Stórtap hjá May og stjórnin í lífshættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. janúar 2019 06:15 Theresa May. Getty/Jack Taylor Ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May er í bráðri hættu eftir að þingið felldi samning hennar við ESB um Brexit í gærkvöldi. Alls greiddu 432 þingmenn atkvæði gegn samningnum en 202 með. Íhaldsflokkurinn klofnaði í málinu. Rúmlega þriðjungur þingflokksins, 118 þingmenn, greiddi atkvæði gegn samningnum. Forsætisráðherra Bretlands hefur aldrei beðið stærri ósigur frá því lýðræði var tekið upp árið 1918. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur lagt fram tillögu um vantraust á stjórnina sem verður tekin fyrir á þingi í dag. Von er á atkvæðagreiðslu um klukkan 19 í kvöld. Auk ríkisstjórnarinnar er útgangan sjálf í hættu. Útgöngudagur hefur verið settur 29. mars næstkomandi en þar sem enginn samningur liggur fyrir og afar fáir á breska þinginu og innan ESB vilja samningslausa útgöngu gæti útgöngu verið frestað. „Atkvæðagreiðsla kvöldsins segir okkur ekkert um hvað þingið vill. Ekkert um hvernig þingið eða hvort þingið ætlar að virða þá ákvörðun sem breska þjóðin tók í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem þingið boðaði,“ sagði May eftir atkvæðagreiðsluna. Hún bætti því við að það væri skylda hennar að framfylgja þeim vilja sem þá kom fram. Niðurstaðan á þingi var nokkuð fyrirsjáanleg. Upphaflega átti að taka samninginn til atkvæðagreiðslu í desember. Deginum ljósara var að þingið hefði þá fellt samninginn og var May harðlega gagnrýnd á þeim tíma fyrir ákvörðun sína. Í millitíðinni hefur May leitast við að útskýra fyrir þinginu, og Bretum öllum, hvers vegna samningur hennar sé í fyrsta lagi sá eini í stöðunni og í öðru lagi ákjósanlegri en samningslaus útganga. May hefur einnig leitast við að koma því á framfæri að varúðarráðstöfun um fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands, náist ekki sérstakt samkomulag þar um, sem finna má í samningnum sé einungis varúðarráðstöfun og að hún verði aldrei varanleg þótt það sé vissulega möguleiki samkvæmt plagginu sjálfu. Þessi varúðarráðstöfun felur í sér að Norður-Írland eitt verði sett undir mun stærri hluta regluverks ESB heldur en aðrir hlutar Bretlands og er sá hluti samningsins sem einna flestir þingmenn hafa lýst vanþóknun sinni á. Eftir atkvæðagreiðsluna sagði May að fyrsta skref væri að staðfesta hvort stjórnin nyti trausts þingsins. Ef svo er sagði May að ríkisstjórnin myndi funda bæði innan flokksins og með leiðtogum annarra flokka á þingi til þess að ræða um hvað þyrfti að gerast til þess að ná meirihluta á bak við samning. Fáist einhver niðurstaða í þeim viðræðum verður hún svo tekin til Brussel. „Ég varð forsætisráðherra strax eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og það er skylda mín að framfylgja ósk þjóðarinnar sem þar birtist,“ sagði May. Hún biðlaði jafnframt til þingsins að hlusta á þjóðina. Hún vildi að málið yrði útkljáð sem fyrst. Verkamannaflokkurinn er greinilega sammála May um byrjunarreitinn. „Ég hef lagt fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni og er ánægður með að sú tillaga verði rædd á morgun svo hægt sé að leggja vanhæfni ríkisstjórnarinnar í dóm þingsins,“ sagði Corbyn. May sagði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að ríkisstjórnin myndi setja slíka tillögu á dagskrá í dag ef hún bærist. Tillagan barst og því gætu örlög stjórnarinnar ráðist nú í dag. Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, sagði að flokkur hans myndi styðja tillögu Corbyns. Frjálslyndir demókratar munu greiða atkvæði með tillögunni að öllu óbreyttu. Ríkisstjórn May er minnihlutastjórn og reiðir sig á stuðning Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), norðurírsks smáflokks. Samkvæmt BBC ætla þingmenn DUP að styðja May í atkvæðagreiðslu dagsins þótt þeir hafi greitt atkvæði gegn samningnum. Stóra spurningin er hins vegar hvort þessi rúmi þriðjungur Íhaldsmanna sem felldi samninginn í gær muni standa vörð um leiðtoga sinn. Það má gróflega skipta þeim Íhaldsmönnum sem felldu samninginn í tvær fylkingar. Öðrum hlutanum þykir samningurinn fela í sér of náið samband við ESB en hinn hlutinn eru þeir þingmenn sem eru einna hlynntastir Evrópusambandinu. Þingmenn Íhaldsflokksins gætu stutt stjórnina af ótta við að Verkamannaflokkurinn næði völdum í nýrri minnihluta- eða samsteypustjórn eða þá eftir nýjar kosningar. Verkamannaflokkurinn mælist vinsælli í könnunum. Boris Johnson, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra í fyrra vegna óánægju með gang mála, sagðist í gær ætla að styðja stjórnina af einmitt þessari ástæðu. Samkvæmt heimildum The Guardian mun fylking harðra Brexit-sinna eins og hún leggur sig einnig styðja stjórnina. May þarf stuðning 320 þingmanna. Saman hafa Íhaldsflokkurinn og DUP 327 sæti þannig að lítið má út af bregða. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Sallaróleg í viðskiptaráðuneytinu með pólitíska óvissu yfirvofandi Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður breska viðskiptaráðuneytisins, segir stemminguna afslappaða þar þrátt fyrir pólitísk stórtíðindi er varða Brexit. 15. janúar 2019 18:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May er í bráðri hættu eftir að þingið felldi samning hennar við ESB um Brexit í gærkvöldi. Alls greiddu 432 þingmenn atkvæði gegn samningnum en 202 með. Íhaldsflokkurinn klofnaði í málinu. Rúmlega þriðjungur þingflokksins, 118 þingmenn, greiddi atkvæði gegn samningnum. Forsætisráðherra Bretlands hefur aldrei beðið stærri ósigur frá því lýðræði var tekið upp árið 1918. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur lagt fram tillögu um vantraust á stjórnina sem verður tekin fyrir á þingi í dag. Von er á atkvæðagreiðslu um klukkan 19 í kvöld. Auk ríkisstjórnarinnar er útgangan sjálf í hættu. Útgöngudagur hefur verið settur 29. mars næstkomandi en þar sem enginn samningur liggur fyrir og afar fáir á breska þinginu og innan ESB vilja samningslausa útgöngu gæti útgöngu verið frestað. „Atkvæðagreiðsla kvöldsins segir okkur ekkert um hvað þingið vill. Ekkert um hvernig þingið eða hvort þingið ætlar að virða þá ákvörðun sem breska þjóðin tók í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem þingið boðaði,“ sagði May eftir atkvæðagreiðsluna. Hún bætti því við að það væri skylda hennar að framfylgja þeim vilja sem þá kom fram. Niðurstaðan á þingi var nokkuð fyrirsjáanleg. Upphaflega átti að taka samninginn til atkvæðagreiðslu í desember. Deginum ljósara var að þingið hefði þá fellt samninginn og var May harðlega gagnrýnd á þeim tíma fyrir ákvörðun sína. Í millitíðinni hefur May leitast við að útskýra fyrir þinginu, og Bretum öllum, hvers vegna samningur hennar sé í fyrsta lagi sá eini í stöðunni og í öðru lagi ákjósanlegri en samningslaus útganga. May hefur einnig leitast við að koma því á framfæri að varúðarráðstöfun um fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands, náist ekki sérstakt samkomulag þar um, sem finna má í samningnum sé einungis varúðarráðstöfun og að hún verði aldrei varanleg þótt það sé vissulega möguleiki samkvæmt plagginu sjálfu. Þessi varúðarráðstöfun felur í sér að Norður-Írland eitt verði sett undir mun stærri hluta regluverks ESB heldur en aðrir hlutar Bretlands og er sá hluti samningsins sem einna flestir þingmenn hafa lýst vanþóknun sinni á. Eftir atkvæðagreiðsluna sagði May að fyrsta skref væri að staðfesta hvort stjórnin nyti trausts þingsins. Ef svo er sagði May að ríkisstjórnin myndi funda bæði innan flokksins og með leiðtogum annarra flokka á þingi til þess að ræða um hvað þyrfti að gerast til þess að ná meirihluta á bak við samning. Fáist einhver niðurstaða í þeim viðræðum verður hún svo tekin til Brussel. „Ég varð forsætisráðherra strax eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og það er skylda mín að framfylgja ósk þjóðarinnar sem þar birtist,“ sagði May. Hún biðlaði jafnframt til þingsins að hlusta á þjóðina. Hún vildi að málið yrði útkljáð sem fyrst. Verkamannaflokkurinn er greinilega sammála May um byrjunarreitinn. „Ég hef lagt fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni og er ánægður með að sú tillaga verði rædd á morgun svo hægt sé að leggja vanhæfni ríkisstjórnarinnar í dóm þingsins,“ sagði Corbyn. May sagði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að ríkisstjórnin myndi setja slíka tillögu á dagskrá í dag ef hún bærist. Tillagan barst og því gætu örlög stjórnarinnar ráðist nú í dag. Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, sagði að flokkur hans myndi styðja tillögu Corbyns. Frjálslyndir demókratar munu greiða atkvæði með tillögunni að öllu óbreyttu. Ríkisstjórn May er minnihlutastjórn og reiðir sig á stuðning Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), norðurírsks smáflokks. Samkvæmt BBC ætla þingmenn DUP að styðja May í atkvæðagreiðslu dagsins þótt þeir hafi greitt atkvæði gegn samningnum. Stóra spurningin er hins vegar hvort þessi rúmi þriðjungur Íhaldsmanna sem felldi samninginn í gær muni standa vörð um leiðtoga sinn. Það má gróflega skipta þeim Íhaldsmönnum sem felldu samninginn í tvær fylkingar. Öðrum hlutanum þykir samningurinn fela í sér of náið samband við ESB en hinn hlutinn eru þeir þingmenn sem eru einna hlynntastir Evrópusambandinu. Þingmenn Íhaldsflokksins gætu stutt stjórnina af ótta við að Verkamannaflokkurinn næði völdum í nýrri minnihluta- eða samsteypustjórn eða þá eftir nýjar kosningar. Verkamannaflokkurinn mælist vinsælli í könnunum. Boris Johnson, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra í fyrra vegna óánægju með gang mála, sagðist í gær ætla að styðja stjórnina af einmitt þessari ástæðu. Samkvæmt heimildum The Guardian mun fylking harðra Brexit-sinna eins og hún leggur sig einnig styðja stjórnina. May þarf stuðning 320 þingmanna. Saman hafa Íhaldsflokkurinn og DUP 327 sæti þannig að lítið má út af bregða.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Sallaróleg í viðskiptaráðuneytinu með pólitíska óvissu yfirvofandi Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður breska viðskiptaráðuneytisins, segir stemminguna afslappaða þar þrátt fyrir pólitísk stórtíðindi er varða Brexit. 15. janúar 2019 18:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00
Sallaróleg í viðskiptaráðuneytinu með pólitíska óvissu yfirvofandi Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður breska viðskiptaráðuneytisins, segir stemminguna afslappaða þar þrátt fyrir pólitísk stórtíðindi er varða Brexit. 15. janúar 2019 18:00