Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 19:43 Tillagan um að útiloka Brexit án samnings er í raun ekki bindandi enda veltur það að miklu leyti á Evrópusambandinu. Þingmennirnir sendu ESB þó skilaboð en Theresa May, forsætisráðherra, var mótfallin því að Brexit án samnings yrði útilokað. AP/Tim Ireland Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 312 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og 308 greiddu atkvæði gegn henni. Þá greiddu þingmennirnir atkvæði gegn tillögu um að fresta Brexit til 22. maí. Sú tillaga var felld með miklum meirihluta. Þriðja tillagan sem greitt var atkvæði um kom frá ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra, en hún var í raun sú sama og sú fyrsta, því henni var breytt í kjölfar þess að sú fyrsta var samþykkt. Þetta þýðir að á morgun munu þingmenn greiða atkvæði um að fresta Brexit um óákveðin tíma. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu, að öllu óbreyttu, og virðist óreiða ríkja innan veggja þingsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra, varaði við því í dag að Brexit án samnings muni leiða til umtalsverðra vandræða í Bretlandi eins og hærra atvinnuleysi, lægri laun og hærra verðlags. Tillagan um að útiloka Brexit án samnings er í raun ekki bindandi enda veltur það að miklu leyti á Evrópusambandinu. Þingmennirnir sendu ESB þó skilaboð en Theresa May, forsætisráðherra, var mótfallin því að Brexit án samnings yrði útilokað. Hún sagði það gera samningsstöðu Bretlands gagnvart ESB verri. Eftir atkvæðagreiðslur kvöldsins sagði May að forsvarsmenn ESB hefðu lýst því yfir að samkomulag hennar væri það eina í stöðunni. Hinir möguleikar Bretlands væru að ganga úr sambandinu án samkomulags eða að ekki yrði af Brexit. Hún sagði að síðasti möguleikinn væri ekki af hinu góða því hann myndi skaða hið viðkvæma traust sem kjósendur bæru til þingmanna.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37 Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit Það hefur varla farið fram hjá neinum að sá möguleiki er fyrir hendi að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Sú staða getur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem eiga í viðskiptum við Bretland. 13. mars 2019 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 312 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og 308 greiddu atkvæði gegn henni. Þá greiddu þingmennirnir atkvæði gegn tillögu um að fresta Brexit til 22. maí. Sú tillaga var felld með miklum meirihluta. Þriðja tillagan sem greitt var atkvæði um kom frá ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra, en hún var í raun sú sama og sú fyrsta, því henni var breytt í kjölfar þess að sú fyrsta var samþykkt. Þetta þýðir að á morgun munu þingmenn greiða atkvæði um að fresta Brexit um óákveðin tíma. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu, að öllu óbreyttu, og virðist óreiða ríkja innan veggja þingsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra, varaði við því í dag að Brexit án samnings muni leiða til umtalsverðra vandræða í Bretlandi eins og hærra atvinnuleysi, lægri laun og hærra verðlags. Tillagan um að útiloka Brexit án samnings er í raun ekki bindandi enda veltur það að miklu leyti á Evrópusambandinu. Þingmennirnir sendu ESB þó skilaboð en Theresa May, forsætisráðherra, var mótfallin því að Brexit án samnings yrði útilokað. Hún sagði það gera samningsstöðu Bretlands gagnvart ESB verri. Eftir atkvæðagreiðslur kvöldsins sagði May að forsvarsmenn ESB hefðu lýst því yfir að samkomulag hennar væri það eina í stöðunni. Hinir möguleikar Bretlands væru að ganga úr sambandinu án samkomulags eða að ekki yrði af Brexit. Hún sagði að síðasti möguleikinn væri ekki af hinu góða því hann myndi skaða hið viðkvæma traust sem kjósendur bæru til þingmanna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37 Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit Það hefur varla farið fram hjá neinum að sá möguleiki er fyrir hendi að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Sú staða getur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem eiga í viðskiptum við Bretland. 13. mars 2019 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37
Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16
Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit Það hefur varla farið fram hjá neinum að sá möguleiki er fyrir hendi að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Sú staða getur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem eiga í viðskiptum við Bretland. 13. mars 2019 07:00