May ætlar að biðja um þriggja mánaða frestun Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 18:52 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja fulltrúa Evrópusambandsins um þriggja mánaða frestun á útgöngu Bretlands úr sambandinu. Áform May um að reyna til þrautar að fá þingið til að samþykkja útgöngusamning hennar fór út um þúfur þegar forseti þingsins ákvað að hún fengi ekki að leggja samninginn fram óbreyttan. Útgöngusamningnum hefur verið hafnað í tvígang með afgerandi meirihluta á breska þinginu, síðast í síðustu viku. Þingmenn samþykktu ennfremur að fresta útgöngunni um ótiltekinn tíma nema samningur yrði samþykktur fyrir 20. mars. Til stóð að Bretar gengju úr sambandinu 29. mars. May ætlaði því að leggja útgöngusamninginn fyrir þingið aftur í dag í þeirri von að einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði gegn honum í síðustu viku skiptu um skoðun nú þegar útlit er fyrir að útgöngunni verði frestað. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, hleypti þeim áformum May upp í gær þegar hann sagði að þingsköp leyfðu ekki að sama þingmál væri lagt fram óbreytt oftar en einu sinni.Reuters-fréttastofan segir að May hafi í dag unnið að bréfi til Donalds Tusk, forseta Evrópuráðsins, þar sem hún óskar eftir að útgöngunni verði frestað. Talsmaður forsætisráðherrans vildi ekki upplýsa um hversu langan frest hún ætlaði að biðja um. Hún hefur áður sagt að samþykkti þingið ekki samning hennar óskaði hún eftir frestun útgöngunnar fram yfir 30. júní. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja fulltrúa Evrópusambandsins um þriggja mánaða frestun á útgöngu Bretlands úr sambandinu. Áform May um að reyna til þrautar að fá þingið til að samþykkja útgöngusamning hennar fór út um þúfur þegar forseti þingsins ákvað að hún fengi ekki að leggja samninginn fram óbreyttan. Útgöngusamningnum hefur verið hafnað í tvígang með afgerandi meirihluta á breska þinginu, síðast í síðustu viku. Þingmenn samþykktu ennfremur að fresta útgöngunni um ótiltekinn tíma nema samningur yrði samþykktur fyrir 20. mars. Til stóð að Bretar gengju úr sambandinu 29. mars. May ætlaði því að leggja útgöngusamninginn fyrir þingið aftur í dag í þeirri von að einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði gegn honum í síðustu viku skiptu um skoðun nú þegar útlit er fyrir að útgöngunni verði frestað. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, hleypti þeim áformum May upp í gær þegar hann sagði að þingsköp leyfðu ekki að sama þingmál væri lagt fram óbreytt oftar en einu sinni.Reuters-fréttastofan segir að May hafi í dag unnið að bréfi til Donalds Tusk, forseta Evrópuráðsins, þar sem hún óskar eftir að útgöngunni verði frestað. Talsmaður forsætisráðherrans vildi ekki upplýsa um hversu langan frest hún ætlaði að biðja um. Hún hefur áður sagt að samþykkti þingið ekki samning hennar óskaði hún eftir frestun útgöngunnar fram yfir 30. júní.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20
Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47