Nýtt verkefni SOS Barnaþorpanna um fjölskyldueflingu Heimsljós kynnir 19. febrúar 2019 11:00 Ljósmynd frá Filipsseyjum SOS Barnaþorpin. Utanríkisráðuneytið hefur veitt SOS Barnaþorpunum á Íslandi rúmlega 45 milljóna króna styrk til að fjármagna fjölskyldueflingu á Filippseyjum. Slík verkefni á vegum SOS á Íslandi eru því orðin þrjú talsins en samtökin eru þegar að styðja við bakið á sárafátækum barnafjölskyldum til að verða sjálfbærar í Eþíópíu og Perú. Mótframlag SOS fyrir verkefnið á Filippseyjum eru rúmar 11 milljónir króna sem fjármagnaðar eru af SOS-fjölskylduvinum, mánaðarlegum styrktaraðilum SOS á Íslandi.Verkefnasvæðið á Filippseyjum.Fjölskyldueflingin á Filippseyjum verður á Samar-eyju skammt frá SOS barnaþorpunum Calbayog og Tacloban. Það hefst 1. apríl næstkomandi og er til þriggja ára. Fram kemur á vef SOS Barnaþorpanna að verkefnið nái til 1800 barna og ungmenna „og snýst um klæðskerasniðna aðstoð til barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna.“ Þar segir ennfremur að nærri 13 milljónir af 38 milljónum barna á Filippseyjum séu í fjölskyldum sem lifa undir fátæktarmörkum eða yfir 30% barnafjölskyldna. „Fátæktin gerir börn sérstaklega berskjöldið fyrir ógnum af ýmsu tagi og til að mynda er áætlað að um 300 þúsund börn séu fórnarlömb mansals.“ Einu fjölskyldueflingarverkefni á vegum SOS á Íslandi er nú þegar lokið með mjög góðum árangri í Gíneu Bissá. Verkefnið í Eþíópíu hófst í janúar 2018 og gengur framar vonum. Í Perú er verkefnið í yfirumsjón SOS í Noregi en með aðkomu SOS á Íslandi. SOS á Íslandi fjármagnar því þrjú fjölskyldueflingarverkefni í heiminum í dag.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent
Utanríkisráðuneytið hefur veitt SOS Barnaþorpunum á Íslandi rúmlega 45 milljóna króna styrk til að fjármagna fjölskyldueflingu á Filippseyjum. Slík verkefni á vegum SOS á Íslandi eru því orðin þrjú talsins en samtökin eru þegar að styðja við bakið á sárafátækum barnafjölskyldum til að verða sjálfbærar í Eþíópíu og Perú. Mótframlag SOS fyrir verkefnið á Filippseyjum eru rúmar 11 milljónir króna sem fjármagnaðar eru af SOS-fjölskylduvinum, mánaðarlegum styrktaraðilum SOS á Íslandi.Verkefnasvæðið á Filippseyjum.Fjölskyldueflingin á Filippseyjum verður á Samar-eyju skammt frá SOS barnaþorpunum Calbayog og Tacloban. Það hefst 1. apríl næstkomandi og er til þriggja ára. Fram kemur á vef SOS Barnaþorpanna að verkefnið nái til 1800 barna og ungmenna „og snýst um klæðskerasniðna aðstoð til barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna.“ Þar segir ennfremur að nærri 13 milljónir af 38 milljónum barna á Filippseyjum séu í fjölskyldum sem lifa undir fátæktarmörkum eða yfir 30% barnafjölskyldna. „Fátæktin gerir börn sérstaklega berskjöldið fyrir ógnum af ýmsu tagi og til að mynda er áætlað að um 300 þúsund börn séu fórnarlömb mansals.“ Einu fjölskyldueflingarverkefni á vegum SOS á Íslandi er nú þegar lokið með mjög góðum árangri í Gíneu Bissá. Verkefnið í Eþíópíu hófst í janúar 2018 og gengur framar vonum. Í Perú er verkefnið í yfirumsjón SOS í Noregi en með aðkomu SOS á Íslandi. SOS á Íslandi fjármagnar því þrjú fjölskyldueflingarverkefni í heiminum í dag.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent