Fánar í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna Heimsljós kynnir 11. mars 2019 13:00 Frá upphafi ráðherrafundar UNEP í morgun. Joyce Msuya/UNEP Fánar blakta víða í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í dag. Að minnsta kosti 22 starfsmenn samtakanna voru í Boeing þotunni sem fórst í Eþíópíu í gær. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ sagði í yfirlýsingu að hann væri „ákaflega hryggur vegna hörmulegra dauðsfalla“ og sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldna og ástvina þeirra sem létust, þeirra á meðal samstarfsfélaga hjá Sameinuðu þjóðunum. Flugleiðin á milli Addis Ababa í Eþíópíu og Næróbí í Kenía er mikið notuð af starfsfólki Sameinuðu þjóðanna og starfsfólki alþjóðlegra samtaka sem sinna mannúðar- og þróunarmálum. Af þeim sem fórust voru sjö starfsmenn Matvælaáætlunar SÞ (WFP), sex frá höfuðstöðvum SÞ í Næróbí, tveir frá Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR), tveir frá Aðalfjarskiptasambandinu (ITU) og einn frá Landbúnaðar- og matvælastofnun SÞ (FAO), Alþjóðlega fólksflutningastofnuninni (IOM) og Sendinefnd SÞ til stuðnings Sómalíu (UNSOM). Þá er vitað einn starfsmann Alþjóðabankans í Washington fórst með vélinni, einn starfsmann Save the Children og einn starfsmann Rauða krossins í Noregi. Margir farþeganna um borð í eþíópísku flugvélinni sem fórst voru á leið á fjórða ráðherrafund Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNIEP) í Næróbí sem hófst í morgun og stendur yfir næstu fimm daga. Fánar blöktu í hálfa stöng við fundastaðinn í morgun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent
Fánar blakta víða í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í dag. Að minnsta kosti 22 starfsmenn samtakanna voru í Boeing þotunni sem fórst í Eþíópíu í gær. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ sagði í yfirlýsingu að hann væri „ákaflega hryggur vegna hörmulegra dauðsfalla“ og sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldna og ástvina þeirra sem létust, þeirra á meðal samstarfsfélaga hjá Sameinuðu þjóðunum. Flugleiðin á milli Addis Ababa í Eþíópíu og Næróbí í Kenía er mikið notuð af starfsfólki Sameinuðu þjóðanna og starfsfólki alþjóðlegra samtaka sem sinna mannúðar- og þróunarmálum. Af þeim sem fórust voru sjö starfsmenn Matvælaáætlunar SÞ (WFP), sex frá höfuðstöðvum SÞ í Næróbí, tveir frá Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR), tveir frá Aðalfjarskiptasambandinu (ITU) og einn frá Landbúnaðar- og matvælastofnun SÞ (FAO), Alþjóðlega fólksflutningastofnuninni (IOM) og Sendinefnd SÞ til stuðnings Sómalíu (UNSOM). Þá er vitað einn starfsmann Alþjóðabankans í Washington fórst með vélinni, einn starfsmann Save the Children og einn starfsmann Rauða krossins í Noregi. Margir farþeganna um borð í eþíópísku flugvélinni sem fórst voru á leið á fjórða ráðherrafund Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNIEP) í Næróbí sem hófst í morgun og stendur yfir næstu fimm daga. Fánar blöktu í hálfa stöng við fundastaðinn í morgun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent