Fótbolti

Ospina á sjúkrahúsi eftir höfuðhögg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ospina var fluttur af velli rétt fyrir hálfleikinn
Ospina var fluttur af velli rétt fyrir hálfleikinn vísir/getty
David Ospina, markvörður Napóli, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa hnigið niður í miðjum leik Napólí og Udinese í ítölsku Seria A deildinni í kvöld.

Ospina fékk skurð á höfuðið eftir fimm mínútna leik þegar hann lenti í samstuði við Ignacio Pussetto, leikmann Udinese.

Búið var um sár hans og metið sem svo að hann gæti haldið áfram leik. Hins vegar á 42. mínútu leiksins þá féll hann til jarðar án þess að neinn væri nálægt honum.

Var hann borinn af velli og fluttur á sjúkrahús með hraði.

Napólí sagði á Twitter að Ospina hafi farið í myndatöku og ekkert hafi sést þar. Hann verði þó áfram á sjúkrahúsinu yfir nótt.



Ospina er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal en er í láni hjá Napólí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×