstinnt upp og sumir kalla nú eftir afsögn hennar. Í Guardian er haft eftir einum þingmanni að mögulega sé það rétt hjá May að sökin liggi hjá þinginu, en það þýði ekki að hún geti sagt það opinberlega. Annar þingmaður segir að hún hafi með ræðu sinni hagað sér eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.May er nú í Brussel þar sem hún mun reyna að fá fresti á úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til 30. júní. Að öllu óbreyttu á Brexit að eiga sér stað á föstudaginn í næstu viku, 29. mars. Gerist það mun Bretland ganga úr ESB án samnings. Philip Hammond, fjármálaráðherra, varaði við því á dögunum að Brexit án samnings muni leiða til umtalsverðra vandræða í Bretlandi eins og hærra atvinnuleysi, lægri launa og hærra verðlags. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, mun einnig fara til Brussel í dag og ræða við forsvarsmenn ESB um aðra möguleika en Brexit-samning May. BBC hefur eftir Corbyn að May sé í algerri afneitun varðandi alvarleika stöðunnar sem Bretland sé í og hún geti ekki verið sá leiðtogi sem Bretland þurfi á að halda.Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði í morgun að hann teldi að ESB myndi sættast á stutta frestun Brexit en eingöngu ef breskir þingmenn samþykki samning May í næstu viku. Hægt yrði að kalla til neyðar-leiðtogafundar ESB þá ef það reyndist nauðsynlegt. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, kallaði í morgun eftir því að May boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Of course, the logic of Theresa May's assertion that Parliament's indecision is frustrating the will of the people is to put the issue back to the people and let them decide. If she is confident that the people back her, what's stopping her?— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) March 21, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22 May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11 May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Mistókst naumlega að taka við stjórn Brexit-skútunnar Bresku stjórnarandstöðunni mistókst naumlega að fá í gegn tillögu um að þingið myndi taka stjórn á viðræðunum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 14. mars 2019 18:05 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. 19. mars 2019 15:34 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. Þar sagðist hún standa með almenningi og ekki þýddi að kenna henni um hvernig farið sé fyrir Brexit málinu, heldur lægi sökin algerlega hjá þingmönnum. Þingmenn hafa tekið þessi orð afar óstinnt upp og sumir kalla nú eftir afsögn hennar. Í Guardian er haft eftir einum þingmanni að mögulega sé það rétt hjá May að sökin liggi hjá þinginu, en það þýði ekki að hún geti sagt það opinberlega. Annar þingmaður segir að hún hafi með ræðu sinni hagað sér eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.May er nú í Brussel þar sem hún mun reyna að fá fresti á úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til 30. júní. Að öllu óbreyttu á Brexit að eiga sér stað á föstudaginn í næstu viku, 29. mars. Gerist það mun Bretland ganga úr ESB án samnings. Philip Hammond, fjármálaráðherra, varaði við því á dögunum að Brexit án samnings muni leiða til umtalsverðra vandræða í Bretlandi eins og hærra atvinnuleysi, lægri launa og hærra verðlags. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, mun einnig fara til Brussel í dag og ræða við forsvarsmenn ESB um aðra möguleika en Brexit-samning May. BBC hefur eftir Corbyn að May sé í algerri afneitun varðandi alvarleika stöðunnar sem Bretland sé í og hún geti ekki verið sá leiðtogi sem Bretland þurfi á að halda.Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði í morgun að hann teldi að ESB myndi sættast á stutta frestun Brexit en eingöngu ef breskir þingmenn samþykki samning May í næstu viku. Hægt yrði að kalla til neyðar-leiðtogafundar ESB þá ef það reyndist nauðsynlegt. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, kallaði í morgun eftir því að May boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Of course, the logic of Theresa May's assertion that Parliament's indecision is frustrating the will of the people is to put the issue back to the people and let them decide. If she is confident that the people back her, what's stopping her?— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) March 21, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22 May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11 May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Mistókst naumlega að taka við stjórn Brexit-skútunnar Bresku stjórnarandstöðunni mistókst naumlega að fá í gegn tillögu um að þingið myndi taka stjórn á viðræðunum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 14. mars 2019 18:05 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. 19. mars 2019 15:34 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22
May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11
May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14
Mistókst naumlega að taka við stjórn Brexit-skútunnar Bresku stjórnarandstöðunni mistókst naumlega að fá í gegn tillögu um að þingið myndi taka stjórn á viðræðunum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 14. mars 2019 18:05
Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47
Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. 19. mars 2019 15:34
Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43