Alfreð: Aron verður að skjóta mikið á markið Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 14:03 Alfreð Gíslason fer aftur heim eftir daginn í dag. vísir/sigurður már Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel og fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari, er mættur til München í Ólympíuhöllina til að fylgjast með Íslandi spila á móti Króatíu í dag. Alfreð stýrði landsliðinu sjálfur síðast þegar að mótið fór fram í Þýskalandi árið 2007 en hann fagnar því að vera í fríi alltaf í janúar og geta horft á smá handbolta. „Það er mjög fínt. Ég er bara með fjóra heima sem ég get þjálfað þannig að það er bara fínt að geta skroppið hingað niður eftir og horft á Ísland,“ segir Alfreð við Vísi. Kynslóðaskiptin eru komin hjá íslenska landsliðinu en hvernig líst Alfreð, sem hefur allt unnið í félagsliðabransanum, á þessa nýju kynslóð og verkefnið sem Guðmundur Guðmundsson félagi hans er að vinna í. „Fyrr eða seinna þarf að breyta til og yngja upp mannskapinn þó alltaf sé best að spila á því sterkasta sem við eigum,“ segir Alfreð. „Það virðist vera komið að því þessir ungu menn þurfa að spila og þeir eru í þessum hópi manna sem eru taldir sterkastir. Það var mikil blóðtaka að missa Gauja í meiðsli en Aron er reyndur. Það er gaman að sjá hann í fyrirliðastöðunni og axla mikla ábyrgð. Þessir yngri verða nú að sýna sig.“ Aron Pálmarsson á að fara í gamla hlutverkið sitt sem stórskytta og skjóta markið og skora mikið af mörkum en hann viðurkenndi í gær að það hefur reynst erfitt að fara aftur í það hlutverk. „Það er rökrétt að maður eins og Aron verður að skjóta mikið á markið í þessari uppstillingu sem að við eigum í dag,“ segir Alfreð. „Hann er heimsklassa leikmaður hvort sem að hann tekur skotin eða spilar fyrir hina. Hann er frábær leikstjórnandi en eins og staðan er í dag þurfum við á honum að halda hættulegum fyrir framan markið,“ segir Alfreð Gíslason.Klippa: Alfreð Gíslason - Þessir ungu verða að sýna sig HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Arnar Freyr hæstur og þyngstur hjá Íslandi en er langt frá stærsta Króatanum á vigtinni Ísland og Króatía eru með sömu meðalhæðina á opinberum leikmannalistum HM 2019. 11. janúar 2019 12:52 Guðmundur þarf að ýta á rauða hnappinn til að fá leikhlé Ekki þarf að leggja niður spjald lengur til að fá leikhlé. 11. janúar 2019 11:51 Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Elvar Örn Jónsson ætlaði sér á HM og þangað er hann mættur. 11. janúar 2019 08:30 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel og fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari, er mættur til München í Ólympíuhöllina til að fylgjast með Íslandi spila á móti Króatíu í dag. Alfreð stýrði landsliðinu sjálfur síðast þegar að mótið fór fram í Þýskalandi árið 2007 en hann fagnar því að vera í fríi alltaf í janúar og geta horft á smá handbolta. „Það er mjög fínt. Ég er bara með fjóra heima sem ég get þjálfað þannig að það er bara fínt að geta skroppið hingað niður eftir og horft á Ísland,“ segir Alfreð við Vísi. Kynslóðaskiptin eru komin hjá íslenska landsliðinu en hvernig líst Alfreð, sem hefur allt unnið í félagsliðabransanum, á þessa nýju kynslóð og verkefnið sem Guðmundur Guðmundsson félagi hans er að vinna í. „Fyrr eða seinna þarf að breyta til og yngja upp mannskapinn þó alltaf sé best að spila á því sterkasta sem við eigum,“ segir Alfreð. „Það virðist vera komið að því þessir ungu menn þurfa að spila og þeir eru í þessum hópi manna sem eru taldir sterkastir. Það var mikil blóðtaka að missa Gauja í meiðsli en Aron er reyndur. Það er gaman að sjá hann í fyrirliðastöðunni og axla mikla ábyrgð. Þessir yngri verða nú að sýna sig.“ Aron Pálmarsson á að fara í gamla hlutverkið sitt sem stórskytta og skjóta markið og skora mikið af mörkum en hann viðurkenndi í gær að það hefur reynst erfitt að fara aftur í það hlutverk. „Það er rökrétt að maður eins og Aron verður að skjóta mikið á markið í þessari uppstillingu sem að við eigum í dag,“ segir Alfreð. „Hann er heimsklassa leikmaður hvort sem að hann tekur skotin eða spilar fyrir hina. Hann er frábær leikstjórnandi en eins og staðan er í dag þurfum við á honum að halda hættulegum fyrir framan markið,“ segir Alfreð Gíslason.Klippa: Alfreð Gíslason - Þessir ungu verða að sýna sig
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Arnar Freyr hæstur og þyngstur hjá Íslandi en er langt frá stærsta Króatanum á vigtinni Ísland og Króatía eru með sömu meðalhæðina á opinberum leikmannalistum HM 2019. 11. janúar 2019 12:52 Guðmundur þarf að ýta á rauða hnappinn til að fá leikhlé Ekki þarf að leggja niður spjald lengur til að fá leikhlé. 11. janúar 2019 11:51 Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Elvar Örn Jónsson ætlaði sér á HM og þangað er hann mættur. 11. janúar 2019 08:30 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00
Arnar Freyr hæstur og þyngstur hjá Íslandi en er langt frá stærsta Króatanum á vigtinni Ísland og Króatía eru með sömu meðalhæðina á opinberum leikmannalistum HM 2019. 11. janúar 2019 12:52
Guðmundur þarf að ýta á rauða hnappinn til að fá leikhlé Ekki þarf að leggja niður spjald lengur til að fá leikhlé. 11. janúar 2019 11:51
Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Elvar Örn Jónsson ætlaði sér á HM og þangað er hann mættur. 11. janúar 2019 08:30