Fótbolti

Emil hættur hjá Frosinone

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Emil í leik með Frosinone.
Emil í leik með Frosinone. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil.

Það var þó gert í mesta bróðerni og báðir aðilar sagðir hafa verið sammála um að slíta samstarfinu.





Hinn 34 ára gamli Emil gekk í raðir Frosinone frá Udinese síðasta sumar. Það hefur lítið gengið hjá félaginu og Emil verið meiddur síðan í október.

Emil hefur spilað á Ítalíu síðan 2007 er hann kom til Reggina frá Lyn í Noregi. Hann hefur einnig leikið með Verona þar í landi.

Nú taka við nýir tímar hjá Emil og spurning hvar hann endar á að spila?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×