Fótbolti

Matthías fer frá Rosenborg til Vålerenga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Matthías með nýju treyjuna.
Matthías með nýju treyjuna. mynd/vålerenga
Eftir að hafa gert það gott hjá stórliði Rosenborg undanfarin ár þá hefur Matthías Vilhjálmsson ákveðið að söðla um í Noregi.

Hann skrifaði í dag undir tveggja og hálfs árs samning við Vålerenga.

Matthías segir á Instagram-síðu sinni að hann sé mjög ánægður að hafa samið við félagið og hann hafi strax orðið spenntur er tækifærið gafst.

Matthías er orðinn 31 árs gamall og hefur spilað um 200 leiki í norsku úrvalsdeildinni. Hann byrjaði hjá Start árið 2012 en þangað kom hann frá FH. Hann hefur spilað með Rosenborg frá árinu 2015 og safnað titlum með stórliðinu.

Matthías varð meistari með Rosenborg á síðustu leiktíð en Vålerenga hafnaði í sjötta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×