Rúmlega tvö hundruð milljóna króna framlag Íslands vegna átakanna í Sýrlandi Heimsljós kynnir 15. mars 2019 14:15 Frá Sýrlandi UNICEF Þriðju Sýrlandsráðstefnunni í Brussel lauk í gær, nákvæmlega átta árum frá upphafi átakanna í Sýrlandi. Hörmungarnar hafa haft í för með sér umfangsmesta flóttamannavanda í heiminum til þessa. Rúmlega fimm og hálf milljón Sýrlendinga hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og flýja til nágrannaríkja. Fulltrúi Íslands á Sýrlandsráðstefnunni ítrekaði fyrirheit stjórnvalda frá síðasta ári um 225 milljóna króna framlag til mannúðarstarfa á þessu ári í tengslum við átökin í Sýrlandi og 250 milljóna króna framlag á næsta ári. Af framlagi Íslands á þessu ári ráðstafar Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) 27 milljónum íslenskra króna og Barnahjálp SÞ (UNICEF) sömu upphæð. Þá ráðstafar Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA) rúmlega tuttugu milljónum króna.Dauðsföll barna flest í fyrra„Það virðist ríkja sá alvarlegi misskilningur að átökin í Sýrlandi séu á hröðu undanhaldi – það er rangt. Börn, sérstaklega á ákveðnum svæðum, eru í jafn mikilli hættu í dag og á síðastliðnum átta árum,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Dagurinn í dag, 15. mars, markar þau sorglegu tímamót að átta ár eru liðin frá því að Sýrlandsstríðið hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, minnir stríðandi aðila og alþjóðasamfélagið enn einu sinni á, að það eru börn Sýrlands sem þjást mest og það er þeirra framtíð sem er í húfi,“ segir í frétt á vef UNICEF. Þar kemur fram að árið 2018 hafi verið það mannskæðasta fyrir börn í sögu stríðsins, en á síðasta ári létust 1106 börn í Sýrlandi vegna átakanna. „Þetta eru þau dauðsföll sem Sameinuðu þjóðirnar hafa getað fengið staðfest, og því líklegt að raunverulegur fjöldi látinna barna sé mun hærri. Jarðsprengjur eru ein helsta orsök meiðsla og dauðsfalla barna, en vetrarkuldi og heft aðgengi lækna og hjálparstofnana að ákveðnum svæðum landsins ógna lífi barna á hverjum einasta degi. Á síðasta ári voru auk þess gerðar 262 árásir á skóla og heilsugæslur,“ segir í fréttinni. „Við höfum sérstaklega miklar áhyggjur af ástandinu í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands. Á síðustu vikum hafa um 60 börn látið lífið vegna vaxandi átaka í héraðinu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Aðstæður fjölskyldna í Rukban, við landamæri Jórdaníu, eru skelfilegar þar sem aðgengi hjálparstarfsfólks hefur verið mjög takmarkaður og fólkið sem þar er býr við ömurlegar aðstæður og getur hvergi farið. Nýfædd börn deyja vegna þess að enga læknisþjónustu er að fá,“ segir Bergsteinn. Versnandi skilyrði í Al-Hol flóttamannabúðunum eru einnig mikið áhyggjuefni. Í flóttamannabúðunum búa nú 65.000 manns, þar af 240 fylgdarlaus börn. Flóttamannabúðirnar eru yfirfullar af konum og börnum sem flúðu bardaga í austurhluta landsins, langa vegalengd yfir eyðimörkina. Þau komu þangað bæði vannærð og örmagna. „Það er ótrúlega sorglegt að þurfa að færa þessar fréttir frá Sýrlandi núna áttunda árið í röð. Með hverjum deginum sem líður er verið að ræna milljónir barna barnæsku sinni og óttinn við óvissu framtíðarinnar vofir yfir. Það er löngu orðið tímabært að segja stopp,“ segir Bergsteinn.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Þriðju Sýrlandsráðstefnunni í Brussel lauk í gær, nákvæmlega átta árum frá upphafi átakanna í Sýrlandi. Hörmungarnar hafa haft í för með sér umfangsmesta flóttamannavanda í heiminum til þessa. Rúmlega fimm og hálf milljón Sýrlendinga hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og flýja til nágrannaríkja. Fulltrúi Íslands á Sýrlandsráðstefnunni ítrekaði fyrirheit stjórnvalda frá síðasta ári um 225 milljóna króna framlag til mannúðarstarfa á þessu ári í tengslum við átökin í Sýrlandi og 250 milljóna króna framlag á næsta ári. Af framlagi Íslands á þessu ári ráðstafar Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) 27 milljónum íslenskra króna og Barnahjálp SÞ (UNICEF) sömu upphæð. Þá ráðstafar Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA) rúmlega tuttugu milljónum króna.Dauðsföll barna flest í fyrra„Það virðist ríkja sá alvarlegi misskilningur að átökin í Sýrlandi séu á hröðu undanhaldi – það er rangt. Börn, sérstaklega á ákveðnum svæðum, eru í jafn mikilli hættu í dag og á síðastliðnum átta árum,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Dagurinn í dag, 15. mars, markar þau sorglegu tímamót að átta ár eru liðin frá því að Sýrlandsstríðið hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, minnir stríðandi aðila og alþjóðasamfélagið enn einu sinni á, að það eru börn Sýrlands sem þjást mest og það er þeirra framtíð sem er í húfi,“ segir í frétt á vef UNICEF. Þar kemur fram að árið 2018 hafi verið það mannskæðasta fyrir börn í sögu stríðsins, en á síðasta ári létust 1106 börn í Sýrlandi vegna átakanna. „Þetta eru þau dauðsföll sem Sameinuðu þjóðirnar hafa getað fengið staðfest, og því líklegt að raunverulegur fjöldi látinna barna sé mun hærri. Jarðsprengjur eru ein helsta orsök meiðsla og dauðsfalla barna, en vetrarkuldi og heft aðgengi lækna og hjálparstofnana að ákveðnum svæðum landsins ógna lífi barna á hverjum einasta degi. Á síðasta ári voru auk þess gerðar 262 árásir á skóla og heilsugæslur,“ segir í fréttinni. „Við höfum sérstaklega miklar áhyggjur af ástandinu í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands. Á síðustu vikum hafa um 60 börn látið lífið vegna vaxandi átaka í héraðinu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Aðstæður fjölskyldna í Rukban, við landamæri Jórdaníu, eru skelfilegar þar sem aðgengi hjálparstarfsfólks hefur verið mjög takmarkaður og fólkið sem þar er býr við ömurlegar aðstæður og getur hvergi farið. Nýfædd börn deyja vegna þess að enga læknisþjónustu er að fá,“ segir Bergsteinn. Versnandi skilyrði í Al-Hol flóttamannabúðunum eru einnig mikið áhyggjuefni. Í flóttamannabúðunum búa nú 65.000 manns, þar af 240 fylgdarlaus börn. Flóttamannabúðirnar eru yfirfullar af konum og börnum sem flúðu bardaga í austurhluta landsins, langa vegalengd yfir eyðimörkina. Þau komu þangað bæði vannærð og örmagna. „Það er ótrúlega sorglegt að þurfa að færa þessar fréttir frá Sýrlandi núna áttunda árið í röð. Með hverjum deginum sem líður er verið að ræna milljónir barna barnæsku sinni og óttinn við óvissu framtíðarinnar vofir yfir. Það er löngu orðið tímabært að segja stopp,“ segir Bergsteinn.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent