Ánægja með Corbyn hrynur þrátt fyrir veika stöðu May Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2019 14:34 Þrátt fyrir óvinsældir ríkisstjórnar May fer stuðningur við Corbyn þverrandi. Vísir/EPA Aðeins einn af hverjum fimm svarendum í nýrri skoðanakönnun treystir Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, í málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ánægja með störf formannsins er ein sú versta í sögu flokksins. Samkvæmt könnun Ipsos MORI sem Evening Standard birtir í dag hefur hlutfall þeirra sem eru ánægðir með störf Corbyn farið út 27% niður í 17% frá því í desember. Enginn leiðtogi Verkamannaflokksins hefur haft lægra hlutfall frá því á tímum Michael Foot sem galt afhroð í kosningum árið 1983. Þeim sem segjast óánægðir með Corbyn hefur fjölgað úr 59% í 72%. Aðeins einn af hverjum sex telur Corbyn sterkan leiðtoga þegar kemur að útgöngunni úr Evrópusambandinu og innan við fimmtungur svarenda telur hann setja þjóðarhagsmuni ofar öðru í þeim efnum. Traust til þess að Corbyn taki réttar ákvarðanir í Evrópumálum (20%) er enn minna til Theresu May forsætisráðherra sem þó er lágt fyrir (34%). Hart hefur verið sótt að Corbyn, bæði innan flokks hans og utan, fyrir að taka ekki skýrari afstöðu gagnvart Brexit og gera Verkamannaflokkinn að skýrum valkosti við útgöngustefnu Íhaldsflokksins. Corbyn hefur fram að þessu viljað halda áfram með útgönguna og lagst gegn hugmyndum um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær hafa meðal annars komið fram í Verkamannaflokknum.Óvenjulegt í ljósi óvinsælda forsætisráðherrans Niðurstöður könnunarinnar eru ekki síst vandræðalegar í ljósi þess að May forsætisráðherra fær einnig slæma útreið. Raunar er ánægjuhlutfall hennar svo gott sem það sama og Corbyn í könnuninni. Ríkisstjórn hennar hefur ítrekað riðað til falls undanfarna mánuði, ekki síst eftir að afgerandi meirihluta breska þingsins hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. „Oft er leitnin þannig að þegar einn leiðtogi fellur er annar á uppleið en það er ekki tilfellið núna,“ segir Gideon Skinner, forstöðumaður stjórnmálarannsókna hjá Ipsos MORI við breska blaðið. Óvinsældir Corbyn ná einnig til Verkamannaflokksins. Innan við helmingur kjósenda flokksins er ánægður með hann, 44%. Á sama tíma eru enn 34 prósentustigum fleiri kjósendur Íhaldsflokksins ánægðir með Theresa May forsætisráðherra en eru óánægðir með hana. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Stórtap hjá May og stjórnin í lífshættu Breska þingið kolfelldi samning ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgöngu. Stærsta tapið í meira en öld. 16. janúar 2019 06:15 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Aðeins einn af hverjum fimm svarendum í nýrri skoðanakönnun treystir Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, í málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ánægja með störf formannsins er ein sú versta í sögu flokksins. Samkvæmt könnun Ipsos MORI sem Evening Standard birtir í dag hefur hlutfall þeirra sem eru ánægðir með störf Corbyn farið út 27% niður í 17% frá því í desember. Enginn leiðtogi Verkamannaflokksins hefur haft lægra hlutfall frá því á tímum Michael Foot sem galt afhroð í kosningum árið 1983. Þeim sem segjast óánægðir með Corbyn hefur fjölgað úr 59% í 72%. Aðeins einn af hverjum sex telur Corbyn sterkan leiðtoga þegar kemur að útgöngunni úr Evrópusambandinu og innan við fimmtungur svarenda telur hann setja þjóðarhagsmuni ofar öðru í þeim efnum. Traust til þess að Corbyn taki réttar ákvarðanir í Evrópumálum (20%) er enn minna til Theresu May forsætisráðherra sem þó er lágt fyrir (34%). Hart hefur verið sótt að Corbyn, bæði innan flokks hans og utan, fyrir að taka ekki skýrari afstöðu gagnvart Brexit og gera Verkamannaflokkinn að skýrum valkosti við útgöngustefnu Íhaldsflokksins. Corbyn hefur fram að þessu viljað halda áfram með útgönguna og lagst gegn hugmyndum um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær hafa meðal annars komið fram í Verkamannaflokknum.Óvenjulegt í ljósi óvinsælda forsætisráðherrans Niðurstöður könnunarinnar eru ekki síst vandræðalegar í ljósi þess að May forsætisráðherra fær einnig slæma útreið. Raunar er ánægjuhlutfall hennar svo gott sem það sama og Corbyn í könnuninni. Ríkisstjórn hennar hefur ítrekað riðað til falls undanfarna mánuði, ekki síst eftir að afgerandi meirihluta breska þingsins hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. „Oft er leitnin þannig að þegar einn leiðtogi fellur er annar á uppleið en það er ekki tilfellið núna,“ segir Gideon Skinner, forstöðumaður stjórnmálarannsókna hjá Ipsos MORI við breska blaðið. Óvinsældir Corbyn ná einnig til Verkamannaflokksins. Innan við helmingur kjósenda flokksins er ánægður með hann, 44%. Á sama tíma eru enn 34 prósentustigum fleiri kjósendur Íhaldsflokksins ánægðir með Theresa May forsætisráðherra en eru óánægðir með hana.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Stórtap hjá May og stjórnin í lífshættu Breska þingið kolfelldi samning ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgöngu. Stærsta tapið í meira en öld. 16. janúar 2019 06:15 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45
Stórtap hjá May og stjórnin í lífshættu Breska þingið kolfelldi samning ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgöngu. Stærsta tapið í meira en öld. 16. janúar 2019 06:15
Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45