Vefsalan hjá SVFR komin í loftið Karl Lúðvíksson skrifar 13. mars 2019 08:23 Breiðan í Elliðaánum Mynd: KL Þau veiðileyfi sem voru ekki keypt af félagsmönnum SVFR á þeim tíma sem forúthlutun fer fram eru komin á vefsölu félagsins. Það er mjög gott úrval af leyfum hjá félaginu eins og allir þekkja og klárt að það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er þó greinilegt að sum veiðisvæði eru vinsælli en önnur og sem dæmi um það er aðeins eitt leyfi laust í Haukadalsá annars er sú perla uppseld með öllu. Það eru fá leyfi eftir í Langá á Mýrum og eitthvað þó af dögum í september sem er ein skemmtilegasti tíminn í ánni að mati undirritaðs því þá er hið fallega svæði Fjallið það sterkasta. Það sem vekur þó eftirtekt eins og í fyrra er að það er nóg til af skemmtilegum dögum í Elliðaárnar í sumar en umsóknarþunginn í ánna hefur alltaf verið mikill og þá sérstaklega á júlídaga enda er laxinn tökuglaður og nýgenginn á þeim tíma. Það skal þó vakin athygli á því að eftir 14. ágúst eru laus leyfi fyrir hádegi (sem oft er besti tíminn) í ánni og á þeim tíma er veiðin best fyrir ofan stíflu og þá sérstaklega á frísvæðinu ofan Hrauns en þar má bara veiða á flugu. Þú getur skoðað vefsöluna hjá SVFR hér. Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði
Þau veiðileyfi sem voru ekki keypt af félagsmönnum SVFR á þeim tíma sem forúthlutun fer fram eru komin á vefsölu félagsins. Það er mjög gott úrval af leyfum hjá félaginu eins og allir þekkja og klárt að það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er þó greinilegt að sum veiðisvæði eru vinsælli en önnur og sem dæmi um það er aðeins eitt leyfi laust í Haukadalsá annars er sú perla uppseld með öllu. Það eru fá leyfi eftir í Langá á Mýrum og eitthvað þó af dögum í september sem er ein skemmtilegasti tíminn í ánni að mati undirritaðs því þá er hið fallega svæði Fjallið það sterkasta. Það sem vekur þó eftirtekt eins og í fyrra er að það er nóg til af skemmtilegum dögum í Elliðaárnar í sumar en umsóknarþunginn í ánna hefur alltaf verið mikill og þá sérstaklega á júlídaga enda er laxinn tökuglaður og nýgenginn á þeim tíma. Það skal þó vakin athygli á því að eftir 14. ágúst eru laus leyfi fyrir hádegi (sem oft er besti tíminn) í ánni og á þeim tíma er veiðin best fyrir ofan stíflu og þá sérstaklega á frísvæðinu ofan Hrauns en þar má bara veiða á flugu. Þú getur skoðað vefsöluna hjá SVFR hér.
Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði