Volvo gekk frábærlega í Bretlandi í janúar Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2019 17:00 Volvo XC40 jepplingurinn var kynntur í Bretlandi í janúar og seldist vel. Sala Volvo-bíla í Bretlandi jókst um heil 80% í Bretlandi í janúar. Á meðan þurftu þýsku lúxusbílasmiðirnir Audi og Porsche að horfa uppá 27% og 42% söluminnkun. Erfiðleikar heimamerkjanna Jaguar og Land Rover voru þó á undanhaldi í janúar en sala Jaguar bíla minnkaði um 2,4% og Land Rover um 1%. Í heildina minnkaði sala bíla í Bretlandi um 1,6% í janúar og markaði mánuðurinn þann fimmta í röð þar sem salan er minni en í sama mánuði árið áður. Í heildina voru 161.000 nýir bílar skráðir í Bretlandi í janúar.Frá dísilbílum til umhverfisvænni Svo virðist sem bílkaupendur í Bretlandi séu að færa sig úr dísilknúnum bílum í umhverfisvænni bíla og það á vafalaust sinn þátt í velgengni Volvo-bíla nú um stundir en að auki var Volvo að kynna XC40 bíl sinn í Bretlandi í janúar og selst hann þar gríðarvel. Sala dísilbíla minnkaði í mánuðinum um 20,1% á meðan sala bensínbíla jókst um 7,3%. Sala umhverfisvænna bíla, þ.e. tengiltvinnbíla, rafmagnsbíla og Hybrid-bíla, jókst hins vegar um 26,3% á milli ára. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent
Sala Volvo-bíla í Bretlandi jókst um heil 80% í Bretlandi í janúar. Á meðan þurftu þýsku lúxusbílasmiðirnir Audi og Porsche að horfa uppá 27% og 42% söluminnkun. Erfiðleikar heimamerkjanna Jaguar og Land Rover voru þó á undanhaldi í janúar en sala Jaguar bíla minnkaði um 2,4% og Land Rover um 1%. Í heildina minnkaði sala bíla í Bretlandi um 1,6% í janúar og markaði mánuðurinn þann fimmta í röð þar sem salan er minni en í sama mánuði árið áður. Í heildina voru 161.000 nýir bílar skráðir í Bretlandi í janúar.Frá dísilbílum til umhverfisvænni Svo virðist sem bílkaupendur í Bretlandi séu að færa sig úr dísilknúnum bílum í umhverfisvænni bíla og það á vafalaust sinn þátt í velgengni Volvo-bíla nú um stundir en að auki var Volvo að kynna XC40 bíl sinn í Bretlandi í janúar og selst hann þar gríðarvel. Sala dísilbíla minnkaði í mánuðinum um 20,1% á meðan sala bensínbíla jókst um 7,3%. Sala umhverfisvænna bíla, þ.e. tengiltvinnbíla, rafmagnsbíla og Hybrid-bíla, jókst hins vegar um 26,3% á milli ára.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent