Fyrrverandi forseti Kosta Ríka sakaður um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2019 08:29 Óscar Arias Sánchez, friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi forseti Kosta Ríka. Vísir/EPA Tvær konur saka Óscar Arias Sánchez, fyrrverandi forseta Kosta Ríka og Nóbelsverðlaunahafa, um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Önnur þeirra kærði Arias í vikunni en hann neitar sök. Arias er einn dáðasti stjórnmálaleiðtogi Kosta Ríka. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1987 fyrir þátt sinn í að binda enda á blóðug borgarastríð sem geisuðu í Mið-Ameríku. Í tvígang gegndi hann embætti forseta Kosta Ríka, fyrst frá 1986 til 1990 og svo aftur frá 2006 til 2010. Önnur konan, sálfræðingur og baráttukona gegn kjarnorku sem segist oft hafa hitt Arias vegna afvopnunarmála, heldur því fram að Arias hafi komið aftan að henni, snert brjóst hennar og stungið fingrum sínum inn í hana. Hún lagði fram kæru til lögreglunnar í vikunni. „Ég óttaðist að ef ég neitaði þá myndi hann ekki vinna með okkur lengur. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Mér fannst ég föst á þessu augnabliki,“ sagði konan við blaðið Seminario Universidad. Atburðurinn átti sér stað árið 2014, að hennar sögn. Arias hafnar alfarið að hafa komið ósæmilega fram við konur. „Ég hafna afdráttarlaust ásökunum gegn mér,“ sagði hann í yfirlýsingu við New York Times. Algeng hegðun þess tíma Hin konan, Emma Daly, er samskiptastjóri mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar. Hún segir Washington Post að Arias hafi þuklað á henni þegar hún var blaðamaður og hann var enn forseti árið 1990. Arias hefur ekki viljað tjá sig um þá ásökun og vísaði lögmaður hans til rannsóknar sem stæði yfir. Daly segir að þegar hún hafi nálgast Arias með spurningu í anddyri Intercontinental-hótelsins í Managva í Níkaragva. Forsetinn hafi ekki svarað heldur rennt hendi sinni yfir brjóst hennar og sagt: „Þú ert ekki í neinum brjóstahaldara“. Ástæðan fyrir því að hún segist ekki hafa tilkynnt framferði Arias á þeim er sú að slík hegðun karlmanna hafi verið algeng í Mið-Ameríku á þeim tíma. „Við sátum eiginlega bara undir þessu. Það virtist eins og það fylgdi bara að það væri komið svona fram við mann og það var ekki margt sem ég gat gert í því,“ segir Daly nú. Kosta Ríka MeToo Nóbelsverðlaun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Tvær konur saka Óscar Arias Sánchez, fyrrverandi forseta Kosta Ríka og Nóbelsverðlaunahafa, um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Önnur þeirra kærði Arias í vikunni en hann neitar sök. Arias er einn dáðasti stjórnmálaleiðtogi Kosta Ríka. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1987 fyrir þátt sinn í að binda enda á blóðug borgarastríð sem geisuðu í Mið-Ameríku. Í tvígang gegndi hann embætti forseta Kosta Ríka, fyrst frá 1986 til 1990 og svo aftur frá 2006 til 2010. Önnur konan, sálfræðingur og baráttukona gegn kjarnorku sem segist oft hafa hitt Arias vegna afvopnunarmála, heldur því fram að Arias hafi komið aftan að henni, snert brjóst hennar og stungið fingrum sínum inn í hana. Hún lagði fram kæru til lögreglunnar í vikunni. „Ég óttaðist að ef ég neitaði þá myndi hann ekki vinna með okkur lengur. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Mér fannst ég föst á þessu augnabliki,“ sagði konan við blaðið Seminario Universidad. Atburðurinn átti sér stað árið 2014, að hennar sögn. Arias hafnar alfarið að hafa komið ósæmilega fram við konur. „Ég hafna afdráttarlaust ásökunum gegn mér,“ sagði hann í yfirlýsingu við New York Times. Algeng hegðun þess tíma Hin konan, Emma Daly, er samskiptastjóri mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar. Hún segir Washington Post að Arias hafi þuklað á henni þegar hún var blaðamaður og hann var enn forseti árið 1990. Arias hefur ekki viljað tjá sig um þá ásökun og vísaði lögmaður hans til rannsóknar sem stæði yfir. Daly segir að þegar hún hafi nálgast Arias með spurningu í anddyri Intercontinental-hótelsins í Managva í Níkaragva. Forsetinn hafi ekki svarað heldur rennt hendi sinni yfir brjóst hennar og sagt: „Þú ert ekki í neinum brjóstahaldara“. Ástæðan fyrir því að hún segist ekki hafa tilkynnt framferði Arias á þeim er sú að slík hegðun karlmanna hafi verið algeng í Mið-Ameríku á þeim tíma. „Við sátum eiginlega bara undir þessu. Það virtist eins og það fylgdi bara að það væri komið svona fram við mann og það var ekki margt sem ég gat gert í því,“ segir Daly nú.
Kosta Ríka MeToo Nóbelsverðlaun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira