Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri Arnar Geir Halldórsson í KA-heimilinu á Akureyri skrifar 24. febrúar 2019 20:45 Sveinbjörn var frábær í kvöld. Vísir/Bára KA fékk Stjörnuna í heimsókn í Olís-deild karla í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í hörkubaráttu um að komast í úrslitakeppnina. Garðbæingar komu ákveðnir til leiks og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en KA-menn svöruðu af krafti og komust í 6-4 þegar Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, tók fyrsta leikhlé leiksins. Í kjölfarið náðu Stjörnumenn undirtökunum í leiknum og náðu mest þriggja marka forystu, 8-11. KA-menn skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og staðan jöfn í leikhléi, 13-13. Jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en Stjörnumenn virtust ætla að sigla fram úr um miðbik hálfleiksins. Staðan 20-23 fyrir Stjörnunni þegar 12 mínútur lifðu leiks. KA-menn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og náðu þess í stað að jafna í stöðuna 24-24. Úr urðu dramatískar lokamínútur þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna og fór að lokum svo að þau skildu jöfn, 28-28 eftir að Áki Egilsnes skoraði síðasta mark leiksins af vítalínunni, átta sekúndum fyrir leikslok.Afhverju varð jafntefli? Liðin eru jöfn að stigum í töflunni og liðin virðast hreinlega nokkuð jöfn að getu. Leikurinn var þó sveiflukenndur og voru Garðbæingar lengur í forystu. Miðað við gang leiksins verða úrslitin að teljast sanngjörn.Bestu menn vallarins Auðvelt val. Markmennirnir. Jovan Kukobat var langbesti maður KA. Varði hátt í tuttugu skot, þar af þrjú vítaköst og mörg önnur dauðafæri. Leikstjórnandinn Jóhann Einarsson á líka skilið lof, kom með ferskan blæ í sóknarleik KA þegar öll sund virtust lokuð. Sveinbjörn Pétursson var langbesti maður Stjörnunnar. Varði hátt í tuttugu skot og var með stórskyttur KA í vasanum á löngum stundum. Líkt og hjá KA var ungur og bráðefnilegur leikstjórnandi sem steig upp á mikilvægum augnablikum fyrir Stjörnuna, hinn sextán ára gamli Andri Már Rúnarsson.Hvað gekk illa?Framkvæmd leiksins. Glórulaust atvik á mikilvægu augnabliki þegar Stjarnan þurfti að taka sama vítakastið tvisvar vegna mistaka á ritaraborðinu. Flautan gall, af einhverjum undarlegum ástæðum, í þann mund sem Garðar Benedikt skoraði framhjá Jovan Kukobat. Stjörnumenn voru æfir yfir þessu, eðlilega þar sem Jovan hafði reynst þeim erfiður á vítapunktinum. Pirringur Garðbæinga eðlilegur þar sem þetta var afar klaufalegt. Sem betur fer fyrir ritaraborðið skoraði Stjarnan þó úr endurtekna vítakastinu. Annars hefði allt soðið upp úr. Enginn eftirlitsmaður frá HSÍ var á svæðinu í þessum leik sem verður að teljast sérstakt í ljósi mikilvægi leiksins. Sama var upp á teningnum í fallbaráttuslag Akureyrar og Fram sem fram fór á Akureyri í gær.Hvað er næst? KA er á leiðinni í enn einn fjögurra stiga leikinn þar sem þeir heimsækja ÍR-inga í Austurbergið næstkomandi fimmtudag. Stjarnan fær Hauka í heimsókn á sama tíma. Rúnar: Ekki hlutlaus framkvæmd á leikRúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með jafnteflið. „Þetta er tapað stig. Við náum ekki að klára leikinn nógu snemma. Við klikkum á of mörgum dauðafærum. Það eru allt of mörg vítaköst að fara í súginn, skot úr hornum og af línu. Við erum að spila okkur fría en náum ekki að klára færin og þar af leiðandi náum við ekki að búa til forskot á þá.“ „Ég er ánægður með að menn köstuðu ekki inn handklæðinu þó það hafi blásið á móti. Við vorum að fá tvær mínútur á okkur fyrir peysutog en ekki þeir svo það var smá mótlæti,“ sagði Rúnar. Hann var hreint ekki sáttur með atvikið þegar Garðar Benedikt þurfti að skora tvívegis framhjá Jovan til að fá markið gilt. Engin útskýring var gefin fyrir því að flautan gall. „Við skorum úr crucial víti og það er látið klukkuna skipta sér af þessu. Þetta er náttúrulega ekki hlutlaus framkvæmd á leik,“ sagði Rúnar sem lenti í orðaskaki við starfsmenn leiksins í kjölfarið. Hvað fór þeim í milli? „Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðaborðinu en ég vísa þessu bara til föðurhúsanna. Þetta er búið og gert og ég tek það ekki af KA-liðinu að þeir börðust og létu okkur hafa fyrir þessu. Þetta var hörkuleikur og hér fengu allir eitthvað fyrir peninginn þó ég hefði viljað fá tvö stig,“ sagði Rúnar sem vildi greinilega ekki gera mjög mikið úr atvikinu. En hvað gerði þetta stig fyrir framhaldið hjá Stjörnunni? „Munurinn hjá okkur var að við gáfumst ekki upp. Við tökum það með okkur og ef við náum að taka það eitthvað lengra er það mjög jákvætt fyrir okkur. Við erum í þeirri stöðu, eins og KA, þetta er spurning um að komast í úrslitakeppni en þetta getur líka verið spurning um fall. Við erum að berjast á mjög breiðu svæði og hver leikur skiptir gríðarlegu máli,“ sagði Rúnar. Stefán Árnason: Drullusvekktur að hafa ekki unnið leikinnStefán Rúnar Árnasonvísir/báraStefán Árnason, þjálfari KA, var sömuleiðis svekktur með niðurstöðuna en stoltur af sínu liði. „Ég er eiginlega bara drullusvekktur að hafa ekki unnið leikinn. Mér fannst við hafa færi á því. Við ætluðum okkur sigur og maður er óhress með að það gangi ekki eftir en hins vegar er ég stoltur af liðinu. Þeir lögðu sig fram,“ segir Stefán. Hann segir liðið ekki vera búið að kveða niður falldrauginn. Enn þurfi nokkur stig í viðbót en KA-liðið er fimm stigum frá fallsvæðinu eftir þennan leik. „Baráttan heldur bara áfram og fyrir okkur snýst þetta bara um að toga í eins mörg stig og við mögulega getum. Við vitum að við þurfum að bæta við okkur stigum til að tryggja veru okkar í deildinni og við þurfum að tryggja það fyrst áður en við ætlum að stefna eitthvað lengra,“ segir Stefán. Hvað var hann helst ánægður með í spilamennsku liðsins? „Ef við spilum eins og við gerðum í dag munum við næla í fleiri stig. Á löngum köflum var sóknarleikurinn vel útfærður. Það var mikil framför frá Gróttuleiknum. 3-2-1 varnarleikurinn var mjög góður og svo var karakterinn til fyrirmyndar. Við óttuðumst ekkert og getum verið ánægðir með það,“ segir Stefán en KA-menn fá stutta hvíld fyrir næsta leik sem er gegn ÍR næstkomandi fimmtudag. „Það er ekkert mál. Þetta er aðeins nýtt því við fáum vanalega lengri tíma á milli leikja. Það er bara skemmtilegt verkefni að taka leik á fimmtudag. Við tökum því rólega á morgun og byrjum svo á þriðjudag að undirbúa okkur fyrir leikinn á móti ÍR,“ sagði Stefán að lokum. Olís-deild karla
KA fékk Stjörnuna í heimsókn í Olís-deild karla í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í hörkubaráttu um að komast í úrslitakeppnina. Garðbæingar komu ákveðnir til leiks og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en KA-menn svöruðu af krafti og komust í 6-4 þegar Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, tók fyrsta leikhlé leiksins. Í kjölfarið náðu Stjörnumenn undirtökunum í leiknum og náðu mest þriggja marka forystu, 8-11. KA-menn skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og staðan jöfn í leikhléi, 13-13. Jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en Stjörnumenn virtust ætla að sigla fram úr um miðbik hálfleiksins. Staðan 20-23 fyrir Stjörnunni þegar 12 mínútur lifðu leiks. KA-menn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og náðu þess í stað að jafna í stöðuna 24-24. Úr urðu dramatískar lokamínútur þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna og fór að lokum svo að þau skildu jöfn, 28-28 eftir að Áki Egilsnes skoraði síðasta mark leiksins af vítalínunni, átta sekúndum fyrir leikslok.Afhverju varð jafntefli? Liðin eru jöfn að stigum í töflunni og liðin virðast hreinlega nokkuð jöfn að getu. Leikurinn var þó sveiflukenndur og voru Garðbæingar lengur í forystu. Miðað við gang leiksins verða úrslitin að teljast sanngjörn.Bestu menn vallarins Auðvelt val. Markmennirnir. Jovan Kukobat var langbesti maður KA. Varði hátt í tuttugu skot, þar af þrjú vítaköst og mörg önnur dauðafæri. Leikstjórnandinn Jóhann Einarsson á líka skilið lof, kom með ferskan blæ í sóknarleik KA þegar öll sund virtust lokuð. Sveinbjörn Pétursson var langbesti maður Stjörnunnar. Varði hátt í tuttugu skot og var með stórskyttur KA í vasanum á löngum stundum. Líkt og hjá KA var ungur og bráðefnilegur leikstjórnandi sem steig upp á mikilvægum augnablikum fyrir Stjörnuna, hinn sextán ára gamli Andri Már Rúnarsson.Hvað gekk illa?Framkvæmd leiksins. Glórulaust atvik á mikilvægu augnabliki þegar Stjarnan þurfti að taka sama vítakastið tvisvar vegna mistaka á ritaraborðinu. Flautan gall, af einhverjum undarlegum ástæðum, í þann mund sem Garðar Benedikt skoraði framhjá Jovan Kukobat. Stjörnumenn voru æfir yfir þessu, eðlilega þar sem Jovan hafði reynst þeim erfiður á vítapunktinum. Pirringur Garðbæinga eðlilegur þar sem þetta var afar klaufalegt. Sem betur fer fyrir ritaraborðið skoraði Stjarnan þó úr endurtekna vítakastinu. Annars hefði allt soðið upp úr. Enginn eftirlitsmaður frá HSÍ var á svæðinu í þessum leik sem verður að teljast sérstakt í ljósi mikilvægi leiksins. Sama var upp á teningnum í fallbaráttuslag Akureyrar og Fram sem fram fór á Akureyri í gær.Hvað er næst? KA er á leiðinni í enn einn fjögurra stiga leikinn þar sem þeir heimsækja ÍR-inga í Austurbergið næstkomandi fimmtudag. Stjarnan fær Hauka í heimsókn á sama tíma. Rúnar: Ekki hlutlaus framkvæmd á leikRúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með jafnteflið. „Þetta er tapað stig. Við náum ekki að klára leikinn nógu snemma. Við klikkum á of mörgum dauðafærum. Það eru allt of mörg vítaköst að fara í súginn, skot úr hornum og af línu. Við erum að spila okkur fría en náum ekki að klára færin og þar af leiðandi náum við ekki að búa til forskot á þá.“ „Ég er ánægður með að menn köstuðu ekki inn handklæðinu þó það hafi blásið á móti. Við vorum að fá tvær mínútur á okkur fyrir peysutog en ekki þeir svo það var smá mótlæti,“ sagði Rúnar. Hann var hreint ekki sáttur með atvikið þegar Garðar Benedikt þurfti að skora tvívegis framhjá Jovan til að fá markið gilt. Engin útskýring var gefin fyrir því að flautan gall. „Við skorum úr crucial víti og það er látið klukkuna skipta sér af þessu. Þetta er náttúrulega ekki hlutlaus framkvæmd á leik,“ sagði Rúnar sem lenti í orðaskaki við starfsmenn leiksins í kjölfarið. Hvað fór þeim í milli? „Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðaborðinu en ég vísa þessu bara til föðurhúsanna. Þetta er búið og gert og ég tek það ekki af KA-liðinu að þeir börðust og létu okkur hafa fyrir þessu. Þetta var hörkuleikur og hér fengu allir eitthvað fyrir peninginn þó ég hefði viljað fá tvö stig,“ sagði Rúnar sem vildi greinilega ekki gera mjög mikið úr atvikinu. En hvað gerði þetta stig fyrir framhaldið hjá Stjörnunni? „Munurinn hjá okkur var að við gáfumst ekki upp. Við tökum það með okkur og ef við náum að taka það eitthvað lengra er það mjög jákvætt fyrir okkur. Við erum í þeirri stöðu, eins og KA, þetta er spurning um að komast í úrslitakeppni en þetta getur líka verið spurning um fall. Við erum að berjast á mjög breiðu svæði og hver leikur skiptir gríðarlegu máli,“ sagði Rúnar. Stefán Árnason: Drullusvekktur að hafa ekki unnið leikinnStefán Rúnar Árnasonvísir/báraStefán Árnason, þjálfari KA, var sömuleiðis svekktur með niðurstöðuna en stoltur af sínu liði. „Ég er eiginlega bara drullusvekktur að hafa ekki unnið leikinn. Mér fannst við hafa færi á því. Við ætluðum okkur sigur og maður er óhress með að það gangi ekki eftir en hins vegar er ég stoltur af liðinu. Þeir lögðu sig fram,“ segir Stefán. Hann segir liðið ekki vera búið að kveða niður falldrauginn. Enn þurfi nokkur stig í viðbót en KA-liðið er fimm stigum frá fallsvæðinu eftir þennan leik. „Baráttan heldur bara áfram og fyrir okkur snýst þetta bara um að toga í eins mörg stig og við mögulega getum. Við vitum að við þurfum að bæta við okkur stigum til að tryggja veru okkar í deildinni og við þurfum að tryggja það fyrst áður en við ætlum að stefna eitthvað lengra,“ segir Stefán. Hvað var hann helst ánægður með í spilamennsku liðsins? „Ef við spilum eins og við gerðum í dag munum við næla í fleiri stig. Á löngum köflum var sóknarleikurinn vel útfærður. Það var mikil framför frá Gróttuleiknum. 3-2-1 varnarleikurinn var mjög góður og svo var karakterinn til fyrirmyndar. Við óttuðumst ekkert og getum verið ánægðir með það,“ segir Stefán en KA-menn fá stutta hvíld fyrir næsta leik sem er gegn ÍR næstkomandi fimmtudag. „Það er ekkert mál. Þetta er aðeins nýtt því við fáum vanalega lengri tíma á milli leikja. Það er bara skemmtilegt verkefni að taka leik á fimmtudag. Við tökum því rólega á morgun og byrjum svo á þriðjudag að undirbúa okkur fyrir leikinn á móti ÍR,“ sagði Stefán að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti