Ofursunnudagur á Englandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2019 11:30 City er ríkjandi deildarbikarmeistari getty Manchester City vonast eftir því að landa sínum fyrsta titli á tímabilinu þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley klukkan 16.30 á morgun. Þá verður leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni lokið en stuðningsmenn City fylgjast væntanlega grannt með gangi mála þar enda gætu úrslitin í þeim leik haft mikið að segja í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig, jafn mörg og Liverpool en hagstæðari markatölu. Liverpool hefur hins vegar leikið einum leik færra en City og fái Bítlaborgarliðið stig á Old Trafford fer það á toppinn. Liverpool vann fyrri leikinn gegn United, 3-1, en það reyndist síðasti leikur José Mourinho með Manchester-liðið. Portúgalinn var rekinn tveimur dögum eftir leikinn á Anfield. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og United hefur ekki tapað deildarleik síðan gegn Liverpool, eða í um tvo mánuði. United hefur unnið ellefu af 13 leikjum sínum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum leik. Liverpool hefur bara tapað einum leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn City, og Tottenham er eina liðið sem hefur náð í fleiri stig á útivelli á tímabilinu en Rauði herinn. Liverpool hefur hins vegar ekki unnið leik á Old Trafford síðan 2014. Þá vann Rauði herinn 0-3 sigur.Sjötti titilinn innan seilingar City-menn vonast væntanlega eftir greiða frá grönnum sínum áður en þeir ganga inn á Wembley-leikvanginn þar sem þeir etja kappi við Chelsea. Þessi lið mættust þann tíunda þessa mánaðar og þá vann City stórsigur, 6-0. Sergio Agüero skoraði þrjú markanna en hann hefur verið funheitur að undanförnu. Fyrir utan tap fyrir Newcastle United hefur City verið á fljúgandi siglingu á árinu 2019 og skorað aragrúa marka. Gengi Chelsea hefur hins vegar verið brokkgengt og Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri liðsins, situr í heitu sæti. Chelsea féll úr leik í ensku bikarkeppninni fyrir United á mánudaginn og er komið niður í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart var Chelsea dæmt í félagaskiptabann í gær. City og Chelsea hafa hvort um sig unnið deildabikarinn fimm sinnum. City hefur verið sérstaklega öflugt í þessari keppni á undanförnum árum og unnið deildabikarinn þrisvar sinnum frá 2014. Í fyrra vann liðið Arsenal í úrslitaleik keppninnar, 3-0, og á því titil að verja. Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleika City á að vinna fjórfalt í ár. Strákarnir hans Peps Guardiola gætu nælt í fyrsta titilinn af fjórum mögulegum á morgun. Chelsea varð síðast deildabikarmeistari fyrir fjórum árum. Þetta er í fyrsta sinn sem City og Chelsea mætast í úrslitaleik, annaðhvort bikarkeppninnar eða deildabikarsins. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Manchester City vonast eftir því að landa sínum fyrsta titli á tímabilinu þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley klukkan 16.30 á morgun. Þá verður leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni lokið en stuðningsmenn City fylgjast væntanlega grannt með gangi mála þar enda gætu úrslitin í þeim leik haft mikið að segja í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig, jafn mörg og Liverpool en hagstæðari markatölu. Liverpool hefur hins vegar leikið einum leik færra en City og fái Bítlaborgarliðið stig á Old Trafford fer það á toppinn. Liverpool vann fyrri leikinn gegn United, 3-1, en það reyndist síðasti leikur José Mourinho með Manchester-liðið. Portúgalinn var rekinn tveimur dögum eftir leikinn á Anfield. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og United hefur ekki tapað deildarleik síðan gegn Liverpool, eða í um tvo mánuði. United hefur unnið ellefu af 13 leikjum sínum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum leik. Liverpool hefur bara tapað einum leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn City, og Tottenham er eina liðið sem hefur náð í fleiri stig á útivelli á tímabilinu en Rauði herinn. Liverpool hefur hins vegar ekki unnið leik á Old Trafford síðan 2014. Þá vann Rauði herinn 0-3 sigur.Sjötti titilinn innan seilingar City-menn vonast væntanlega eftir greiða frá grönnum sínum áður en þeir ganga inn á Wembley-leikvanginn þar sem þeir etja kappi við Chelsea. Þessi lið mættust þann tíunda þessa mánaðar og þá vann City stórsigur, 6-0. Sergio Agüero skoraði þrjú markanna en hann hefur verið funheitur að undanförnu. Fyrir utan tap fyrir Newcastle United hefur City verið á fljúgandi siglingu á árinu 2019 og skorað aragrúa marka. Gengi Chelsea hefur hins vegar verið brokkgengt og Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri liðsins, situr í heitu sæti. Chelsea féll úr leik í ensku bikarkeppninni fyrir United á mánudaginn og er komið niður í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart var Chelsea dæmt í félagaskiptabann í gær. City og Chelsea hafa hvort um sig unnið deildabikarinn fimm sinnum. City hefur verið sérstaklega öflugt í þessari keppni á undanförnum árum og unnið deildabikarinn þrisvar sinnum frá 2014. Í fyrra vann liðið Arsenal í úrslitaleik keppninnar, 3-0, og á því titil að verja. Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleika City á að vinna fjórfalt í ár. Strákarnir hans Peps Guardiola gætu nælt í fyrsta titilinn af fjórum mögulegum á morgun. Chelsea varð síðast deildabikarmeistari fyrir fjórum árum. Þetta er í fyrsta sinn sem City og Chelsea mætast í úrslitaleik, annaðhvort bikarkeppninnar eða deildabikarsins.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira