May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. janúar 2019 13:38 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leitar nú allra leiða til þess að leysa deilurnar á þingi um Brexit. vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári.BBC greinir frá því að May muni reyna að sannfæra samflokksmenn sína í Íhaldsflokknum sem og þingmenn Norður-írska sambandsflokksins (DUP) um að snúast á sveif með sér og útgöngusamningnum við ESB. Mun hún reyna að eyða áhyggjum þeirra af framtíðarlandamærum Írlands og Norður-Írlands, sem hafa verið helsti ásteitingarsteinninn í Brexit-málunum öllum. Fyrir helgi talaði May mikið um að vinna að lausn Brexit þvert á flokka en nú virðist ljóst að Verkamannaflokkurinn ætli ekki í þá vegferð. Því á hún aðeins þann kost í stöðunni að reyna að vinna samflokksmenn sína, sem hingað til hafa verið henni andsnúnir, á sitt band. Í umfjöllun BBC segir að hún freisti þess nú að sýna leiðtogum Evrópusambandsins fram á að samflokksmenn hennar allir séu reiðubúnir til að greiða útgöngusamningi við ESB sitt atkvæði, þrátt fyrir að samningurinn tryggi ekki að landamærin á Írlandi verði opin um alla framtíð. Samþykki breska þingið ekki neinn útgöngusamning gæti það farið svo að Bretland yfirgefi ESB þann 29. mars næstkomandi án samnings eða nokkurs aðlögunartímabils. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn hundsaði boð May um viðræður Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera. 18. janúar 2019 07:15 Theresa May ræðir við ESB-leiðtoga Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddust í gær við í síma um næstu skref í Brexit-málinu. 19. janúar 2019 07:45 May reynir að ná þverpólitískri sátt um Brexit Breski forsætisráðherrann ræðir við pólitíska samherja og andstæðinga um framhald Brexit í dag. 17. janúar 2019 10:41 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári.BBC greinir frá því að May muni reyna að sannfæra samflokksmenn sína í Íhaldsflokknum sem og þingmenn Norður-írska sambandsflokksins (DUP) um að snúast á sveif með sér og útgöngusamningnum við ESB. Mun hún reyna að eyða áhyggjum þeirra af framtíðarlandamærum Írlands og Norður-Írlands, sem hafa verið helsti ásteitingarsteinninn í Brexit-málunum öllum. Fyrir helgi talaði May mikið um að vinna að lausn Brexit þvert á flokka en nú virðist ljóst að Verkamannaflokkurinn ætli ekki í þá vegferð. Því á hún aðeins þann kost í stöðunni að reyna að vinna samflokksmenn sína, sem hingað til hafa verið henni andsnúnir, á sitt band. Í umfjöllun BBC segir að hún freisti þess nú að sýna leiðtogum Evrópusambandsins fram á að samflokksmenn hennar allir séu reiðubúnir til að greiða útgöngusamningi við ESB sitt atkvæði, þrátt fyrir að samningurinn tryggi ekki að landamærin á Írlandi verði opin um alla framtíð. Samþykki breska þingið ekki neinn útgöngusamning gæti það farið svo að Bretland yfirgefi ESB þann 29. mars næstkomandi án samnings eða nokkurs aðlögunartímabils.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn hundsaði boð May um viðræður Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera. 18. janúar 2019 07:15 Theresa May ræðir við ESB-leiðtoga Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddust í gær við í síma um næstu skref í Brexit-málinu. 19. janúar 2019 07:45 May reynir að ná þverpólitískri sátt um Brexit Breski forsætisráðherrann ræðir við pólitíska samherja og andstæðinga um framhald Brexit í dag. 17. janúar 2019 10:41 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Corbyn hundsaði boð May um viðræður Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera. 18. janúar 2019 07:15
Theresa May ræðir við ESB-leiðtoga Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddust í gær við í síma um næstu skref í Brexit-málinu. 19. janúar 2019 07:45
May reynir að ná þverpólitískri sátt um Brexit Breski forsætisráðherrann ræðir við pólitíska samherja og andstæðinga um framhald Brexit í dag. 17. janúar 2019 10:41