Handbolti

Seinni bylgjan: Arnar og Dagur svara fimm spurningum um framtíð handboltans

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnar Pétursson og Dagur Sigurðsson voru sérfræðingar síðasta þáttar.
Arnar Pétursson og Dagur Sigurðsson voru sérfræðingar síðasta þáttar. mynd/stöð 2 Sport
Ýmsar hugmyndir hafa verið á lofti um breytingar á handboltareglunum á undanförnum misserum en skrifað hefur verið um það að undanförnu að evrópska handknattleikssambandið í samstarfi við Alþjóðasambandið ætli að ræða áhugaverðar breytingar við stærstu félög Evrópu á næstu mánuðum.

Þetta eru hugmyndir eins og skotklukka sem oft hefur verið rædd, hvort eigi að gefa tvö mörk fyrir skot af níu metrum og hvort ekki megi skipta inn á leikmönnum nema bara í sókn til þess að geta ekki notast við varnarsérfræðingana.

Það sem menn eru hrifnastir af er að hætta með miðju í handbolta til að auka hraðann og að þjálfarar geti véfengt dóma og fengið að skoða á myndbandi svipað og í NFL.

Arnar Pétursson, fyrrverandi þjálfari ÍBV sem vann þrennuna á síðasta ári, og Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan og fyrrverandi þjálfari Evrópumeistara Þýskalands, fóru yfir þessar fimm hugmyndir í sérstakri hátíðarútgáfu Lokaskotsins í Seinni bylgjunni síðasta föstudag.

Umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið 17. umferð

Tengdar fréttir

Gullkistan: Varði átta víti í einum leik

Það vakti mikla lukku þegar Sebastian Alexandersson tók fram markmannsskóna í leik FH og ÍR í Olísdeild karla um síðustu helgi. Frammistaða hans var hins vegar kannski ekki sú besta, enda kominn til ára sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×