„Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2019 08:30 Sala hefur verið minnst um allan heim síðustu vikur vísir/getty Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. Mark McKay, sonur Willie, var umboðsmaður Nantes í sölunni á Sala. Willie var sá sem skipulagði flugið fyrir Sala, flugið sem svo hrapaði í Ermasundið með þeim afleiðingum að Sala og flugmaðurinn David Ibbotson létu lífið. „Hann var skilinn eftir einn á hótelherbergi og þurfti að sjá til þess að skipuleggja ferðalagið sjálfur,“ sagði Willie við BBC. Cardiff hefur neitað því og sagði í tilkynningu að „félagið var að skipuleggja flugfar í almennu farþegaflugi fyrir Sala þegar því var hafnað vegna þess að aðrar ráðstafanir höfðu verið gerðar.“ „Cardiff hefur alvarlegar áhyggjur yfir möguleikanum á því að flugferðin hafi verið í leyfisleysi, miðað við þær upplýsingar sem hafa verið gefnar út. Það þarf augljóslega að afla meiri upplýsingum um þetta hræðilega atvik.“Cardiff gerði Sala að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Hann lést áður en hann gat spilað leik með Cardiff.vísir/gettyWillie McKay er ekki lengur með umboðsmannaleyfi en hann segist hafa komið á málinu því sonur hans hafi beðið um hjálp. McKay sagðist hafa skipulagt flug Sala í gegnum David Henderson, reynslumikinn flugmann sem hafi oft flogið með leikmenn fyrir hann um alla Evrópu. Hann átti hins vegar ekki flugvélina né vissi hann hvaða flugmann Henderson fengi í verkið. „Það var enginn í Cardiff að gera neitt. Þetta var hálf vandræðalegt fyrri þá. Þeir kaupa leikmenn fyrir 17 milljónir evra og skilja hann svo eftir uppi á hóteli þar sem hann þarf að leita sér að flugi sjálfur,“ sagði McKay. „Hegðun þeirra til þessa hefur verið til skammar.“ Í janúar sagði talsmaður Cardiff BBC frá því að félagið ætti ekki einkaflugvél og því hefði félagið ekki geta séð um flugið fyrir Sala frá Nantes. Síðustu vikur hefur það verið dregið í efa að Ibbotson hafi verið með flugmannsréttindi og í þessari viku kom út skýrsla sem sagði hann ekki hafa haft leyfi fyrir almennum farþegaflugum. Því hafi hann aðeins mátt fljúga farþegum innan Evrópusambandsins ef hann deildi kostnaðinum með farþeganum (e. cost-sharing basis). Willie McKay sagði að hann hefði borgað það verð sem Henderson rukkaði fyrir flugið, Sala borgaði ekkert. Emiliano Sala Enski boltinn Tengdar fréttir Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira
Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. Mark McKay, sonur Willie, var umboðsmaður Nantes í sölunni á Sala. Willie var sá sem skipulagði flugið fyrir Sala, flugið sem svo hrapaði í Ermasundið með þeim afleiðingum að Sala og flugmaðurinn David Ibbotson létu lífið. „Hann var skilinn eftir einn á hótelherbergi og þurfti að sjá til þess að skipuleggja ferðalagið sjálfur,“ sagði Willie við BBC. Cardiff hefur neitað því og sagði í tilkynningu að „félagið var að skipuleggja flugfar í almennu farþegaflugi fyrir Sala þegar því var hafnað vegna þess að aðrar ráðstafanir höfðu verið gerðar.“ „Cardiff hefur alvarlegar áhyggjur yfir möguleikanum á því að flugferðin hafi verið í leyfisleysi, miðað við þær upplýsingar sem hafa verið gefnar út. Það þarf augljóslega að afla meiri upplýsingum um þetta hræðilega atvik.“Cardiff gerði Sala að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Hann lést áður en hann gat spilað leik með Cardiff.vísir/gettyWillie McKay er ekki lengur með umboðsmannaleyfi en hann segist hafa komið á málinu því sonur hans hafi beðið um hjálp. McKay sagðist hafa skipulagt flug Sala í gegnum David Henderson, reynslumikinn flugmann sem hafi oft flogið með leikmenn fyrir hann um alla Evrópu. Hann átti hins vegar ekki flugvélina né vissi hann hvaða flugmann Henderson fengi í verkið. „Það var enginn í Cardiff að gera neitt. Þetta var hálf vandræðalegt fyrri þá. Þeir kaupa leikmenn fyrir 17 milljónir evra og skilja hann svo eftir uppi á hóteli þar sem hann þarf að leita sér að flugi sjálfur,“ sagði McKay. „Hegðun þeirra til þessa hefur verið til skammar.“ Í janúar sagði talsmaður Cardiff BBC frá því að félagið ætti ekki einkaflugvél og því hefði félagið ekki geta séð um flugið fyrir Sala frá Nantes. Síðustu vikur hefur það verið dregið í efa að Ibbotson hafi verið með flugmannsréttindi og í þessari viku kom út skýrsla sem sagði hann ekki hafa haft leyfi fyrir almennum farþegaflugum. Því hafi hann aðeins mátt fljúga farþegum innan Evrópusambandsins ef hann deildi kostnaðinum með farþeganum (e. cost-sharing basis). Willie McKay sagði að hann hefði borgað það verð sem Henderson rukkaði fyrir flugið, Sala borgaði ekkert.
Emiliano Sala Enski boltinn Tengdar fréttir Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira
Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30
Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30
Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00