Klofningur Verkamannaflokksins hryggir Corbyn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. febrúar 2019 06:00 Þingmennirnir sjö á fundi í gær. Nordicphotos/AFP Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. Þingmennirnir lýstu yfir megnri óánægju með flokkinn á blaðamannafundi og í yfirlýsingu á nýrri vefsíðu hópsins. „Verkamannaflokkurinn reynir nú að framfylgja stefnumálum sem veikja varnir okkar, samþykkir frásögn ríkja sem eru okkur fjandsamleg, honum hefur mistekist að leiða Brexit-umræðuna og setja fram annan valkost,“ sagði til að mynda í yfirlýsingu. Óánægja þingmannanna sjö virðist tvíþætt. Annars vegar eru þau óánægð með forystu Jeremys Corbyn og hins vegar með það sem þau lýsa sem rótgróinni gyðingaandúð innan flokksins. Luciana Berger, einn þingmannanna og jafnframt gyðingur, sagðist hafa skammast sín fyrir flokkinn. Á blaðamannafundi vísaði hún í mótmæli gyðinga gegn flokknum og talaði um baráttuna fyrir því að fá Verkamannaflokkinn til að viðurkenna skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) á gyðingahatri. BBC telur líklegt að fleiri fylgi í fótspor sjömenningana verði ekki gerð bragarbót á þessu. Corbyn sjálfur hefur brugðist við úrsögnunum með yfirlýsingu. Þar segir hann að ákvörðunin ylli honum vonbrigðum. Sérstaklega þar sem hann teldi Verkamannaflokkinn á góðri leið og þörf væri á stefnu hans. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. Þingmennirnir lýstu yfir megnri óánægju með flokkinn á blaðamannafundi og í yfirlýsingu á nýrri vefsíðu hópsins. „Verkamannaflokkurinn reynir nú að framfylgja stefnumálum sem veikja varnir okkar, samþykkir frásögn ríkja sem eru okkur fjandsamleg, honum hefur mistekist að leiða Brexit-umræðuna og setja fram annan valkost,“ sagði til að mynda í yfirlýsingu. Óánægja þingmannanna sjö virðist tvíþætt. Annars vegar eru þau óánægð með forystu Jeremys Corbyn og hins vegar með það sem þau lýsa sem rótgróinni gyðingaandúð innan flokksins. Luciana Berger, einn þingmannanna og jafnframt gyðingur, sagðist hafa skammast sín fyrir flokkinn. Á blaðamannafundi vísaði hún í mótmæli gyðinga gegn flokknum og talaði um baráttuna fyrir því að fá Verkamannaflokkinn til að viðurkenna skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) á gyðingahatri. BBC telur líklegt að fleiri fylgi í fótspor sjömenningana verði ekki gerð bragarbót á þessu. Corbyn sjálfur hefur brugðist við úrsögnunum með yfirlýsingu. Þar segir hann að ákvörðunin ylli honum vonbrigðum. Sérstaklega þar sem hann teldi Verkamannaflokkinn á góðri leið og þörf væri á stefnu hans.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10