May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. mars 2019 17:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að hætta sem forsætisráðherra ef útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerir hún til að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann. Hún tilkynnti þingflokki Íhaldsflokksins ákvörðun sína nú síðdegis. Nýr leiðtogi og forsætisráðherra gæti þannig tekið við eftir að sáttmálinn hefur verið samþykktur til að leiða Bretland í gegn um seinni hluta Brexit ferlisins. John Bercow, forseti breska þingsins, tilkynnti þá í dag að breskir þingmenn munu greiða atkvæði í kvöld um átta tillögur um hvernig eigi að leiða Brexit ferlið til lykta. Atkvæðagreiðslunni er ætlað að kanna hvort þingmeirihluti sé fyrir einhverri leið til að höggva á Brexit hnútinn. Theresa May, forsætisráðherra, heldur þó ótrauð áfram með útgöngusáttmála sinn sem hefur tvívegis verið felldur í þinginu. Hún hefur gefið í skyn að hún þurfi ekki að fara eftir niðurstöðunni úr atkvæðagreiðslu þingsins. May stefnir á að leggja sáttmálann fram í þriðja sinn þrátt fyrir að þingforsetinn segi það ekki samræmast þingsköpum. Hún er sögð ætla að leggja sáttmálann fram í næstu viku en hún hefur undanfarna daga átt í viðræðum við fulltrúa Norður írska sambandsflokksins og harðlínumenn í Íhaldsflokknum um stuðning við sáttmálann. Nokkrir þingmenn innan Íhaldsflokksins eru sagðir hafa sett það skilyrði að May nefni í staðinn dagsetningu þar sem hún muni stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Tillögurnar sem þingmenn geta greitt um í kvöld eru eftirfarandi:Tillaga B Bretland gengur út úr Evrópusambandinu þann 12 apríl án samnings.Tillaga D Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May á þá vegu að Bretland geti gengið í EFTA þanga til að betra tollafyrirkomulag finnst.Tillaga H Sækja um aðild að EFTA og semja um sérstakar undanþágur vegna norður írsku landamæranna og verslun með landbúnaðarafurðir.Tillaga J Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins.Tillaga K Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins, að Bretland verði mjög náið innri markaði Evrópusambandsins, njóti svipaðra réttinda og aðrir þegnar ESB. Taka þátt í verkefnum ESB á sviði öryggismála og eiga enn aðild að tilteknum stofnunum sambandsins.Tillaga L Draga til baka 50. grein Lissabon sáttmálans um útgöngu úr Evrópusambandinu. Þetta myndi fresta Brexit ótímabundið.Tillaga M Samþykkja útgöngusáttmála May og leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.Tillaga O Ef að útgöngusáttmálinn verður ekki samþykktur skal semja við Evrópusambandið um greiðslu í sjóði sambandsins gegn óhindraðri verslun á vörum frá Bretlandi til ESB í tvö ár.Fréttin var uppfærð klukkan 17:40 Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að hætta sem forsætisráðherra ef útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerir hún til að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann. Hún tilkynnti þingflokki Íhaldsflokksins ákvörðun sína nú síðdegis. Nýr leiðtogi og forsætisráðherra gæti þannig tekið við eftir að sáttmálinn hefur verið samþykktur til að leiða Bretland í gegn um seinni hluta Brexit ferlisins. John Bercow, forseti breska þingsins, tilkynnti þá í dag að breskir þingmenn munu greiða atkvæði í kvöld um átta tillögur um hvernig eigi að leiða Brexit ferlið til lykta. Atkvæðagreiðslunni er ætlað að kanna hvort þingmeirihluti sé fyrir einhverri leið til að höggva á Brexit hnútinn. Theresa May, forsætisráðherra, heldur þó ótrauð áfram með útgöngusáttmála sinn sem hefur tvívegis verið felldur í þinginu. Hún hefur gefið í skyn að hún þurfi ekki að fara eftir niðurstöðunni úr atkvæðagreiðslu þingsins. May stefnir á að leggja sáttmálann fram í þriðja sinn þrátt fyrir að þingforsetinn segi það ekki samræmast þingsköpum. Hún er sögð ætla að leggja sáttmálann fram í næstu viku en hún hefur undanfarna daga átt í viðræðum við fulltrúa Norður írska sambandsflokksins og harðlínumenn í Íhaldsflokknum um stuðning við sáttmálann. Nokkrir þingmenn innan Íhaldsflokksins eru sagðir hafa sett það skilyrði að May nefni í staðinn dagsetningu þar sem hún muni stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Tillögurnar sem þingmenn geta greitt um í kvöld eru eftirfarandi:Tillaga B Bretland gengur út úr Evrópusambandinu þann 12 apríl án samnings.Tillaga D Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May á þá vegu að Bretland geti gengið í EFTA þanga til að betra tollafyrirkomulag finnst.Tillaga H Sækja um aðild að EFTA og semja um sérstakar undanþágur vegna norður írsku landamæranna og verslun með landbúnaðarafurðir.Tillaga J Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins.Tillaga K Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins, að Bretland verði mjög náið innri markaði Evrópusambandsins, njóti svipaðra réttinda og aðrir þegnar ESB. Taka þátt í verkefnum ESB á sviði öryggismála og eiga enn aðild að tilteknum stofnunum sambandsins.Tillaga L Draga til baka 50. grein Lissabon sáttmálans um útgöngu úr Evrópusambandinu. Þetta myndi fresta Brexit ótímabundið.Tillaga M Samþykkja útgöngusáttmála May og leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.Tillaga O Ef að útgöngusáttmálinn verður ekki samþykktur skal semja við Evrópusambandið um greiðslu í sjóði sambandsins gegn óhindraðri verslun á vörum frá Bretlandi til ESB í tvö ár.Fréttin var uppfærð klukkan 17:40
Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15
Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04
May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12