Tæplega þúsund börn féllu í Afganistan á síðasta ári Heimsljós kynnir 25. febrúar 2019 12:00 Ljósmynd frá Afganistan Bilal Sarwary/IRIN Vopnuð átak í Afganistan kostuðu 3800 mannslíf óbreyttra borgara á síðasta ári, segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Af þessum fjölda féllu 927 börn. Þau hafa aldrei verið fleiri meðal látinna á síðustu tíu árum. Rúmlega sjö þúsund borgarar særðust og allar þessar tölur eru til marks um harðnandi átök að mati UNAMA, stofnunar Sameinuðu þjóðanna um Afganistan. Aukið ofbeldi og aukið mannfall er rakið til annars vegar fleiri sjálfsmorðsárása vígasveitar Íslamskra ríkisins, ISKP, og hins vegar til fjölgunar aðgerða í lofti og láði á vegum stjórnarhersins. „Sú staðreynd að aldrei fyrr hafi jafn mörg börn verið drepið er hreint út sagt skelfilegt,“ segir Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.Skýrsla UNAMA er sú tíunda í röðinni um þjáningar afgönsku þjóðarinnar vegna vopnaðra átaka í landinu sem hafa leitt til 32 þúsund ótímabærra dauðsfalla óbreyttra borgara á einum áratug. Tvöfalt fleiri, eða um 60 þúsund manns, hafa særst í átökum á þessum tíma. Afganistan er eitt þriggja áherslulanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ísland veitir framlög beint í aðgerðaáætlun UN Women í Afganistan. Meðal verkefna má nefna stuðning við miðstöðvar fyrir upplýsinga- og fjarskiptatækni og vitundavakningu um Kvennasáttmálann (CEDAW) meðal háskólanema, embættismanna og fulltrúa borgarasamtaka í gegnum vinnustofur og námskeið. Einnig veitir stofnunin ríkistjórninni stuðning við gerð áætlunar um og eftirlit við framkvæmd ályktunar um konur, frið og öryggi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent
Vopnuð átak í Afganistan kostuðu 3800 mannslíf óbreyttra borgara á síðasta ári, segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Af þessum fjölda féllu 927 börn. Þau hafa aldrei verið fleiri meðal látinna á síðustu tíu árum. Rúmlega sjö þúsund borgarar særðust og allar þessar tölur eru til marks um harðnandi átök að mati UNAMA, stofnunar Sameinuðu þjóðanna um Afganistan. Aukið ofbeldi og aukið mannfall er rakið til annars vegar fleiri sjálfsmorðsárása vígasveitar Íslamskra ríkisins, ISKP, og hins vegar til fjölgunar aðgerða í lofti og láði á vegum stjórnarhersins. „Sú staðreynd að aldrei fyrr hafi jafn mörg börn verið drepið er hreint út sagt skelfilegt,“ segir Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.Skýrsla UNAMA er sú tíunda í röðinni um þjáningar afgönsku þjóðarinnar vegna vopnaðra átaka í landinu sem hafa leitt til 32 þúsund ótímabærra dauðsfalla óbreyttra borgara á einum áratug. Tvöfalt fleiri, eða um 60 þúsund manns, hafa særst í átökum á þessum tíma. Afganistan er eitt þriggja áherslulanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ísland veitir framlög beint í aðgerðaáætlun UN Women í Afganistan. Meðal verkefna má nefna stuðning við miðstöðvar fyrir upplýsinga- og fjarskiptatækni og vitundavakningu um Kvennasáttmálann (CEDAW) meðal háskólanema, embættismanna og fulltrúa borgarasamtaka í gegnum vinnustofur og námskeið. Einnig veitir stofnunin ríkistjórninni stuðning við gerð áætlunar um og eftirlit við framkvæmd ályktunar um konur, frið og öryggi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent