Þegar Bush var bjáninn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. janúar 2019 07:00 Ég man þá tíð er Georg Bush hinn yngri var við stjórnvölinn í Bandaríkjunum og skaut mér reglulega skelk í bringu með bjánagangi. Það voru góðir tímar því þá hélt ég í fáfræði minni að verra gæti það ekki orðið og var því vel til í að bíða bjánaganginn af mér. En svo er einsog lífið hafi, í gráleitri gamansemi sinni, ákveðið að sanna fyrir mér að lengi geti vont versnað. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að tala um Trump, sem gerir Bush að dáðadreng, svo ég ætla að segja ykkur lítillega hvað sveitungar mínir hér í Andalúsíu voru að kjósa yfir sig. Nýstofnaður öfgahægriflokkur, Vox, komst í þá kjörstöðu að tryggja nýrri hægristjórn í Andalúsíu brautargengi. Fyrir stuðninginn fær hann ýmsu framgengt einsog að afnema lög sem sett voru til að auðvelda rannsóknir á ódæðum stjórnar Francos og lækka skatta á auðmenn og stórfyrirtæki. Önnur þjóðþrifamál komust í gegn einsog að auðvelda veiðimönnum iðju sína og helstu áherslur þeirra í „menningarmálum“ náðust fram en það er að eyða meira af almannafé í nautaat því þeir vilja vera mætir Spánverjar. Önnur baráttumál þeirra, sem ekki náðust fram í þetta sinn, eru að afnema lög sem ætlað er að vernda konur gagnvart heimilisofbeldi og áform um að reka um fimmtíu þúsund innflytjendur úr landi. Ég sem hélt að ekki væri á óþokkaflokkana bætandi eftir að skipulögð rán og peningaþvætti Lýðflokksins litu dagsins ljós. Þeir unnu sér það einnig til frægðar að selja hrægammasjóðum félagsíbúðir á kostakjörum. En ég er bjartsýnismaður svo ég held að heimurinn muni senn hlaupa af sér öfgahægri hornin. Og á meðan hugsa ég til þeirra dásamlegu daga þegar Bush var bjáninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Ég man þá tíð er Georg Bush hinn yngri var við stjórnvölinn í Bandaríkjunum og skaut mér reglulega skelk í bringu með bjánagangi. Það voru góðir tímar því þá hélt ég í fáfræði minni að verra gæti það ekki orðið og var því vel til í að bíða bjánaganginn af mér. En svo er einsog lífið hafi, í gráleitri gamansemi sinni, ákveðið að sanna fyrir mér að lengi geti vont versnað. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að tala um Trump, sem gerir Bush að dáðadreng, svo ég ætla að segja ykkur lítillega hvað sveitungar mínir hér í Andalúsíu voru að kjósa yfir sig. Nýstofnaður öfgahægriflokkur, Vox, komst í þá kjörstöðu að tryggja nýrri hægristjórn í Andalúsíu brautargengi. Fyrir stuðninginn fær hann ýmsu framgengt einsog að afnema lög sem sett voru til að auðvelda rannsóknir á ódæðum stjórnar Francos og lækka skatta á auðmenn og stórfyrirtæki. Önnur þjóðþrifamál komust í gegn einsog að auðvelda veiðimönnum iðju sína og helstu áherslur þeirra í „menningarmálum“ náðust fram en það er að eyða meira af almannafé í nautaat því þeir vilja vera mætir Spánverjar. Önnur baráttumál þeirra, sem ekki náðust fram í þetta sinn, eru að afnema lög sem ætlað er að vernda konur gagnvart heimilisofbeldi og áform um að reka um fimmtíu þúsund innflytjendur úr landi. Ég sem hélt að ekki væri á óþokkaflokkana bætandi eftir að skipulögð rán og peningaþvætti Lýðflokksins litu dagsins ljós. Þeir unnu sér það einnig til frægðar að selja hrægammasjóðum félagsíbúðir á kostakjörum. En ég er bjartsýnismaður svo ég held að heimurinn muni senn hlaupa af sér öfgahægri hornin. Og á meðan hugsa ég til þeirra dásamlegu daga þegar Bush var bjáninn.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun