Á þriðja tug látnir eftir að sprengja sprakk í messu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 08:15 Mikil eyðilegging blasti við viðbragðsaðilum þegar þeir komu að kirkjunni. EPA/WESTMINCOM Að minnsta kosti 27 eru látnir og tugir særðir eftir að sprengjuárás var gerð á kaþólska kirkju í suðurhluta Filippseyja á sunnudagsmorgun. Haft er eftir yfirvöldum á svæðinu að tvær sprengjur hafi verið sprengdar í árásinni. Fyrri sprengingin varð í miðri sunnudagsmessu í kirkjunni, sem staðsett er á Jolo-eyju, um klukkan 8:45 að staðartíma, eða korter í eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar viðbragðsaðilar frá hernum mættu á staðinn sprakk seinni sprengjan á bílastæði fyrir utan kirkjunna. Samkvæmt frétt BBC hafa engin hryðjuverkasamtök enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en íslamskir skæruliðar halda úti starfsemi á eyjunni. Fleiri sprengjuárásir hafa verið gerðar á kirkjuna í gegnum tíðina. Þá er meirihluti hinna látnu almennir borgarar. Varnarmálaráðherra Filippseyja, Delfin Lorenzana, sagði árásina níðingsverk og hvatti heimamenn til að sýna yfirvöldum samstarfsvilja í baráttunni gegn hryðjuverkum.Tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús.EPA/WESTMINCOMVonast til að nýtt sjálfsstjórnarhérað bindi enda á blóðsúthellingar Löggjöf um að gera nokkur héruð á svæðinu að einu sjálfstjórnarhéraði var samþykkt með miklum meirihluta í íbúakosningu í síðustu viku. Íbúar Sulu-héraðs, sem Jolo-eyja tilheyrir, höfnuðu hins vegar sameiningunni. Eyjan verður samt sem áður hluti af nýju sjálfsstjórnarhéraði, Bangsamoro, þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Vonast er til þess að stofnun Bangsamoro verði liður í því að koma á friði milli filippseyska hersins og íslamskra aðskilnaðarsinna á Filippseyjum. Talið er að aðilar sem vilji ekki frið á svæðinu hafi staðið að árásinni en átök hafa geisað á milli áðurnefndra hópa í fjölda ára, með miklum blóðsúthellingum og mannfalli. Filippseyjar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Að minnsta kosti 27 eru látnir og tugir særðir eftir að sprengjuárás var gerð á kaþólska kirkju í suðurhluta Filippseyja á sunnudagsmorgun. Haft er eftir yfirvöldum á svæðinu að tvær sprengjur hafi verið sprengdar í árásinni. Fyrri sprengingin varð í miðri sunnudagsmessu í kirkjunni, sem staðsett er á Jolo-eyju, um klukkan 8:45 að staðartíma, eða korter í eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar viðbragðsaðilar frá hernum mættu á staðinn sprakk seinni sprengjan á bílastæði fyrir utan kirkjunna. Samkvæmt frétt BBC hafa engin hryðjuverkasamtök enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en íslamskir skæruliðar halda úti starfsemi á eyjunni. Fleiri sprengjuárásir hafa verið gerðar á kirkjuna í gegnum tíðina. Þá er meirihluti hinna látnu almennir borgarar. Varnarmálaráðherra Filippseyja, Delfin Lorenzana, sagði árásina níðingsverk og hvatti heimamenn til að sýna yfirvöldum samstarfsvilja í baráttunni gegn hryðjuverkum.Tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús.EPA/WESTMINCOMVonast til að nýtt sjálfsstjórnarhérað bindi enda á blóðsúthellingar Löggjöf um að gera nokkur héruð á svæðinu að einu sjálfstjórnarhéraði var samþykkt með miklum meirihluta í íbúakosningu í síðustu viku. Íbúar Sulu-héraðs, sem Jolo-eyja tilheyrir, höfnuðu hins vegar sameiningunni. Eyjan verður samt sem áður hluti af nýju sjálfsstjórnarhéraði, Bangsamoro, þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Vonast er til þess að stofnun Bangsamoro verði liður í því að koma á friði milli filippseyska hersins og íslamskra aðskilnaðarsinna á Filippseyjum. Talið er að aðilar sem vilji ekki frið á svæðinu hafi staðið að árásinni en átök hafa geisað á milli áðurnefndra hópa í fjölda ára, með miklum blóðsúthellingum og mannfalli.
Filippseyjar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira