Afríkubúar vilja helst góða atvinnu og hagvöxt Heimsljós kynnir 16. janúar 2019 15:45 Frá Úganda gunnisal Áttunda Heimsmarkmiðið, góð atvinna og hagvöxtur, er efst á óskalista Afríkubúa þegar þeir eru spurðir álits á mikilvægustu Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Afrobarometer lagði spurninguna fyrir almenning í 34 Afríkuríkjum og langflestir tilgreina markmið átta: Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. Rúmlega 45 þúsund manns svöruðu könnuninni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru eins og kunnugt er sautján talsins og þau eiga að nást fyrir árið 2030. Alls nefndu 57% þátttakenda í könnun Afrobarometer áttunda markmiðið um góða atvinnu og hagvöxt sem mikilvægasta markmiðið. Í öðru sæti var annað markmiðið: ekkert hungur með 31% og í þriðja sæti þriðja markmiðið: heilsa og vellíðan. Markmiðið um jafnrétti kynjanna lenti í neðsta sæti í þessari könnun en aðeins 1% aðspurðra nefndi fimmta markmiðið um að tryggja jafnrétti kynjanna og efla völd kvenna og stúlkna. Fáir nefndu líka tíunda markmiðið um aukinn jöfnuð, eða aðeins 2%. Og 3% þeirra sem svöruðu könnuninni nefndu aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, þrettánda markmiðið. Nánar í umfjöllun Alþjóðabankans.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent
Áttunda Heimsmarkmiðið, góð atvinna og hagvöxtur, er efst á óskalista Afríkubúa þegar þeir eru spurðir álits á mikilvægustu Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Afrobarometer lagði spurninguna fyrir almenning í 34 Afríkuríkjum og langflestir tilgreina markmið átta: Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. Rúmlega 45 þúsund manns svöruðu könnuninni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru eins og kunnugt er sautján talsins og þau eiga að nást fyrir árið 2030. Alls nefndu 57% þátttakenda í könnun Afrobarometer áttunda markmiðið um góða atvinnu og hagvöxt sem mikilvægasta markmiðið. Í öðru sæti var annað markmiðið: ekkert hungur með 31% og í þriðja sæti þriðja markmiðið: heilsa og vellíðan. Markmiðið um jafnrétti kynjanna lenti í neðsta sæti í þessari könnun en aðeins 1% aðspurðra nefndi fimmta markmiðið um að tryggja jafnrétti kynjanna og efla völd kvenna og stúlkna. Fáir nefndu líka tíunda markmiðið um aukinn jöfnuð, eða aðeins 2%. Og 3% þeirra sem svöruðu könnuninni nefndu aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, þrettánda markmiðið. Nánar í umfjöllun Alþjóðabankans.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent