Kvennafangelsi verður breytt í ódýrar íbúðir Sylvía Hall skrifar 9. mars 2019 10:18 Holloway fangelsið. Vísir/AP Kvennafangelsið Holloway í norðurhluta Lundúnaborgar var selt íbúðafélaginu Peabody á föstudag fyrir tæplega 82 milljónir punda. Upphæðin nemur um 13 milljörðum íslenskra króna. Guardian greinir frá. Fangelsið var fyrsta kvennafangelsið í Bretlandi þegar það opnaði árið 1902 og var lengi það stærsta í vesturhluta Evrópu áður en það lokaði 2016 eftir að aðstæður þar voru metnar óviðunandi. Íbúðafélagið áætlar að breyta fangelsinu í þúsund íbúðir og hefur tilkynnt að meirihluti íbúðanna verði á hagstæðu verði. Um 70% ódýru íbúðanna verði leiguíbúðir og verður verð þeirra miðað við tekjur íbúanna. Kaupin á fangelsinu voru að hluta til fjármögnuð með láni úr sjóði á vegum borgarstjóra Lundúna og segir hann hið „byltingarkennda“ lán tryggja að stærsti hluti íbúðanna verði á viðráðanlegu verði. Jafnframt segir hann framkvæmdirnar sýna hvað hægt sé að gera á svæðum borgarinnar þrátt fyrir takmarkaðar valdheimildir. Dómsmálaráðuneyti landsins hefur reynt að selja fangelsið frá því að það lokaði árið 2016 og segir Rory Stewart, fangelsismálaráðherra, að ágóði sölunnar muni gera ráðuneytinu kleift að gera umbætur á þeim fangelsum sem eru komin til ára sinna. Áætlað er að hefja framkvæmdir árið 2022 og er stefnt að því að ljúka þeim árið 2026. Í skipulagi fyrir íbúðirnar er gert ráð fyrir kvennaathvarfi, grænum svæðum og leiksvæðum fyrir börn. Bretland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Kvennafangelsið Holloway í norðurhluta Lundúnaborgar var selt íbúðafélaginu Peabody á föstudag fyrir tæplega 82 milljónir punda. Upphæðin nemur um 13 milljörðum íslenskra króna. Guardian greinir frá. Fangelsið var fyrsta kvennafangelsið í Bretlandi þegar það opnaði árið 1902 og var lengi það stærsta í vesturhluta Evrópu áður en það lokaði 2016 eftir að aðstæður þar voru metnar óviðunandi. Íbúðafélagið áætlar að breyta fangelsinu í þúsund íbúðir og hefur tilkynnt að meirihluti íbúðanna verði á hagstæðu verði. Um 70% ódýru íbúðanna verði leiguíbúðir og verður verð þeirra miðað við tekjur íbúanna. Kaupin á fangelsinu voru að hluta til fjármögnuð með láni úr sjóði á vegum borgarstjóra Lundúna og segir hann hið „byltingarkennda“ lán tryggja að stærsti hluti íbúðanna verði á viðráðanlegu verði. Jafnframt segir hann framkvæmdirnar sýna hvað hægt sé að gera á svæðum borgarinnar þrátt fyrir takmarkaðar valdheimildir. Dómsmálaráðuneyti landsins hefur reynt að selja fangelsið frá því að það lokaði árið 2016 og segir Rory Stewart, fangelsismálaráðherra, að ágóði sölunnar muni gera ráðuneytinu kleift að gera umbætur á þeim fangelsum sem eru komin til ára sinna. Áætlað er að hefja framkvæmdir árið 2022 og er stefnt að því að ljúka þeim árið 2026. Í skipulagi fyrir íbúðirnar er gert ráð fyrir kvennaathvarfi, grænum svæðum og leiksvæðum fyrir börn.
Bretland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira