Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. janúar 2019 18:00 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. Menntamálaráðherra kynnti efni frumvarpsins í ráðuneytinu í morgun. Það felst í ríkisstyrkjum sem einkareknir fjölmiðlar geta sótt um. Styrkirnir verða í formi endurgreiðslu á allt að 25% við rekstur ritstjórnar og er þar vísað til launakostnaðar starfsmanna á ritstjórn. Hámarksfjárhæð styrks til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári en fjölmiðlar þurfa að beina umsókn til fjölmiðlanefndar sem metur hvort skilyrði fyrir styrk séu fyrir hendi. „Hér er í fyrsta sinn verið að kynna aðgerðir til að styðja við einkarekna fjölmiðla. Þetta eru ákveðin straumhvörf. Þessi ríkisstjórn hefur sagt að hún ætli að bæta starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla og jafna leikinn. Og við munum halda áfram á þessari vegferð. Það sem mér fannst líka brýnt er að við skyldum stíga þetta skref en alls staðar á Norðurlöndunum er verið að styrkja þetta rekstrarumhverfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla til að geta fengið endurgreiðslu eru meðal annars þær að fjölmiðill þarf að vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. Hann þarf að hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn um styrk berst til fjölmiðlanefndar. Markmiðið með fjölmiðlinum þarf að vera miðlun frétta og efnið þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning. Þá þurfa starfsmenn í fullu starfi að vera þrír að lágmarki og fjölmiðillinn má ekki vera í vanskilum við hið opinbera eða lífeyrissjóði. Þá þurfa prentmiðlar, sem sækja um styrkinn, að koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar og hljóð- og myndmiðlar þurfa að miðla nýju efni daglega til að geta fengið styrkinn. Ljóst var frá upphafi að setja þyrfti þak á kostnaðinn sem fengist endurgreiddur úr ríkissjóði. Lilja segir að 50 milljóna króna þakið sé að danskri fyrirmynd. Frumvarpið er búið að fara í kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og er gert ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna þess verði 300-400 milljónir króna á ári. Lilja segir einhug um frumvarpið í ríkisstjórninni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. Menntamálaráðherra kynnti efni frumvarpsins í ráðuneytinu í morgun. Það felst í ríkisstyrkjum sem einkareknir fjölmiðlar geta sótt um. Styrkirnir verða í formi endurgreiðslu á allt að 25% við rekstur ritstjórnar og er þar vísað til launakostnaðar starfsmanna á ritstjórn. Hámarksfjárhæð styrks til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári en fjölmiðlar þurfa að beina umsókn til fjölmiðlanefndar sem metur hvort skilyrði fyrir styrk séu fyrir hendi. „Hér er í fyrsta sinn verið að kynna aðgerðir til að styðja við einkarekna fjölmiðla. Þetta eru ákveðin straumhvörf. Þessi ríkisstjórn hefur sagt að hún ætli að bæta starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla og jafna leikinn. Og við munum halda áfram á þessari vegferð. Það sem mér fannst líka brýnt er að við skyldum stíga þetta skref en alls staðar á Norðurlöndunum er verið að styrkja þetta rekstrarumhverfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla til að geta fengið endurgreiðslu eru meðal annars þær að fjölmiðill þarf að vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. Hann þarf að hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn um styrk berst til fjölmiðlanefndar. Markmiðið með fjölmiðlinum þarf að vera miðlun frétta og efnið þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning. Þá þurfa starfsmenn í fullu starfi að vera þrír að lágmarki og fjölmiðillinn má ekki vera í vanskilum við hið opinbera eða lífeyrissjóði. Þá þurfa prentmiðlar, sem sækja um styrkinn, að koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar og hljóð- og myndmiðlar þurfa að miðla nýju efni daglega til að geta fengið styrkinn. Ljóst var frá upphafi að setja þyrfti þak á kostnaðinn sem fengist endurgreiddur úr ríkissjóði. Lilja segir að 50 milljóna króna þakið sé að danskri fyrirmynd. Frumvarpið er búið að fara í kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og er gert ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna þess verði 300-400 milljónir króna á ári. Lilja segir einhug um frumvarpið í ríkisstjórninni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
„Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00
Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15