Fyrrverandi forseti Kosta Ríka sakaður um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2019 08:29 Óscar Arias Sánchez, friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi forseti Kosta Ríka. Vísir/EPA Tvær konur saka Óscar Arias Sánchez, fyrrverandi forseta Kosta Ríka og Nóbelsverðlaunahafa, um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Önnur þeirra kærði Arias í vikunni en hann neitar sök. Arias er einn dáðasti stjórnmálaleiðtogi Kosta Ríka. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1987 fyrir þátt sinn í að binda enda á blóðug borgarastríð sem geisuðu í Mið-Ameríku. Í tvígang gegndi hann embætti forseta Kosta Ríka, fyrst frá 1986 til 1990 og svo aftur frá 2006 til 2010. Önnur konan, sálfræðingur og baráttukona gegn kjarnorku sem segist oft hafa hitt Arias vegna afvopnunarmála, heldur því fram að Arias hafi komið aftan að henni, snert brjóst hennar og stungið fingrum sínum inn í hana. Hún lagði fram kæru til lögreglunnar í vikunni. „Ég óttaðist að ef ég neitaði þá myndi hann ekki vinna með okkur lengur. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Mér fannst ég föst á þessu augnabliki,“ sagði konan við blaðið Seminario Universidad. Atburðurinn átti sér stað árið 2014, að hennar sögn. Arias hafnar alfarið að hafa komið ósæmilega fram við konur. „Ég hafna afdráttarlaust ásökunum gegn mér,“ sagði hann í yfirlýsingu við New York Times. Algeng hegðun þess tíma Hin konan, Emma Daly, er samskiptastjóri mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar. Hún segir Washington Post að Arias hafi þuklað á henni þegar hún var blaðamaður og hann var enn forseti árið 1990. Arias hefur ekki viljað tjá sig um þá ásökun og vísaði lögmaður hans til rannsóknar sem stæði yfir. Daly segir að þegar hún hafi nálgast Arias með spurningu í anddyri Intercontinental-hótelsins í Managva í Níkaragva. Forsetinn hafi ekki svarað heldur rennt hendi sinni yfir brjóst hennar og sagt: „Þú ert ekki í neinum brjóstahaldara“. Ástæðan fyrir því að hún segist ekki hafa tilkynnt framferði Arias á þeim er sú að slík hegðun karlmanna hafi verið algeng í Mið-Ameríku á þeim tíma. „Við sátum eiginlega bara undir þessu. Það virtist eins og það fylgdi bara að það væri komið svona fram við mann og það var ekki margt sem ég gat gert í því,“ segir Daly nú. Kosta Ríka MeToo Nóbelsverðlaun Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Tvær konur saka Óscar Arias Sánchez, fyrrverandi forseta Kosta Ríka og Nóbelsverðlaunahafa, um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Önnur þeirra kærði Arias í vikunni en hann neitar sök. Arias er einn dáðasti stjórnmálaleiðtogi Kosta Ríka. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1987 fyrir þátt sinn í að binda enda á blóðug borgarastríð sem geisuðu í Mið-Ameríku. Í tvígang gegndi hann embætti forseta Kosta Ríka, fyrst frá 1986 til 1990 og svo aftur frá 2006 til 2010. Önnur konan, sálfræðingur og baráttukona gegn kjarnorku sem segist oft hafa hitt Arias vegna afvopnunarmála, heldur því fram að Arias hafi komið aftan að henni, snert brjóst hennar og stungið fingrum sínum inn í hana. Hún lagði fram kæru til lögreglunnar í vikunni. „Ég óttaðist að ef ég neitaði þá myndi hann ekki vinna með okkur lengur. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Mér fannst ég föst á þessu augnabliki,“ sagði konan við blaðið Seminario Universidad. Atburðurinn átti sér stað árið 2014, að hennar sögn. Arias hafnar alfarið að hafa komið ósæmilega fram við konur. „Ég hafna afdráttarlaust ásökunum gegn mér,“ sagði hann í yfirlýsingu við New York Times. Algeng hegðun þess tíma Hin konan, Emma Daly, er samskiptastjóri mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar. Hún segir Washington Post að Arias hafi þuklað á henni þegar hún var blaðamaður og hann var enn forseti árið 1990. Arias hefur ekki viljað tjá sig um þá ásökun og vísaði lögmaður hans til rannsóknar sem stæði yfir. Daly segir að þegar hún hafi nálgast Arias með spurningu í anddyri Intercontinental-hótelsins í Managva í Níkaragva. Forsetinn hafi ekki svarað heldur rennt hendi sinni yfir brjóst hennar og sagt: „Þú ert ekki í neinum brjóstahaldara“. Ástæðan fyrir því að hún segist ekki hafa tilkynnt framferði Arias á þeim er sú að slík hegðun karlmanna hafi verið algeng í Mið-Ameríku á þeim tíma. „Við sátum eiginlega bara undir þessu. Það virtist eins og það fylgdi bara að það væri komið svona fram við mann og það var ekki margt sem ég gat gert í því,“ segir Daly nú.
Kosta Ríka MeToo Nóbelsverðlaun Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira