Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 14:04 Theresa May er forsætisráðherra Bretlands. AP/Frank Augstein Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans.Greint var frá því í breskum fjölmiðlum í dag að háttsettir þingmenn innan flokksins hefðu hug á því að steypa May af stóli. BBC greindi frá því fyrr í dag að hinir sömu þingmenn gætu sætt við að samþykkja Brexit-samning forsætisráðherrans í skiptum fyrir fullvissu um að May myndi láta af embætti.Helstu samstarfsmenn May hafa þvertekið fyrir að hafa ætlað sér að steypa henni af stóli. Með May á fundinum eru David Lidington, sem sagður er vera næstráðandi May og sá stjórnmálamaður sem bresku blöðin nefndu sem mögulegan arftaka May. Ásamt Lidington eru ráðherrarnir Michael Gove og Stephen Barclay auk harðlínu Brexit-mannanna Boris Johnson, Dominic Raab, Iain Duncan Smith og Jacob Rees-Mogg. Efni fundarins er Brexit og næstu skref tengd útgöngu Bretlands úr ESB. Fyrirhugað var að Bretland myndi yfirgefa ESB formlega þann 29. mars, næsta föstudag, en ólíklegt þykir að verði af því.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í síðustu viku að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í vikunni sem hófst í dag.Ekki er hins vegar talið víst að May muni boða til atkvæðagreiðslu um samninginn í vikunni enda ekki ljóst hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Óstaðfestar frásagnir herma að yfir milljón manns séu á mótmælunum. 23. mars 2019 15:43 Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. 22. mars 2019 13:03 Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogaráð ESB ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. 22. mars 2019 22:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans.Greint var frá því í breskum fjölmiðlum í dag að háttsettir þingmenn innan flokksins hefðu hug á því að steypa May af stóli. BBC greindi frá því fyrr í dag að hinir sömu þingmenn gætu sætt við að samþykkja Brexit-samning forsætisráðherrans í skiptum fyrir fullvissu um að May myndi láta af embætti.Helstu samstarfsmenn May hafa þvertekið fyrir að hafa ætlað sér að steypa henni af stóli. Með May á fundinum eru David Lidington, sem sagður er vera næstráðandi May og sá stjórnmálamaður sem bresku blöðin nefndu sem mögulegan arftaka May. Ásamt Lidington eru ráðherrarnir Michael Gove og Stephen Barclay auk harðlínu Brexit-mannanna Boris Johnson, Dominic Raab, Iain Duncan Smith og Jacob Rees-Mogg. Efni fundarins er Brexit og næstu skref tengd útgöngu Bretlands úr ESB. Fyrirhugað var að Bretland myndi yfirgefa ESB formlega þann 29. mars, næsta föstudag, en ólíklegt þykir að verði af því.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í síðustu viku að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í vikunni sem hófst í dag.Ekki er hins vegar talið víst að May muni boða til atkvæðagreiðslu um samninginn í vikunni enda ekki ljóst hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Óstaðfestar frásagnir herma að yfir milljón manns séu á mótmælunum. 23. mars 2019 15:43 Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. 22. mars 2019 13:03 Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogaráð ESB ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. 22. mars 2019 22:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Óstaðfestar frásagnir herma að yfir milljón manns séu á mótmælunum. 23. mars 2019 15:43
Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. 22. mars 2019 13:03
Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogaráð ESB ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. 22. mars 2019 22:15