Sallaróleg í viðskiptaráðuneytinu með pólitíska óvissu yfirvofandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2019 18:00 Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður breska viðskiptaráðuneytisins, segir stemminguna afslappaða þar þrátt fyrir pólitísk stórtíðindi er varða Brexit. Mynd/aðsend Stórtíðinda er að vænta í Brexit málum innan fárra klukkustunda. Breskir þingmenn hefja atkvæðagreiðslu um umdeildan útgöngusáttmála Theresu May forsætisráðherra klukkan sjö og fastlega er reiknað með að hann verði felldur. Töluverð óvissa er um framhaldið. Þrátt fyrir einhvern stærsta áfangann í Brexit ævintýrinu segir Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður í deild Brexitmála og fríverslunar í breska viðskiptaráðuneytinu, að þrátt fyrir allt séu starfsmenn ráðuneytisins óvenju afslappaðir. „Stemmingin er bara góð,“ segir hún. „Þetta Brexit ferli er búið að vera langt og margir pólitískir áfangar á leiðinni. Þetta er líklega stærsti áfanginn til þessa því nú kýs þingið um þennan samning sem búið er verið að semja um síðustu árin. Þetta eru kannski svolítið erfið tímamót þar sem kannanir sýna að samningurinn fer ekkert endilega í gegn. Við sem vinnum í ráðuneytunum bíðum bara eftir næstu fyrirmælum,“ segir Salka en hún áréttar að þetta séu hennar skoðanir og hún talar ekki fyrir hönd ráðuneytisins. Nokkrir möguleikar eru til staðar ef sáttmálinn verður felldur. Theresa May forsætisráðherra hefur varað við því að Bretland geti endað á því að ganga út án sáttmála eða að hætt verði við Brexit ef þingið fellir sáttmálann á eftir. Fjöldi fólks hefur mótmælt fyrir utan breska þingið í dag. Bæði fólk sem er fylgjandi Brexit og þau sem eru því andvíg.EPA/Andy Rain Salka telur að May muni reyna til þrautar að koma samkomulagi við Evrópusambandið í gegn um þingið þrátt fyrir að það verði fellt í kvöld. „Forsætisráðherrann hefur þrjá daga til þess að reyna að breyta samningnum og leggja hann aftur fyrir þingið ef hann verður felldur núna,“ segir hún. „það sem er erfitt við það er að Evrópusambandið er skýrt um að engu sé hægt að breyta. Þá er svo spurning hvort að hún nái breytingum fram og samningnum breyttum í gegn um þingið eða hvort að hún nái engum breytingum fram og þá endum við í svokölluðu „No Deal territory“.“ Salka telur ólíklegt að það verði af því að Bretland gangi út án samnings og trúir því að skapað verði svogrúm til að finna viðunandi lausnir. Hinsvegar skapist óvissuástand ef samningurinn verði felldur í kvöld og enn meiri óvissa ef stefnt verður að útgöngu án samnings. „Það hefur aldrei verið prófað áður og ekkert land áður farið úr Evrópusambandinu eða verið með svona sérstakt samband að þessu leiti. Sennilega þýðir það varðandi fríverslun að þú stólar á Alþjóðaviðskiptastofnunina og þá samninga sem eru þar á milli margra ríkja,“ segir hún. Aðrir þættir kunni að vera óljósari eins og meðhöndlun persónuupplýsinga og annarra gagna og innflutningur og dreifing á lyfjum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Stórtíðinda er að vænta í Brexit málum innan fárra klukkustunda. Breskir þingmenn hefja atkvæðagreiðslu um umdeildan útgöngusáttmála Theresu May forsætisráðherra klukkan sjö og fastlega er reiknað með að hann verði felldur. Töluverð óvissa er um framhaldið. Þrátt fyrir einhvern stærsta áfangann í Brexit ævintýrinu segir Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður í deild Brexitmála og fríverslunar í breska viðskiptaráðuneytinu, að þrátt fyrir allt séu starfsmenn ráðuneytisins óvenju afslappaðir. „Stemmingin er bara góð,“ segir hún. „Þetta Brexit ferli er búið að vera langt og margir pólitískir áfangar á leiðinni. Þetta er líklega stærsti áfanginn til þessa því nú kýs þingið um þennan samning sem búið er verið að semja um síðustu árin. Þetta eru kannski svolítið erfið tímamót þar sem kannanir sýna að samningurinn fer ekkert endilega í gegn. Við sem vinnum í ráðuneytunum bíðum bara eftir næstu fyrirmælum,“ segir Salka en hún áréttar að þetta séu hennar skoðanir og hún talar ekki fyrir hönd ráðuneytisins. Nokkrir möguleikar eru til staðar ef sáttmálinn verður felldur. Theresa May forsætisráðherra hefur varað við því að Bretland geti endað á því að ganga út án sáttmála eða að hætt verði við Brexit ef þingið fellir sáttmálann á eftir. Fjöldi fólks hefur mótmælt fyrir utan breska þingið í dag. Bæði fólk sem er fylgjandi Brexit og þau sem eru því andvíg.EPA/Andy Rain Salka telur að May muni reyna til þrautar að koma samkomulagi við Evrópusambandið í gegn um þingið þrátt fyrir að það verði fellt í kvöld. „Forsætisráðherrann hefur þrjá daga til þess að reyna að breyta samningnum og leggja hann aftur fyrir þingið ef hann verður felldur núna,“ segir hún. „það sem er erfitt við það er að Evrópusambandið er skýrt um að engu sé hægt að breyta. Þá er svo spurning hvort að hún nái breytingum fram og samningnum breyttum í gegn um þingið eða hvort að hún nái engum breytingum fram og þá endum við í svokölluðu „No Deal territory“.“ Salka telur ólíklegt að það verði af því að Bretland gangi út án samnings og trúir því að skapað verði svogrúm til að finna viðunandi lausnir. Hinsvegar skapist óvissuástand ef samningurinn verði felldur í kvöld og enn meiri óvissa ef stefnt verður að útgöngu án samnings. „Það hefur aldrei verið prófað áður og ekkert land áður farið úr Evrópusambandinu eða verið með svona sérstakt samband að þessu leiti. Sennilega þýðir það varðandi fríverslun að þú stólar á Alþjóðaviðskiptastofnunina og þá samninga sem eru þar á milli margra ríkja,“ segir hún. Aðrir þættir kunni að vera óljósari eins og meðhöndlun persónuupplýsinga og annarra gagna og innflutningur og dreifing á lyfjum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00
Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00
Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent