Hafa væntingar um minni verðbólgu Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2019 13:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðustu könnun. VÍSIR/STEFÁN Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið. Seðlabankinn kannaði væntingar markaðsaðila 21.-23. janúar. Leitað var til 28 fyrirtækja á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlara og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svarhlutfall var 75 prósent. Niðurstöður gefa til kynna að verðbólguvæntingar bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá síðustu könnun í október. Miðað við miðgildi svara vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist í 3,7% á öðrum fjórðungi og haldist þar út árið. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3,5% eftir eitt ár og 3% eftir tvö ár. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur HrafnkellJón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka segir að tengsl væntinga og verðbólgu séu sterk. „Verðbólguvæntingar, bæði þær sem eru sóttar með könnunum og eins þær sem birtast á markaði, eru taldar leika býsna stórt hlutverk í því hvernig verðbólgan þróast í kjölfarið. Samhengið er þannig að þær væntingar sem seljendur vöru og þjónustu hafa og neytendur og almenningur hefur áhrif á annars vegar hvort að seljendur vöru og þjónustu hafi í hyggju að hækka verð sitt og eins hvort að launþegar og þeir sem verðleggja sína þjónustu vilja sækja meira fé til þess að hafa efni á dýrari hlutum í framtíðinni eða ekki. Það er því vissulega fagnaðarefni að væntingarnar séu að lækka,“ segir Jón Bjarki. Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 4,5% á fyrsta ársfjórðungi í ár, en hækki um 0,25 prósentur á öðrum ársfjórðungi í 4,75%. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðusu könnun. Um 57% svarenda töldu taumhaldið hæfilegt samanborið við 48% í síðustu könnun. Hlutfall þeirra sem töldu taumhaldið of þétt eða alltof þétt mælist 19% og hækkaði úr 12% í októberkönnun Seðlabankans. Íslenska krónan Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið. Seðlabankinn kannaði væntingar markaðsaðila 21.-23. janúar. Leitað var til 28 fyrirtækja á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlara og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svarhlutfall var 75 prósent. Niðurstöður gefa til kynna að verðbólguvæntingar bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá síðustu könnun í október. Miðað við miðgildi svara vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist í 3,7% á öðrum fjórðungi og haldist þar út árið. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3,5% eftir eitt ár og 3% eftir tvö ár. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur HrafnkellJón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka segir að tengsl væntinga og verðbólgu séu sterk. „Verðbólguvæntingar, bæði þær sem eru sóttar með könnunum og eins þær sem birtast á markaði, eru taldar leika býsna stórt hlutverk í því hvernig verðbólgan þróast í kjölfarið. Samhengið er þannig að þær væntingar sem seljendur vöru og þjónustu hafa og neytendur og almenningur hefur áhrif á annars vegar hvort að seljendur vöru og þjónustu hafi í hyggju að hækka verð sitt og eins hvort að launþegar og þeir sem verðleggja sína þjónustu vilja sækja meira fé til þess að hafa efni á dýrari hlutum í framtíðinni eða ekki. Það er því vissulega fagnaðarefni að væntingarnar séu að lækka,“ segir Jón Bjarki. Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 4,5% á fyrsta ársfjórðungi í ár, en hækki um 0,25 prósentur á öðrum ársfjórðungi í 4,75%. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðusu könnun. Um 57% svarenda töldu taumhaldið hæfilegt samanborið við 48% í síðustu könnun. Hlutfall þeirra sem töldu taumhaldið of þétt eða alltof þétt mælist 19% og hækkaði úr 12% í októberkönnun Seðlabankans.
Íslenska krónan Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira