Bakhjarlar útgöngusinna telja að ekkert verði af Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2019 10:32 Auðkýfingurinn Peter Hargreaves er með böggum hildar vegna Brexit þessa dagana. Vísir/Getty Tveir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar Brexit-sinna á Bretlandi segjast nú telja að ríkisstjórnin muni hætta við útgönguna úr Evrópusambandinu. Til stendur að breska þingið greiði atkvæði um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra í næstu viku. Peter Hargreaves, einn auðugasti maður Bretlands og annar stærsti bakhjarl útgöngusinna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016, og Crispin Odey, vogunarsjóðsstjóri, segja Reuters-fréttastofunni að þeir búist við því að Bretland verði um kyrrt í ESB þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Odey segist nú búa sig undir að taka stöðu miðað við að pundið styrkist. Hann hafði áður hagnast á því að veðja gegn breskum eignum þegar áhyggjur af afleiðingum Brexit skóku markaði. „Ég hef algerlega gefist upp. Ég er algerlega örvinlaður, ég held að það verði alls ekkert af Brexit,“ segir Hargreaves sem gaf 3,2 milljónir punda, tæpan hálfan milljarð króna, í kosningabaráttu útgöngusinna. Búist er við því að þingmenn felli útgöngusamning May í atkvæðagreiðslu í þinginu á þriðjudag. May frestaði atkvæðagreiðslu sem átti að fara fram í desember og hefur reynt að knýja fram hagstæðari samning í Brussel, án árangurs. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að samningurinn verði felldur sé hætta á að breskt samfélag lamist vegna Brexit. Mögulegt sé að ekkert verði þá af útgöngunni yfir höfuð vegna þess að þingmenn myndu að öllum líkindum ekki samþykkja að ganga úr sambandinu án samnings. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir að útganga án samnings væri slæm fyrir Bretland en rétt sé af ríkisstjórninni að undirbúa þann möguleika. „Ég er staðráðin í að tryggja að við finnum annað möguleika,“ segir Rudd. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Æfa viðbrögð við Brexit án samnings Lest 89 flutningabíla ók í gær tvær ferðir frá hinum yfirgefna Manston flugvelli í Kent til hafnarinnar í Dover. 8. janúar 2019 08:00 Umræður um Brexit-samning May halda áfram Búist er við atkvæðagreiðslu á þriðjudag í næstu viku. 9. janúar 2019 08:42 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Tveir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar Brexit-sinna á Bretlandi segjast nú telja að ríkisstjórnin muni hætta við útgönguna úr Evrópusambandinu. Til stendur að breska þingið greiði atkvæði um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra í næstu viku. Peter Hargreaves, einn auðugasti maður Bretlands og annar stærsti bakhjarl útgöngusinna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016, og Crispin Odey, vogunarsjóðsstjóri, segja Reuters-fréttastofunni að þeir búist við því að Bretland verði um kyrrt í ESB þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Odey segist nú búa sig undir að taka stöðu miðað við að pundið styrkist. Hann hafði áður hagnast á því að veðja gegn breskum eignum þegar áhyggjur af afleiðingum Brexit skóku markaði. „Ég hef algerlega gefist upp. Ég er algerlega örvinlaður, ég held að það verði alls ekkert af Brexit,“ segir Hargreaves sem gaf 3,2 milljónir punda, tæpan hálfan milljarð króna, í kosningabaráttu útgöngusinna. Búist er við því að þingmenn felli útgöngusamning May í atkvæðagreiðslu í þinginu á þriðjudag. May frestaði atkvæðagreiðslu sem átti að fara fram í desember og hefur reynt að knýja fram hagstæðari samning í Brussel, án árangurs. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að samningurinn verði felldur sé hætta á að breskt samfélag lamist vegna Brexit. Mögulegt sé að ekkert verði þá af útgöngunni yfir höfuð vegna þess að þingmenn myndu að öllum líkindum ekki samþykkja að ganga úr sambandinu án samnings. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir að útganga án samnings væri slæm fyrir Bretland en rétt sé af ríkisstjórninni að undirbúa þann möguleika. „Ég er staðráðin í að tryggja að við finnum annað möguleika,“ segir Rudd.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Æfa viðbrögð við Brexit án samnings Lest 89 flutningabíla ók í gær tvær ferðir frá hinum yfirgefna Manston flugvelli í Kent til hafnarinnar í Dover. 8. janúar 2019 08:00 Umræður um Brexit-samning May halda áfram Búist er við atkvæðagreiðslu á þriðjudag í næstu viku. 9. janúar 2019 08:42 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Æfa viðbrögð við Brexit án samnings Lest 89 flutningabíla ók í gær tvær ferðir frá hinum yfirgefna Manston flugvelli í Kent til hafnarinnar í Dover. 8. janúar 2019 08:00
Umræður um Brexit-samning May halda áfram Búist er við atkvæðagreiðslu á þriðjudag í næstu viku. 9. janúar 2019 08:42
Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45