Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 80-94 | Stjarnan sterkari í seinni hálfleik Gunnhildur Lind Hansdóttir skrifar 17. janúar 2019 22:45 Hlynur Bæringsson. Vísir/Vilhelm Borgnesingar byrjuðu leikinn gegn Stjörnunni í Domino's deild karla vægast sagt í stuði og voru greinilega búnir að klæða sig í skotskónna þar sem þeir komust strax í 19 stiga forskot þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Garðbæingar áttu í stökustu vandræðum með þá gulklæddu sem spiluðu flotta og færanlega svæðisvörn og þvinguðu þannig gestina í taktlausa þrista og langa tvista. Heimamenn buðu upp á nákvæmlega það sama í öðrum leikhluta, hittu eins og enginn væri morgundagurinn og spiluðu af miklu öryggi og vel á milli sín. Þegar Stjörnumenn virtust líklegir til að taka af skarið svöruðu Skallarnir samstundis með góðum körfum og fóru með þægilegt 20 stiga forskot til klefa. Eitthvað hafa gestirnir úr Garðabæ rætt málin í hálfleik því allt annað var að sjá til liðsins í þriðja leikhluta. Gestirnir fóru að sækja að körfunni og skjóta af öryggi. Á hinn bóginn hættu Borgnesingar að sækja eins og þeir höfðu verið svo duglegir við fyrstu 20 mínúturnar. Hægt og rólega fóru Stjörnumenn að saxa á forskotið og munaði einungis átta stigum á liðunum fyrir loka fjórðunginn. Gestirnir héldu sömu siglingu inn í fjórða leikhlutann. Þegar um fimm mínútur voru eftir af leik jafnaði Hlynur Bærings metin fyrir sína menn og mætti segja að þarna hafi botninn endanlega dottið undan heimamönnum þar sem fjórir þristar til viðbótar fylgdu eftir frá þeim bláklæddu. Ráðalausir Borgnesingar höfðu engin svör við skotsýningu gestanna og enduðu leikar með 14 stiga sigri Stjörnunnar.Af hverju vann Stjarnan? Það er óhætt að segja að gestirnir hafi unnið vegna betri breiddar á bekknum. Þrátt fyrir frábæran fyrri hálfleik hjá heimamönnum þá fór þreytan að segja til sín í þeim síðari. Skallagrímsmenn spiluðu án Bjarna Guðmanns sem er byrjunarliðsmaður sem og Bergþórs Ægs, en hann hefur verið að koma sterkur inn af bekknum í vetur. Engu að síður þá eiga Stjörnumenn hrós skilið fyrir að snúa leiknum sér í vil og fara úr því að elta með 20 stigum í hálfleik og sigra með 14 stigum. Það eru ekki margir sem gætu leikið það eftir á erfiðum útivelli sem Fjósið er.Hverjir stóðu uppúr? Hlynur Bærings var frábær í kvöld. Hann skoraði þegar mest þurfti og kveikti þannig í liðsfélögum sínum. Fyrirliðinn endaði leika með 15 stig og tók hvorki meira né minna en 17 fráköst. Að auki heldur Brandon Rozzell áfram að reynast Stjörnumönnum vel og skoraði 28 stig gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. Hjá Skallagrími var það Aundre Jackson sem var stigahæstur með 21 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Rétt á eftir honum kom Domogoj Samac með 20 stig.Hvað gekk illa? Illa gekk hjá Stjörnumönnum að hitta í fyrri hálfleik og sama má segja um Skallagrím í seinni hálfleik. Gestirnir tóku 22 sóknarfráköst á móti 10 slíkum frá Borgnesingum og fengu því að taka mun fleiri skot. Sem dæmi þá tóku Garðbæingar 48 þriggjastiga skot gegn 31 hjá þeim gulklæddu. En það gekk sérstaklega illa í síðari hálfleik fyrir heimamenn að koma upp skoti hvað þá að láta það rata rétta leið.Hvað gerist næst? Í næstu umferð Domino’s deildar fá Stjörnumenn Keflvíkinga í heimsókn til sín. Garðbæingar eiga harm að hefna eftir að hafa tapað naumlega með tveimur stigum í miklum varnarleik gegn Reykjanesliðinu. Sá leikur fer fram sunnudaginn 27. janúar klukkan 19:15. Borgnesingar kíkja upp í Breiðholtið á ÍR-inga eftir slétta viku. Skallagrímur náði eftir frábæran lokasprett að sigra ÍR-inga í Fjósinu í fyrri leik liðanna og má því búast við skemmtilegri viðureign þar.Skallagrímur-Stjarnan 80-94 (31-17, 25-19, 15-27, 9-31) Skallagrímur: Aundre Jackson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Domogoj Samac 20/8 fráköst, Matej Buovac 16, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 12/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/6 stoðsendingar, Gabríel Sindri Möller 3, Almar Örn Björnsson 2, Kristján Örn Ómarsson 2.Stjarnan: Brandon Rozzell 28/7 stoðsendingar, Hlynur Elías Bæringsson 15/17 fráköst, Antti Kanervo 11/4 fráköst, Filip Kramer 10/7 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 9, Collin Anthony Pryor 8/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 7/10 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6. Finnur Jónsson á tali við sína menn.vísir/daníelFinnur Jóns: Verðum stífir sóknarlega Þjálfari Skallagríms var gífurlega svekktur eftir leik kvöldsins. Skallagrímsmenn byrjuðu leikinn virkilega vel og skutu nánast gestina á kaf strax í upphafi. „Við komum sterkir inn, komum þeim greinilega í opna skjöldu í byrjun. Mikill kraftur í okkur í vörn og sókn. Svo koma þeir bara á seiglunni, með þetta góða körfuboltalið og taka okkur í seinni hálfleik,” segir Finnur Jónsson ákveðinn. „Við förum að verja eitthvað forskot sem er aldrei gott. Þeir ganga á lagið og fara að hitta úr sínum skotum. Við verðum stífir sóknarlega og ætlum að gera hlutina upp á einsdæmið. Aundre, okkar besti sóknarmaður fær varla að snerta boltann þarna í seinni hálfleik. Þetta ásamt fullt af hlutum var ekki gott,” bætir þjálfarinn við. Þrátt fyrir 14 stiga tap þá tekur Finnur einhverja jákvæða punkta frá leiknum. „Mér fannst frábært hvernig við komum inn, fyrirmyndar barátta. Við söknum Bjarna náttúrlega sem er meiddur, veit ekki hvað hann verður frá lengi. En, aðrir stigu upp og spiluðu hörku leik,” segir hann að endingu. Hlynur Bæringssonvísir/báraHlynur Bærings: Hafði alltaf trú á þessu Fyrirliði Stjörnunnar var með blendnar tilfinningar um frammistöðu sinna manna að leik loknum í kvöld. „Við lendum tuttugu og eitthvað undir. Þeir voru í einhverju rosalegu stuði, það var partí, það var stemning og minnti helst á gömlu góðu Borgarnes stemninguna. Við urðum mjög litlir í okkur lengi, en sem betur fer náðum við að laga þetta. Hægt og rólega fannst mér þeir, þá sérstaklega þeirra lykilmenn verða þreyttir og þá gengum við á lagið,” útskýrir fyrirliðinn. Í hálfleik eltu gestirnir með 20 stigum en hvað er það sem þjálfarinn segir í klefanum við sína leikmenn? „Hann sagði í rauninni að við komum okkur í þetta sjálfir og gætum bara drullast til að laga þetta. Það er voða lítið sem maður getur sagt 20 stigum undir. Það er ekkert töfrakerfi eða slíkt sem lagar það. Við vorum bara alveg út á túni á sama tíma og þeir setja niður stór skot. Stundum er þetta bara svona. Ég hafði samt alltaf trú á þessu,” svarar hann af öryggi. „Mér fannst þegar lykilleikmenn hjá þeim voru orðnir þreyttir þarna í þriðja leikhluta, þá fór boltinn að rúlla okkar megin. Við spilum náttúrlega á fleiri mönnum, en þá hafði ég fulla trú á að við myndum vinna þetta.”Arnar GuðjónssonArnar Guðjóns: Erum með breiðari hópÞjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, var ánægður með hvernig sínir menn kláruðu leikinn en var heldur betur ekki sáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik. „Skallagrímur voru miklu ákafari en við í byrjun. Þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir og þeir voru frábærir hérna í stóran hluta af leiknum. Ég held að það sem hjálpaði okkur er að við erum með aðeins breiðari hóp, gátum skipt aðeins meira og það hjálpaði okkur,“ segir þjálfarinn við blaðamann Vísis að leik loknum. Eins og fyrr kemur fram þá leiddu Skallagrímsmenn með 20 stigum og hvað getur þjálfari sagt til að kveikja í mönnum? „Ég var ekki með neinar þrumuræður í hálfleik. Það voru bara helling af hlutum í aðdraganda leiksins sem við vorum ekki að gera vel og það koma bara og beit okkur í rassgatið í byrjun leiks.“ „Ég var búinn að reyna að segja þetta við strákana, að þetta er einn erfiðasti völlur á landinu. Mig er búið að hlakka lengi til að þjálfa leik hérna í Borgarnesi. Þetta er nefnilega einn af þessum stöðum þar sem bæjarfélagið stendur á bakvið félagið og stemningin er frábær. Trúin er mikil hjá þeim. Þegar þú mætir ekki klár, þá verður þetta að svona leik,“ svarar þjálfarinn. Fyrir leik var Stjarnan í þriðja sæti Domino’s deildarinnar og Skallarnir í 11. Sæti með aðeins tvo sigra. Má ætla, miðað við frammistöðuna í fyrri hálfleik, að gestirnir hafi gengið inn á parketið í Fjósinu og búist við auðveldum sigri. „Miðað við hvernig við gerðum ákveðna hluti þá var þetta dúndur vanmat og það er ótrúlega svekkjandi að horfa upp á það,“ segir Arnar að lokum. Dominos-deild karla
Borgnesingar byrjuðu leikinn gegn Stjörnunni í Domino's deild karla vægast sagt í stuði og voru greinilega búnir að klæða sig í skotskónna þar sem þeir komust strax í 19 stiga forskot þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Garðbæingar áttu í stökustu vandræðum með þá gulklæddu sem spiluðu flotta og færanlega svæðisvörn og þvinguðu þannig gestina í taktlausa þrista og langa tvista. Heimamenn buðu upp á nákvæmlega það sama í öðrum leikhluta, hittu eins og enginn væri morgundagurinn og spiluðu af miklu öryggi og vel á milli sín. Þegar Stjörnumenn virtust líklegir til að taka af skarið svöruðu Skallarnir samstundis með góðum körfum og fóru með þægilegt 20 stiga forskot til klefa. Eitthvað hafa gestirnir úr Garðabæ rætt málin í hálfleik því allt annað var að sjá til liðsins í þriðja leikhluta. Gestirnir fóru að sækja að körfunni og skjóta af öryggi. Á hinn bóginn hættu Borgnesingar að sækja eins og þeir höfðu verið svo duglegir við fyrstu 20 mínúturnar. Hægt og rólega fóru Stjörnumenn að saxa á forskotið og munaði einungis átta stigum á liðunum fyrir loka fjórðunginn. Gestirnir héldu sömu siglingu inn í fjórða leikhlutann. Þegar um fimm mínútur voru eftir af leik jafnaði Hlynur Bærings metin fyrir sína menn og mætti segja að þarna hafi botninn endanlega dottið undan heimamönnum þar sem fjórir þristar til viðbótar fylgdu eftir frá þeim bláklæddu. Ráðalausir Borgnesingar höfðu engin svör við skotsýningu gestanna og enduðu leikar með 14 stiga sigri Stjörnunnar.Af hverju vann Stjarnan? Það er óhætt að segja að gestirnir hafi unnið vegna betri breiddar á bekknum. Þrátt fyrir frábæran fyrri hálfleik hjá heimamönnum þá fór þreytan að segja til sín í þeim síðari. Skallagrímsmenn spiluðu án Bjarna Guðmanns sem er byrjunarliðsmaður sem og Bergþórs Ægs, en hann hefur verið að koma sterkur inn af bekknum í vetur. Engu að síður þá eiga Stjörnumenn hrós skilið fyrir að snúa leiknum sér í vil og fara úr því að elta með 20 stigum í hálfleik og sigra með 14 stigum. Það eru ekki margir sem gætu leikið það eftir á erfiðum útivelli sem Fjósið er.Hverjir stóðu uppúr? Hlynur Bærings var frábær í kvöld. Hann skoraði þegar mest þurfti og kveikti þannig í liðsfélögum sínum. Fyrirliðinn endaði leika með 15 stig og tók hvorki meira né minna en 17 fráköst. Að auki heldur Brandon Rozzell áfram að reynast Stjörnumönnum vel og skoraði 28 stig gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. Hjá Skallagrími var það Aundre Jackson sem var stigahæstur með 21 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Rétt á eftir honum kom Domogoj Samac með 20 stig.Hvað gekk illa? Illa gekk hjá Stjörnumönnum að hitta í fyrri hálfleik og sama má segja um Skallagrím í seinni hálfleik. Gestirnir tóku 22 sóknarfráköst á móti 10 slíkum frá Borgnesingum og fengu því að taka mun fleiri skot. Sem dæmi þá tóku Garðbæingar 48 þriggjastiga skot gegn 31 hjá þeim gulklæddu. En það gekk sérstaklega illa í síðari hálfleik fyrir heimamenn að koma upp skoti hvað þá að láta það rata rétta leið.Hvað gerist næst? Í næstu umferð Domino’s deildar fá Stjörnumenn Keflvíkinga í heimsókn til sín. Garðbæingar eiga harm að hefna eftir að hafa tapað naumlega með tveimur stigum í miklum varnarleik gegn Reykjanesliðinu. Sá leikur fer fram sunnudaginn 27. janúar klukkan 19:15. Borgnesingar kíkja upp í Breiðholtið á ÍR-inga eftir slétta viku. Skallagrímur náði eftir frábæran lokasprett að sigra ÍR-inga í Fjósinu í fyrri leik liðanna og má því búast við skemmtilegri viðureign þar.Skallagrímur-Stjarnan 80-94 (31-17, 25-19, 15-27, 9-31) Skallagrímur: Aundre Jackson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Domogoj Samac 20/8 fráköst, Matej Buovac 16, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 12/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/6 stoðsendingar, Gabríel Sindri Möller 3, Almar Örn Björnsson 2, Kristján Örn Ómarsson 2.Stjarnan: Brandon Rozzell 28/7 stoðsendingar, Hlynur Elías Bæringsson 15/17 fráköst, Antti Kanervo 11/4 fráköst, Filip Kramer 10/7 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 9, Collin Anthony Pryor 8/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 7/10 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6. Finnur Jónsson á tali við sína menn.vísir/daníelFinnur Jóns: Verðum stífir sóknarlega Þjálfari Skallagríms var gífurlega svekktur eftir leik kvöldsins. Skallagrímsmenn byrjuðu leikinn virkilega vel og skutu nánast gestina á kaf strax í upphafi. „Við komum sterkir inn, komum þeim greinilega í opna skjöldu í byrjun. Mikill kraftur í okkur í vörn og sókn. Svo koma þeir bara á seiglunni, með þetta góða körfuboltalið og taka okkur í seinni hálfleik,” segir Finnur Jónsson ákveðinn. „Við förum að verja eitthvað forskot sem er aldrei gott. Þeir ganga á lagið og fara að hitta úr sínum skotum. Við verðum stífir sóknarlega og ætlum að gera hlutina upp á einsdæmið. Aundre, okkar besti sóknarmaður fær varla að snerta boltann þarna í seinni hálfleik. Þetta ásamt fullt af hlutum var ekki gott,” bætir þjálfarinn við. Þrátt fyrir 14 stiga tap þá tekur Finnur einhverja jákvæða punkta frá leiknum. „Mér fannst frábært hvernig við komum inn, fyrirmyndar barátta. Við söknum Bjarna náttúrlega sem er meiddur, veit ekki hvað hann verður frá lengi. En, aðrir stigu upp og spiluðu hörku leik,” segir hann að endingu. Hlynur Bæringssonvísir/báraHlynur Bærings: Hafði alltaf trú á þessu Fyrirliði Stjörnunnar var með blendnar tilfinningar um frammistöðu sinna manna að leik loknum í kvöld. „Við lendum tuttugu og eitthvað undir. Þeir voru í einhverju rosalegu stuði, það var partí, það var stemning og minnti helst á gömlu góðu Borgarnes stemninguna. Við urðum mjög litlir í okkur lengi, en sem betur fer náðum við að laga þetta. Hægt og rólega fannst mér þeir, þá sérstaklega þeirra lykilmenn verða þreyttir og þá gengum við á lagið,” útskýrir fyrirliðinn. Í hálfleik eltu gestirnir með 20 stigum en hvað er það sem þjálfarinn segir í klefanum við sína leikmenn? „Hann sagði í rauninni að við komum okkur í þetta sjálfir og gætum bara drullast til að laga þetta. Það er voða lítið sem maður getur sagt 20 stigum undir. Það er ekkert töfrakerfi eða slíkt sem lagar það. Við vorum bara alveg út á túni á sama tíma og þeir setja niður stór skot. Stundum er þetta bara svona. Ég hafði samt alltaf trú á þessu,” svarar hann af öryggi. „Mér fannst þegar lykilleikmenn hjá þeim voru orðnir þreyttir þarna í þriðja leikhluta, þá fór boltinn að rúlla okkar megin. Við spilum náttúrlega á fleiri mönnum, en þá hafði ég fulla trú á að við myndum vinna þetta.”Arnar GuðjónssonArnar Guðjóns: Erum með breiðari hópÞjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, var ánægður með hvernig sínir menn kláruðu leikinn en var heldur betur ekki sáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik. „Skallagrímur voru miklu ákafari en við í byrjun. Þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir og þeir voru frábærir hérna í stóran hluta af leiknum. Ég held að það sem hjálpaði okkur er að við erum með aðeins breiðari hóp, gátum skipt aðeins meira og það hjálpaði okkur,“ segir þjálfarinn við blaðamann Vísis að leik loknum. Eins og fyrr kemur fram þá leiddu Skallagrímsmenn með 20 stigum og hvað getur þjálfari sagt til að kveikja í mönnum? „Ég var ekki með neinar þrumuræður í hálfleik. Það voru bara helling af hlutum í aðdraganda leiksins sem við vorum ekki að gera vel og það koma bara og beit okkur í rassgatið í byrjun leiks.“ „Ég var búinn að reyna að segja þetta við strákana, að þetta er einn erfiðasti völlur á landinu. Mig er búið að hlakka lengi til að þjálfa leik hérna í Borgarnesi. Þetta er nefnilega einn af þessum stöðum þar sem bæjarfélagið stendur á bakvið félagið og stemningin er frábær. Trúin er mikil hjá þeim. Þegar þú mætir ekki klár, þá verður þetta að svona leik,“ svarar þjálfarinn. Fyrir leik var Stjarnan í þriðja sæti Domino’s deildarinnar og Skallarnir í 11. Sæti með aðeins tvo sigra. Má ætla, miðað við frammistöðuna í fyrri hálfleik, að gestirnir hafi gengið inn á parketið í Fjósinu og búist við auðveldum sigri. „Miðað við hvernig við gerðum ákveðna hluti þá var þetta dúndur vanmat og það er ótrúlega svekkjandi að horfa upp á það,“ segir Arnar að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum