Brekka hjá Fjölni en jafnt hinum megin Hjörvar Ólafsson skrifar 8. mars 2019 15:30 Kristján Orri Jóhannsson úr ÍR með Ásbjörn Friðriksson á eftir sér. fréttablaðið Það ræðst í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Coca-Cola-bikarnum í handbolta karla. Fjölnir ræðst á ansi háan garð þegar liðið mætir Val í fyrri leiknum klukkan 18.00 og FH og ÍR bítast um seinna sætið í úrslitaleiknum klukkan 20.15. Fréttablaðið fékk Stefán Árnason, þjálfara KA, til þess að rýna í þessa tvo leiki. „Þetta verður talsvert brött brekka hjá Fjölni þar sem er gæðamunurinn á milli liðanna í Grill 66-deildinni og Olísdeildinni er mjög mikill. Valsvörnin er feikilega sterk og liðið hefur verið að halda liðum í Olísdeildinni undir 20 mörkum og það er hætt við því að Fjölnir lendi á vegg. Þeirra upplegg verður líklega að reyna að halda leiknum jöfnum eins lengi og mögulegt er, spila langar og skynsamlega útfærðar sóknir og fá upp góða vörn og markvörslu,“ segir Stefán um fyrri leikinn. „Valur mun hins vegar reyna að klára leikinn í fyrri hálfleik þannig að liðið geti hvílt lykilleikmenn sína þegar líða tekur á leikinn. Þeir eru gríðarlega faglegir í allri sinni nálgun á leiki þannig að ég er ekki hræddur um fyrir þeirra hönd að þeir muni vanmeta andstæðing sinn. Þrátt fyrir að meiðsli hafi herjað á leikmannahóp þeirra þá er hópurinn stór og ræður vel við það,“ segir hann um Valsliðið. „Það er líklegra að hinn verði mjög spennandi og ég myndi segja að bæði lið eigi jafn mikinn möguleika á að vinna þrátt fyrir að FH sé ofar í deildinni. ÍR hefur verið að endurheimta sína lykilleikmenn úr meiðslum á meðan þeir leikmenn FH sem hafa verið að glíma við meiðsli eru annaðhvort enn meiddir eða nýskriðnir úr meiðslum. FH sýndi það hins vegar á móti Aftureldingu í átta liða úrslitunum og í fleiri leikjum í deildinni að liðið getur vel spjarað sig þrátt fyrir að lykilleikmenn vanti,“ segir hann um seinni leikinn. „Ásbjörn Friðriksson og skipulagður sóknarleikurinn verður lykillinn að því ef FH vinnur en hinum megin þarf Björgvin Hólmgeirsson að eiga góðan leik. Stephen Nielsen þarf svo að eiga góðan leik í marki ÍR ef vel á að fara. Þetta verður mikil refskák á milli þjálfaranna sem eru báðir klókir. ÍR mun byrja í 6-0 vörninni sinni en Bjarni er líklega að æfa leiðir til þess að koma Ásbirni út úr leiknum. Halldór Jóhann er líklega að impra á því að leikmenn leiki samkvæmt því skipulagi sem hann setur upp og sóknarleikurinn verði agaður,“ segir Stefán. Íslenski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Coca-Cola-bikarnum í handbolta karla. Fjölnir ræðst á ansi háan garð þegar liðið mætir Val í fyrri leiknum klukkan 18.00 og FH og ÍR bítast um seinna sætið í úrslitaleiknum klukkan 20.15. Fréttablaðið fékk Stefán Árnason, þjálfara KA, til þess að rýna í þessa tvo leiki. „Þetta verður talsvert brött brekka hjá Fjölni þar sem er gæðamunurinn á milli liðanna í Grill 66-deildinni og Olísdeildinni er mjög mikill. Valsvörnin er feikilega sterk og liðið hefur verið að halda liðum í Olísdeildinni undir 20 mörkum og það er hætt við því að Fjölnir lendi á vegg. Þeirra upplegg verður líklega að reyna að halda leiknum jöfnum eins lengi og mögulegt er, spila langar og skynsamlega útfærðar sóknir og fá upp góða vörn og markvörslu,“ segir Stefán um fyrri leikinn. „Valur mun hins vegar reyna að klára leikinn í fyrri hálfleik þannig að liðið geti hvílt lykilleikmenn sína þegar líða tekur á leikinn. Þeir eru gríðarlega faglegir í allri sinni nálgun á leiki þannig að ég er ekki hræddur um fyrir þeirra hönd að þeir muni vanmeta andstæðing sinn. Þrátt fyrir að meiðsli hafi herjað á leikmannahóp þeirra þá er hópurinn stór og ræður vel við það,“ segir hann um Valsliðið. „Það er líklegra að hinn verði mjög spennandi og ég myndi segja að bæði lið eigi jafn mikinn möguleika á að vinna þrátt fyrir að FH sé ofar í deildinni. ÍR hefur verið að endurheimta sína lykilleikmenn úr meiðslum á meðan þeir leikmenn FH sem hafa verið að glíma við meiðsli eru annaðhvort enn meiddir eða nýskriðnir úr meiðslum. FH sýndi það hins vegar á móti Aftureldingu í átta liða úrslitunum og í fleiri leikjum í deildinni að liðið getur vel spjarað sig þrátt fyrir að lykilleikmenn vanti,“ segir hann um seinni leikinn. „Ásbjörn Friðriksson og skipulagður sóknarleikurinn verður lykillinn að því ef FH vinnur en hinum megin þarf Björgvin Hólmgeirsson að eiga góðan leik. Stephen Nielsen þarf svo að eiga góðan leik í marki ÍR ef vel á að fara. Þetta verður mikil refskák á milli þjálfaranna sem eru báðir klókir. ÍR mun byrja í 6-0 vörninni sinni en Bjarni er líklega að æfa leiðir til þess að koma Ásbirni út úr leiknum. Halldór Jóhann er líklega að impra á því að leikmenn leiki samkvæmt því skipulagi sem hann setur upp og sóknarleikurinn verði agaður,“ segir Stefán.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti