Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2019 19:49 Jeremy Corbyn er leiðtogi Verkamannaflokksins. Vísir/Getty Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram.Breskir fjölmiðlar greina frá og vísa í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum. Þar segir að markmið flokksins sé að koma í veg fyrir að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings við ESB auk þess sem flokkurinn hafi ekki mikla trú á að Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, takist að landa viðunandi samningi sem njóti stuðnings þingmanna. Aðeins er rúmlega mánuður þangað til Bretland mun yfirgefa Evrópusambandið og hefur May staðið í ströngu við að reyna að semja við ESB um breytingar á samningi um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB, án árangurs.Guardian greinir frá því að fyrst um sinn muni forysta Verkamnnaflokksins beita sér fyrir því að breytingartillögur flokksins við Brexit-samningi forsætisráðherrans verði samþykktar, en þær fela meðal annars í sér að dagsetningu Brexit verði frestað náist ekki samningur fyrir 29. mars. Nái þær ekki fram að ganga muni flokkurinn snúa sér að því að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir eru þó um málið innan Verkamannaflokksins en í frétt Guardian segir að búist sé við því að fjöldi þingmanna flokksins muni sitja hjá eða greiða atkvæði gegn tillögu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Níu þingmenn hafa yfirgefið flokkinn á síðustu dögum, meðal annars vegna ósættis um stefnu flokksins í Brexit-málum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Vilja fresta útgöngu Bretlands úr ESB náist samningar ekki Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May telja betra að fresta útgöngu en að hrynja út úr ESB án samnings. 22. febrúar 2019 23:30 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram.Breskir fjölmiðlar greina frá og vísa í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum. Þar segir að markmið flokksins sé að koma í veg fyrir að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings við ESB auk þess sem flokkurinn hafi ekki mikla trú á að Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, takist að landa viðunandi samningi sem njóti stuðnings þingmanna. Aðeins er rúmlega mánuður þangað til Bretland mun yfirgefa Evrópusambandið og hefur May staðið í ströngu við að reyna að semja við ESB um breytingar á samningi um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB, án árangurs.Guardian greinir frá því að fyrst um sinn muni forysta Verkamnnaflokksins beita sér fyrir því að breytingartillögur flokksins við Brexit-samningi forsætisráðherrans verði samþykktar, en þær fela meðal annars í sér að dagsetningu Brexit verði frestað náist ekki samningur fyrir 29. mars. Nái þær ekki fram að ganga muni flokkurinn snúa sér að því að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir eru þó um málið innan Verkamannaflokksins en í frétt Guardian segir að búist sé við því að fjöldi þingmanna flokksins muni sitja hjá eða greiða atkvæði gegn tillögu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Níu þingmenn hafa yfirgefið flokkinn á síðustu dögum, meðal annars vegna ósættis um stefnu flokksins í Brexit-málum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Vilja fresta útgöngu Bretlands úr ESB náist samningar ekki Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May telja betra að fresta útgöngu en að hrynja út úr ESB án samnings. 22. febrúar 2019 23:30 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Vilja fresta útgöngu Bretlands úr ESB náist samningar ekki Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May telja betra að fresta útgöngu en að hrynja út úr ESB án samnings. 22. febrúar 2019 23:30
Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09