Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. Jafngildir það um 1,07 prósenta eignarhlut.
Með kaupunum í síðustu viku varð sjóðurinn, sem ber heitið Teleios Global Opportunities, sautjándi stærsti hluthafi Marels. Markaðsvirði eignarhlutar sjóðsins nemur tæplega 3,3 milljörðum króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu.
Eins og fram hefur komið í Markaðinum keypti fjárfestingasjóðurinn í lok síðasta mánaðar hann samanlagt fjórar milljónir hluta á genginu 402 krónur á hlut. Síðan þá hefur gengi bréfanna hækkað um hátt í 11 prósent en þar af hafa bréfin hækkað um ríflega 10,5 prósent í verði eftir að félagið birti sterkt uppgjör fyrir fjórða fjórðung 2018 fyrir réttri viku.
Þess má geta að markaðsvirði Marels fór í fyrsta skipti yfir 300 milljarða króna á mánudag.
Teleios Capital, sem var stofnaður árið 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða íslenskra króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum í Norður- og Norðvestur-Evrópu.
Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Trump-tollar tóku gildi í nótt
Viðskipti erlent

Arctic Adventures kaupir Happy Campers
Viðskipti innlent

Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Viðskipti innlent


Lækkanir halda áfram
Viðskipti innlent

Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu
Viðskipti innlent

Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent



Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent