Yfir 80% framlaga til þróunarsamvinnu styðja jafnrétti kynjanna Heimsljós kynnir 14. mars 2019 09:45 gunnisal Ísland er í þriðja sæti á nýbirtum lista DAC, þróunarsamvinnunefndar OECD, um hlutfall þróunarfjár sem rennur til jafnréttismála. Tölurnar eru frá árunum 2016 og 2017 og samkvæmt greiningu DAC nýttust rúmlega 80 prósent íslenskra framlaga í baráttuna fyrir kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Svíþjóð og Írland voru fyrir ofan Ísland á listanum en allar þjóðirnar þrjár vörðu ríflega 80 prósentum af framlögum til þróunarsamvinnu til jafnréttismála.Framlög til þróunarmála mæld samkvæmt kynjajafnréttisstiku DAC.Framlög þjóða sem eru aðilar að þróunarsamvinnunefndinni eru greind eftir ýmsum þáttum. Fram til ársins 2010 náði slík greining eingöngu til svokallaðra „geira“ en frá þeim tíma hefur flokkunin orðið nákvæmari og jafnréttismálin eru meðal þeirra málaflokka sem sérstaklega eru rýnd. Sú aðferðafræði, svonefnd kynjajafnréttisstika (Gender Equality Marker), hefur reynst mikilvægur hluti af umsjón með framlögum til þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar hér á landi. Í nýrri skýrslu OECD um framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu sést að samkvæmt kynjajafnréttisstikunni eru samstarfsþjóðir okkar í tvíhliða þróunarsamvinnu efstar á blaði yfir viðtakendur, 100% af fjármagni til Malaví er eyrnamerkt jafnrétti og 97% í Úganda. Þá renna 96% af fjármunum mannúðarmála vegna Sýrlands til málaflokksins og til Mósambíkur var hlutfallið það sama. Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna eru einn af hornsteinum þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar Íslands. Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að verkefni og framlög, bæði í tvíhliða eða fjölþjóðlegri samvinnu, styðji við jafnrétti kynjanna og bæti stöðu stúlkna og kvenna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent
Ísland er í þriðja sæti á nýbirtum lista DAC, þróunarsamvinnunefndar OECD, um hlutfall þróunarfjár sem rennur til jafnréttismála. Tölurnar eru frá árunum 2016 og 2017 og samkvæmt greiningu DAC nýttust rúmlega 80 prósent íslenskra framlaga í baráttuna fyrir kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Svíþjóð og Írland voru fyrir ofan Ísland á listanum en allar þjóðirnar þrjár vörðu ríflega 80 prósentum af framlögum til þróunarsamvinnu til jafnréttismála.Framlög til þróunarmála mæld samkvæmt kynjajafnréttisstiku DAC.Framlög þjóða sem eru aðilar að þróunarsamvinnunefndinni eru greind eftir ýmsum þáttum. Fram til ársins 2010 náði slík greining eingöngu til svokallaðra „geira“ en frá þeim tíma hefur flokkunin orðið nákvæmari og jafnréttismálin eru meðal þeirra málaflokka sem sérstaklega eru rýnd. Sú aðferðafræði, svonefnd kynjajafnréttisstika (Gender Equality Marker), hefur reynst mikilvægur hluti af umsjón með framlögum til þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar hér á landi. Í nýrri skýrslu OECD um framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu sést að samkvæmt kynjajafnréttisstikunni eru samstarfsþjóðir okkar í tvíhliða þróunarsamvinnu efstar á blaði yfir viðtakendur, 100% af fjármagni til Malaví er eyrnamerkt jafnrétti og 97% í Úganda. Þá renna 96% af fjármunum mannúðarmála vegna Sýrlands til málaflokksins og til Mósambíkur var hlutfallið það sama. Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna eru einn af hornsteinum þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar Íslands. Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að verkefni og framlög, bæði í tvíhliða eða fjölþjóðlegri samvinnu, styðji við jafnrétti kynjanna og bæti stöðu stúlkna og kvenna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent