Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins frá og með 1. júní nk., samkvæmt samkomulagi við stjórn Sýnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ráðningu forstjóra í hans stað en ráðningarferli er hafið. Stefán mun verða stjórninni innan handar þar til nýr forstjóri er ráðinn, að því er segir í tilkynningu.
Stjórn félagsins hefur falið Heiðari Guðjónssyni stjórnarformanni að annast í auknum mæli skipulag félagsins og gæta þess að rekstur þess sé í réttu og góðu horfi fram að ráðningu nýs forstjóra.
Í tölvupósti sem Stefán sendi starfsmönnum Sýnar í kvöld segir að ákvörðun hans um starfslok á þessum tímapunkti sé tvíþætt.
„Ég vil í fyrsta lagi taka ábyrgð á því að afkomuspár hafa ekki gengið eftir og í öðru lagi viðurkenna að mikil orka fór á síðasta ári í samrunann og ég tel að félagið þurfi á þessum tímapunkti forstjóra með fulla tanka af orku.“
Stefán hefur gegnt starfi forstjóra síðan árið 2014, þegar hann var ráðinn forstjóri Vodafone (Fjarskipta hf.). Félagið varð að Sýn í mars í fyrra eftir að kaup á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. gengu í gegn.
Vísir er í eigu Sýnar hf.
Stefán hættir sem forstjóri Sýnar
Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mest lesið

Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki
Viðskipti erlent


Skipti í brúnni hjá Indó
Viðskipti innlent



Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent

Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið
Viðskipti erlent


