Íslendingur opnar brugghús í Úganda Heimsljós kynnir 4. mars 2019 14:00 Páll, lengst til hægri, ásamt Adam Cameron og Deo Guyala aðstoðarbruggmeistara. Páll Kvaran, Íslendingur búsettur í Úganda, vinnur nú að því að opna brugghús þar í landi ásamt kanadískum samstarfsmanni. Páll hefur búið í Úganda í um sjö ár og unnið að beinni þróunarsamvinnu með frjálsum félagasamtökum og alþjóðastofnunum í nærri tíu ár, fyrst sem starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala. Páll hefur helst einbeitt sér að einkageiranum, það er aðgengi að lánum fyrir fjárfestingum og atvinnusköpun í landbúnaði. Að sama skapi segir hann bruggið vera atvinnuskapandi.„Við erum með fólk í vinnu og smábændur rækta byggið sem við notum og fá greitt meira fyrir en aðrar afurðir sem þeir gætu ræktað,“ segir Páll. „Að mínu mati er munurinn því ekki mikill. Afríkumarkaðurinn er ört stækkandi og hér eru gríðarleg fjárfestingatækifæri. Í Kenía, á næsta bæ við Úganda, eru til að mynda fleiri en tíu minni brugghús en ekkert hér. Það að vera fyrstur inn á markað er auðvitað dýrmætt. Með ört stækkandi neyslugetu hér er hægt að segja sömu sögu af fleiri geirum, sérstaklega þegar kemur að innlent framleiddri neysluvöru. Tækifærin eru gríðarleg.“ Brugghúsið kallast 'Banange' sem er algeng upphrópun á Lúganda, algengasta tungumáli Úganda. Að sögn Páls þýðir það eitthvað í ætt við „Jeminn almáttugur“, án þess að vera með trúarlegar skírskotanir. „Við stefnum á að brugga um 12 þúsund lítra af kraftbjór á mánuði til að byrja með,“ heldur Páll áfram. „Við erum með um 15 fjárfesta á bakvið okkur, blanda af Úgandabúum úr ýmsum geirum og fólki sem hefur búið hér í lengri tíma og komið á fót ýmsum sprotafyrirtækjum tengdum þróunarmálum.“ Páll segist stefna á útflutning í framtíðinni. „Hér er að finna gríðarlega mikið af ódýrum hágæða ávöxtum á borð við mangó, ananas, kókoshnetur, banana og fleira. Þetta hráefni notuð við í ýmsa áhugaverða bjóra sem geta verið samkeppnishæfir á erlendum markaði þrátt fyrir útflutningskostnað,“ fullyrðir hann. „Í þessu samhengi erum við að skipuleggja samstarf við samvinnufélög smábænda sem rækta bygg fyrir okkur. Útflutningur myndi gera okkur kleift að greiða þeim enn hærra verð fyrir afurðirnar. Útkoman verður nokkurs konar „beint frá býli“ bjór, sem gerir fólki mögulegt að kynnast því hvaðan hráefnin sem notuð eru koma.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Páll Kvaran, Íslendingur búsettur í Úganda, vinnur nú að því að opna brugghús þar í landi ásamt kanadískum samstarfsmanni. Páll hefur búið í Úganda í um sjö ár og unnið að beinni þróunarsamvinnu með frjálsum félagasamtökum og alþjóðastofnunum í nærri tíu ár, fyrst sem starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala. Páll hefur helst einbeitt sér að einkageiranum, það er aðgengi að lánum fyrir fjárfestingum og atvinnusköpun í landbúnaði. Að sama skapi segir hann bruggið vera atvinnuskapandi.„Við erum með fólk í vinnu og smábændur rækta byggið sem við notum og fá greitt meira fyrir en aðrar afurðir sem þeir gætu ræktað,“ segir Páll. „Að mínu mati er munurinn því ekki mikill. Afríkumarkaðurinn er ört stækkandi og hér eru gríðarleg fjárfestingatækifæri. Í Kenía, á næsta bæ við Úganda, eru til að mynda fleiri en tíu minni brugghús en ekkert hér. Það að vera fyrstur inn á markað er auðvitað dýrmætt. Með ört stækkandi neyslugetu hér er hægt að segja sömu sögu af fleiri geirum, sérstaklega þegar kemur að innlent framleiddri neysluvöru. Tækifærin eru gríðarleg.“ Brugghúsið kallast 'Banange' sem er algeng upphrópun á Lúganda, algengasta tungumáli Úganda. Að sögn Páls þýðir það eitthvað í ætt við „Jeminn almáttugur“, án þess að vera með trúarlegar skírskotanir. „Við stefnum á að brugga um 12 þúsund lítra af kraftbjór á mánuði til að byrja með,“ heldur Páll áfram. „Við erum með um 15 fjárfesta á bakvið okkur, blanda af Úgandabúum úr ýmsum geirum og fólki sem hefur búið hér í lengri tíma og komið á fót ýmsum sprotafyrirtækjum tengdum þróunarmálum.“ Páll segist stefna á útflutning í framtíðinni. „Hér er að finna gríðarlega mikið af ódýrum hágæða ávöxtum á borð við mangó, ananas, kókoshnetur, banana og fleira. Þetta hráefni notuð við í ýmsa áhugaverða bjóra sem geta verið samkeppnishæfir á erlendum markaði þrátt fyrir útflutningskostnað,“ fullyrðir hann. „Í þessu samhengi erum við að skipuleggja samstarf við samvinnufélög smábænda sem rækta bygg fyrir okkur. Útflutningur myndi gera okkur kleift að greiða þeim enn hærra verð fyrir afurðirnar. Útkoman verður nokkurs konar „beint frá býli“ bjór, sem gerir fólki mögulegt að kynnast því hvaðan hráefnin sem notuð eru koma.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent