Fótbolti

Enn nær enginn að vinna Juventus

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo og félagar verða Ítalíumeistarar nema eitthvað ótrúlegt gerist
Ronaldo og félagar verða Ítalíumeistarar nema eitthvað ótrúlegt gerist vísir/getty
Juventus er áfram ósigrað á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir öruggan 3-0 útisigur á Sassuolo.

Sami Khedira skoraði fyrsta markið á 23. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir klafs í teignum. Það var eina mark fyrri hálfleiks og Ítalíumeistararnir í forystu í leikhléi.

Mario Mandzukic hefði getað tvöfaldað forystuna strax í upphafi seinni hálfleiks en skalli hans úr góðu færi í teignum fer rétt framhjá markinu.

Gestirnir þurftu að bíða þar til á 70. mínútu eftir marki númer tvö, það var Cristiano Ronaldo sem skoraði það eftir hornspyrnu frá Miralem Pjanic. Aðeins mínútu áður hafði Juventus getað fengið vítaspyrnu en eftir skoðun á myndbandsupptökum ákvað dómari leiksins að dæma ekki víti.

Ronaldo lagði svo upp lokamark leiksins á 86. mínútu fyrir Emre Can. Lokatölur urðu 3-0 og Juventus er með 11 stiga forskot á Napólí á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×