Játaði loks morðið á Aleshu og dæmdur í lífstíðarfangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 14:40 Aaron Thomas Campbell má sjá til vinstri á mynd. Fórnarlamb hans, hin sex ára Alesha MacPhail, er til hægri á mynd. Mynd/Samsett Unglingspilturinn sem nauðgaði og myrti hina sex ára Aleshu MacPhail var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann hafði áður þvertekið fyrir sekt sína en játaði loks glæpi sína í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar í Glasgow dag. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar en málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, Aaron Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var svo fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Campbell hafi játað glæpi sína í samtali við sálfræðing, sem tók af honum skýrslu áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Campbell var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi og mun ekki geta sótt um reynslulausn fyrr en að lokinni 27 ára afplánun.Móðir Aleshu, Georgina Lochrane, gengur út úr dómsal í febrúar síðastliðnum.Getty/Jeff J MitchellHaft er eftir Campbell í skýrslu sálfræðingsins að hann hafi farið inn á heimili föður Aleshu á eyjunni Bute í leit að kannabis, en sá síðarnefndi hafði selt honum efnið í gegnum tíðina. Þar gekk hann fram á Aleshu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og sá þar „tækifæri“ í hendi sér. „Það eina sem ég hugsaði um var að drepa hana, um leið og ég sá hana,“ er haft eftir Campbell í skýrslunni. Dómarinn sem kvað dóminn upp sagði glæpinn hafa valdið „viðbjóði og vantrú“ í bresku samfélagi. Þá lýsti hann Campbell sem „köldum, harðbrjósta, vægðarlausum og hættulegum einstaklingi.“ Campbell hafi jafnframt sýnt af sér ótrúlegan hroka og „stórkostlegan skort á iðrun“ við réttarhöldin. Áður hafði Campbell haldið því fram að hann hefði aldrei hitt Aleshu og sakaði kærustu föður hennar, hina átján ára Toni MacLachlan, um morðið. Hún reyndist vitanlega alveg saklaus. Þá greina fjölmiðlar frá því að fjölskyldumeðlimir Aleshu, sem voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í dag, hafi hrópað fúkyrði að Campbell eftir að dómurinn var kveðinn upp. Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira
Unglingspilturinn sem nauðgaði og myrti hina sex ára Aleshu MacPhail var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann hafði áður þvertekið fyrir sekt sína en játaði loks glæpi sína í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar í Glasgow dag. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar en málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, Aaron Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var svo fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Campbell hafi játað glæpi sína í samtali við sálfræðing, sem tók af honum skýrslu áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Campbell var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi og mun ekki geta sótt um reynslulausn fyrr en að lokinni 27 ára afplánun.Móðir Aleshu, Georgina Lochrane, gengur út úr dómsal í febrúar síðastliðnum.Getty/Jeff J MitchellHaft er eftir Campbell í skýrslu sálfræðingsins að hann hafi farið inn á heimili föður Aleshu á eyjunni Bute í leit að kannabis, en sá síðarnefndi hafði selt honum efnið í gegnum tíðina. Þar gekk hann fram á Aleshu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og sá þar „tækifæri“ í hendi sér. „Það eina sem ég hugsaði um var að drepa hana, um leið og ég sá hana,“ er haft eftir Campbell í skýrslunni. Dómarinn sem kvað dóminn upp sagði glæpinn hafa valdið „viðbjóði og vantrú“ í bresku samfélagi. Þá lýsti hann Campbell sem „köldum, harðbrjósta, vægðarlausum og hættulegum einstaklingi.“ Campbell hafi jafnframt sýnt af sér ótrúlegan hroka og „stórkostlegan skort á iðrun“ við réttarhöldin. Áður hafði Campbell haldið því fram að hann hefði aldrei hitt Aleshu og sakaði kærustu föður hennar, hina átján ára Toni MacLachlan, um morðið. Hún reyndist vitanlega alveg saklaus. Þá greina fjölmiðlar frá því að fjölskyldumeðlimir Aleshu, sem voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í dag, hafi hrópað fúkyrði að Campbell eftir að dómurinn var kveðinn upp.
Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira
Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37
Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17
Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56