Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 89-68 | Stólarnir tóku þriðja sætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. mars 2019 21:45 Danero Thomas og félagar unnu stórsigur í kvöld vísir/bára Tindastóll endar deildarkeppni Domino‘s deildar karla í körfubolta í þriðja sæti eftir stórsigur á Keflavík á Sauðárkróki í síðustu umferð deildarinnar í kvöld. Fyrir fram var búist við spennuleik þar sem liðin sem mættust í Síkinu voru að berjast um þriðja sætið í deildinni, Keflavík búið að vinna síðustu sex leiki sína í röð og bæði lið talin með þeim betri á landinu. Keflavík mætti hins vegar ekki til leiks. Gestirnir rétt mörðu tveggja stafa tölu í stigaskori í fyrsta leikhluta og vörnin hélt engu. Þeir töpuðu boltanum trekk í trekk og gáfu Stólunum möguleika á auðveldum hraðaupphlaupum svo heimamenn þurftu afar lítið að hafa fyrir körfum sínum. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var augljóslega ekki sáttur með gang mála og tók tvö leikhlé á fyrstu sex mínútum leiksins. Samt spilaði hann bara á sjö mönnum í fyrri hálfleik sem gaf til kynna að breiddin sé ekki mikil hjá Keflvíkingum. Tindastóll hefur oft spilað betur en líka oft spilað verr. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og spiluðu virkilega góða vörn. Þeir slökuðu nokkuð fljótt á, enda fyrirstaðan lítil sem engin, en héldu samt uppi mjög góðum varnarleik í fyrri hálfleik og voru að hitta ágætlega. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 53-29. Stólarnir byrjuðu seinni hálfleikinn ekki vel. Hvort þeir hafi smitast af Keflvíkingum, orðið værukærir eða hvað veit enginn, en það er ljóst að ef munurinn væri ekki tuttugu, þrjátíu stig þá hefði þeim verið refsað harðlega fyrir slíka frammistöðu. Keflavík var hins vegar ekki í neinu standi til þess að refsa. Þeir gátu vart keypt sér körfu á meðan Stólarnir náðu að setja stig á töfluna þegar þeir á annað borð komust í gegnum sóknir sínar. Þegar mest varð komst munurinn nálægt fjörutíu stigunum en Tindastóll hætti í raun bara að spila í fjórða leikhluta og leiknum lauk með 89-68 sigri Tindastóls.Af hverju vann Tindastóll? Stuðningsmenn Tindastóls sem horfðu ekki á leikinn skoða kannski tölurnar og fyllast gleði yfir því að þeirra lið sé að rísa upp úr erfiðleikunum á hárréttum tíma með því að valta yfir eitt sterkasta lið landsins. Það er hins vegar eiginlega ekki hægt að skrifa þennan sigur á frammistöðu Tindastóls því Keflavík átti svo ótrúlega slæman leik. Tindastóll byrjaði af hörku í vörninni og það lagði grunninn að muninum á liðunum í upphafi. Þar sem Keflvíkingar ógnuðu þeim ekki mikið í sókninni slakaði vörnin aðeins á og í seinni hálfleik spiluðu Stólarnir ekki mikið betri leik en Keflvíkingar. Það verður þó ekki tekið af Skagfirðingum að þeir spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik og heilt yfir var þeirra frammistaða góð, þó að þeir hafi slakað full mikið á í lokin.Hverjir stóðu upp úr? Philip Alawoya var stigahæstur í lið Tindastóls með 20 stig og Pétur Rúnar Birgisson kom þar stutt á eftir með 18 stig. Þá átti Friðrik Þór Stefánsson mjög góða innkomu af bekknum. Michael Craion var stigahæstur í liði Keflavíkur með 18 stig og þá náði hann 11 fráköstum. Hann tapaði hins vegar líka 9 boltum og stóð frekar upp á slæman hátt heldur en góðan.Hvað gekk illa? Hvað gekk vel hjá Keflavík? Keflavík tapaði 26 boltum í leiknum. Þeir voru að kasta út af, kasta beint í hendurnar á andstæðingnum og virtust bara ekki kunna með körfubolta að fara á köflum. Þegar þeir náðu að stilla upp í skot þá voru þau ekki að detta, enda sjálfstraustið væntanlega ekki mjög hátt. Það er ljóst að þetta var einn lélegasti leikur Keflavíkur í lengri tíma, vonandi fyrir þá að þeir hristi þetta af sér áður en úrslitakeppnin hefst.Hvað gerist næst? Nú blasir úrslitakeppnin við. Hún byrjar eftir viku, fyrstu leikirnir í 8-liða úrslitunum eru fimmtudaginn 21. mars. Þar mætir Tindastóll Þór frá Þorlákshöfn og Keflavík mætir Íslandsmeisturunum í KR.Isreal Martin er þjálfari Tindastólsvísir/báraIsreal: Létum þeim líða illa á vellinum „Við unnum vel í því í vikunni hvað við þyrftum að gera í vörninni. Við getum lítið stjórnað sóknarleiknum, hann kemur, en við vorum einbeittir á varnarskipulagið og framkvæmdum það vel. Ég er svo ánægður með strákana,“ sagði Isreal Martin, þjálfari Tindastóls. „Þegar þú sérð lið eins og Keflavík með 39 stig eftir þriðja leikhluta þá er það gott. Við lögðum leikinn upp vel en það eru leikmennirnir sem vinna leikinn og þeir framkvæmdu vel úti á vellinum.“ „Við sóttum á körfuna meira en venjulega og fundum leið til þess að láta þeim líða illa inni á vellinum.“ Tindastóll mætir Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitunum, en hefði þurft að spila við KR og misst heimaleikjaréttinn hefðu þeir tapað. „Þór er með sjö leikmenn sem spila alltaf vel, ég man ekki eftir að hafa séð slæman leik frá þeim. Við berum alltaf virðingu fyrir andstæðingnum, þeir eru á þessum stað af því þeir eiga það skilið.“Sverrir Þór SverrissonVísirSverrir: Átakanlega lélegt „Það er bara þannig þegar annað liðið kemur hrikalega vel tilbúið og spilar af svona krafti og við ekki, þá gerist þetta,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í leikslok. „Þegar við komum og spilum með hangandi haus og enginn kraftur í okkur þá getum við lent í því að drullutapa.“ Keflavík spilaði á afar fáum mönnum, þrátt fyrir að ekkert gengi upp hjá þeim, og aðeins átta menn fengu mínútur hjá Sverri. „Að sjálfsögðu ættum við að vera með dýpri bekk og geta fengið menn inn þegar aðrir eru ekki að standa sig, en eins og við vorum hérna í kvöld þá hefði það ekki hjálpað okkur.“ „Ef þú horfir á liðið sem var inn á hjá Tindastól í restina þá var fullt af reynslumiklum leikmönnum þar. Hjá okkur erum við með drengjaflokksmenn á bekknum.“ „Það reynir bara enn meira á hina sjö, átta og þeir þurfa að halda þessu uppi.“ „Þetta var alveg átakanlega lélegt og við þurfum að vera með það á hreinu að þetta má ekki koma fyrir aftur.“Brynjar Þór Björnsson slapp við að mæta sínum gömlu félögum í KR í 8-liða úrslitunumvísir/daníel þórBrynjar: Er ekki gíraður gegn ÍR, Breiðabliki og Skallagrím „Við erum ekki búnir að eiga alvöru stórleik síðan við vorum rassskelltir á móti Stjörnunni 7. febrúar. Þá vorum við á slæmum stað, mjög slæmum stað,“ sagði Brynjar eftir leikinn í kvöld. „Við komum til baka, fáum inn PJ aftur og flæðið í leiknum var allt annað strax frá fyrstu æfingu þegar hann kemur til baka.“ „Með fullri virðingu fyrir ÍR, Breiðabliki og Skallagrím þá er ég ekki mjög gíraður fyrir þessa leiki, en þegar þú spilar á móti liðum í topp 5, topp 6, þá eru það alltaf stórleikir og við þurftum að vinna.“ Tindastóll átti á hættu að fara í fimmta sætið með tapi og þurfa að byrja úrslitakeppnina á útivelli gegn KR. Í staðinn mæta þeir Þór og byrja fyrsta leik á Sauðárkróki. „Þessi andi kom aftur, sem var fyrir áramót, maður fann hann mæta loksins og þá erum við erfiðir við að eiga.“ „Við veittum vonandi stuðningsmönnunum von í brjósti um að við erum betri en það sem við höfum verið að sýna.“ „Við erum að framkvæma allt betur og betur, nú er allt að opnast og þá erum við gríðarlega sterkir,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. Hörður Axel Vilhjálmssonvísir/báraHörður: Höldum að við séum orðnir spaðar og erum svo lamdir í andlitið Fyrirliði Keflavíkur Hörður Axel Vilhjálmsson var ekki með svör við því hvað hefði gerst hjá sínu liði í kvöld. „Ég bara veit það ekki, ef ég vissi það hefum við lagað það á einhverjum tímapunkti í leiknum,“ sagði Hörður. „Við vorum rosalega flatir allar 40 mínúturnar og vorum drullulélegir. Á sama tíma voru þeir þrusuflottir og voru að hitta vel.“ „Við vorum ekki að fá neitt út úr sóknarleiknum, varnarlega vorum við flatir og töldum vitlaust, gerðum ekki það sem við ætluðum að gera á móti þeim.“ „Þetta var svipað og í leiknum gegn Grindavík í bikarnum, við höldum að við séum orðnir einhverjir spaðar og erum svo lamdir í andlitið.“ Keflavík þarf að mæta fimmföldum Íslandsmeisturum KR í 8-liða úrslitunum eftir tapið í kvöld og þurfa að hrista þennan leik fljótt af sér. „Ég ætla rétt að vona að við munum hvernig tilfinningin var að spila eins og við höfum engin svör.“ „Þetta var bara þannig að það gekk ekkert upp hjá okkur og gekk mikið upp hjá þeim.“ Dominos-deild karla
Tindastóll endar deildarkeppni Domino‘s deildar karla í körfubolta í þriðja sæti eftir stórsigur á Keflavík á Sauðárkróki í síðustu umferð deildarinnar í kvöld. Fyrir fram var búist við spennuleik þar sem liðin sem mættust í Síkinu voru að berjast um þriðja sætið í deildinni, Keflavík búið að vinna síðustu sex leiki sína í röð og bæði lið talin með þeim betri á landinu. Keflavík mætti hins vegar ekki til leiks. Gestirnir rétt mörðu tveggja stafa tölu í stigaskori í fyrsta leikhluta og vörnin hélt engu. Þeir töpuðu boltanum trekk í trekk og gáfu Stólunum möguleika á auðveldum hraðaupphlaupum svo heimamenn þurftu afar lítið að hafa fyrir körfum sínum. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var augljóslega ekki sáttur með gang mála og tók tvö leikhlé á fyrstu sex mínútum leiksins. Samt spilaði hann bara á sjö mönnum í fyrri hálfleik sem gaf til kynna að breiddin sé ekki mikil hjá Keflvíkingum. Tindastóll hefur oft spilað betur en líka oft spilað verr. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og spiluðu virkilega góða vörn. Þeir slökuðu nokkuð fljótt á, enda fyrirstaðan lítil sem engin, en héldu samt uppi mjög góðum varnarleik í fyrri hálfleik og voru að hitta ágætlega. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 53-29. Stólarnir byrjuðu seinni hálfleikinn ekki vel. Hvort þeir hafi smitast af Keflvíkingum, orðið værukærir eða hvað veit enginn, en það er ljóst að ef munurinn væri ekki tuttugu, þrjátíu stig þá hefði þeim verið refsað harðlega fyrir slíka frammistöðu. Keflavík var hins vegar ekki í neinu standi til þess að refsa. Þeir gátu vart keypt sér körfu á meðan Stólarnir náðu að setja stig á töfluna þegar þeir á annað borð komust í gegnum sóknir sínar. Þegar mest varð komst munurinn nálægt fjörutíu stigunum en Tindastóll hætti í raun bara að spila í fjórða leikhluta og leiknum lauk með 89-68 sigri Tindastóls.Af hverju vann Tindastóll? Stuðningsmenn Tindastóls sem horfðu ekki á leikinn skoða kannski tölurnar og fyllast gleði yfir því að þeirra lið sé að rísa upp úr erfiðleikunum á hárréttum tíma með því að valta yfir eitt sterkasta lið landsins. Það er hins vegar eiginlega ekki hægt að skrifa þennan sigur á frammistöðu Tindastóls því Keflavík átti svo ótrúlega slæman leik. Tindastóll byrjaði af hörku í vörninni og það lagði grunninn að muninum á liðunum í upphafi. Þar sem Keflvíkingar ógnuðu þeim ekki mikið í sókninni slakaði vörnin aðeins á og í seinni hálfleik spiluðu Stólarnir ekki mikið betri leik en Keflvíkingar. Það verður þó ekki tekið af Skagfirðingum að þeir spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik og heilt yfir var þeirra frammistaða góð, þó að þeir hafi slakað full mikið á í lokin.Hverjir stóðu upp úr? Philip Alawoya var stigahæstur í lið Tindastóls með 20 stig og Pétur Rúnar Birgisson kom þar stutt á eftir með 18 stig. Þá átti Friðrik Þór Stefánsson mjög góða innkomu af bekknum. Michael Craion var stigahæstur í liði Keflavíkur með 18 stig og þá náði hann 11 fráköstum. Hann tapaði hins vegar líka 9 boltum og stóð frekar upp á slæman hátt heldur en góðan.Hvað gekk illa? Hvað gekk vel hjá Keflavík? Keflavík tapaði 26 boltum í leiknum. Þeir voru að kasta út af, kasta beint í hendurnar á andstæðingnum og virtust bara ekki kunna með körfubolta að fara á köflum. Þegar þeir náðu að stilla upp í skot þá voru þau ekki að detta, enda sjálfstraustið væntanlega ekki mjög hátt. Það er ljóst að þetta var einn lélegasti leikur Keflavíkur í lengri tíma, vonandi fyrir þá að þeir hristi þetta af sér áður en úrslitakeppnin hefst.Hvað gerist næst? Nú blasir úrslitakeppnin við. Hún byrjar eftir viku, fyrstu leikirnir í 8-liða úrslitunum eru fimmtudaginn 21. mars. Þar mætir Tindastóll Þór frá Þorlákshöfn og Keflavík mætir Íslandsmeisturunum í KR.Isreal Martin er þjálfari Tindastólsvísir/báraIsreal: Létum þeim líða illa á vellinum „Við unnum vel í því í vikunni hvað við þyrftum að gera í vörninni. Við getum lítið stjórnað sóknarleiknum, hann kemur, en við vorum einbeittir á varnarskipulagið og framkvæmdum það vel. Ég er svo ánægður með strákana,“ sagði Isreal Martin, þjálfari Tindastóls. „Þegar þú sérð lið eins og Keflavík með 39 stig eftir þriðja leikhluta þá er það gott. Við lögðum leikinn upp vel en það eru leikmennirnir sem vinna leikinn og þeir framkvæmdu vel úti á vellinum.“ „Við sóttum á körfuna meira en venjulega og fundum leið til þess að láta þeim líða illa inni á vellinum.“ Tindastóll mætir Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitunum, en hefði þurft að spila við KR og misst heimaleikjaréttinn hefðu þeir tapað. „Þór er með sjö leikmenn sem spila alltaf vel, ég man ekki eftir að hafa séð slæman leik frá þeim. Við berum alltaf virðingu fyrir andstæðingnum, þeir eru á þessum stað af því þeir eiga það skilið.“Sverrir Þór SverrissonVísirSverrir: Átakanlega lélegt „Það er bara þannig þegar annað liðið kemur hrikalega vel tilbúið og spilar af svona krafti og við ekki, þá gerist þetta,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í leikslok. „Þegar við komum og spilum með hangandi haus og enginn kraftur í okkur þá getum við lent í því að drullutapa.“ Keflavík spilaði á afar fáum mönnum, þrátt fyrir að ekkert gengi upp hjá þeim, og aðeins átta menn fengu mínútur hjá Sverri. „Að sjálfsögðu ættum við að vera með dýpri bekk og geta fengið menn inn þegar aðrir eru ekki að standa sig, en eins og við vorum hérna í kvöld þá hefði það ekki hjálpað okkur.“ „Ef þú horfir á liðið sem var inn á hjá Tindastól í restina þá var fullt af reynslumiklum leikmönnum þar. Hjá okkur erum við með drengjaflokksmenn á bekknum.“ „Það reynir bara enn meira á hina sjö, átta og þeir þurfa að halda þessu uppi.“ „Þetta var alveg átakanlega lélegt og við þurfum að vera með það á hreinu að þetta má ekki koma fyrir aftur.“Brynjar Þór Björnsson slapp við að mæta sínum gömlu félögum í KR í 8-liða úrslitunumvísir/daníel þórBrynjar: Er ekki gíraður gegn ÍR, Breiðabliki og Skallagrím „Við erum ekki búnir að eiga alvöru stórleik síðan við vorum rassskelltir á móti Stjörnunni 7. febrúar. Þá vorum við á slæmum stað, mjög slæmum stað,“ sagði Brynjar eftir leikinn í kvöld. „Við komum til baka, fáum inn PJ aftur og flæðið í leiknum var allt annað strax frá fyrstu æfingu þegar hann kemur til baka.“ „Með fullri virðingu fyrir ÍR, Breiðabliki og Skallagrím þá er ég ekki mjög gíraður fyrir þessa leiki, en þegar þú spilar á móti liðum í topp 5, topp 6, þá eru það alltaf stórleikir og við þurftum að vinna.“ Tindastóll átti á hættu að fara í fimmta sætið með tapi og þurfa að byrja úrslitakeppnina á útivelli gegn KR. Í staðinn mæta þeir Þór og byrja fyrsta leik á Sauðárkróki. „Þessi andi kom aftur, sem var fyrir áramót, maður fann hann mæta loksins og þá erum við erfiðir við að eiga.“ „Við veittum vonandi stuðningsmönnunum von í brjósti um að við erum betri en það sem við höfum verið að sýna.“ „Við erum að framkvæma allt betur og betur, nú er allt að opnast og þá erum við gríðarlega sterkir,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. Hörður Axel Vilhjálmssonvísir/báraHörður: Höldum að við séum orðnir spaðar og erum svo lamdir í andlitið Fyrirliði Keflavíkur Hörður Axel Vilhjálmsson var ekki með svör við því hvað hefði gerst hjá sínu liði í kvöld. „Ég bara veit það ekki, ef ég vissi það hefum við lagað það á einhverjum tímapunkti í leiknum,“ sagði Hörður. „Við vorum rosalega flatir allar 40 mínúturnar og vorum drullulélegir. Á sama tíma voru þeir þrusuflottir og voru að hitta vel.“ „Við vorum ekki að fá neitt út úr sóknarleiknum, varnarlega vorum við flatir og töldum vitlaust, gerðum ekki það sem við ætluðum að gera á móti þeim.“ „Þetta var svipað og í leiknum gegn Grindavík í bikarnum, við höldum að við séum orðnir einhverjir spaðar og erum svo lamdir í andlitið.“ Keflavík þarf að mæta fimmföldum Íslandsmeisturum KR í 8-liða úrslitunum eftir tapið í kvöld og þurfa að hrista þennan leik fljótt af sér. „Ég ætla rétt að vona að við munum hvernig tilfinningin var að spila eins og við höfum engin svör.“ „Þetta var bara þannig að það gekk ekkert upp hjá okkur og gekk mikið upp hjá þeim.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum