Umfjöllun og viðtöl: KR 93-71 Keflavík │KR eignaði sér toppsætið með stórsigri Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 5. janúar 2019 18:45 KR-ingar eru að gera gott mót. fréttablaðið/sigtryggur ari KR vann í dag Keflavík í Dominos-deild kvenna í DHL-höllinni 93-71. Með sigrinum fer KR upp í efsta sæti deildarinnar en deildin er hálfnuð. KR eru nýliðar í deildinni og því er þetta gríðarlegt afrek hjá þeim að vera á toppi deildarinnar. KR voru aðeins lengur í gang í fyrsta leikhluta en þegar þær fóru í gang fóru þær á flug. Orla O’Reilly var frábær í fyrsta leikhluta og skoraði 11 stig. Keflavík voru mest að leita inn í teiginn og voru að fá stigin sín frá stóru stelpunum allan fyrri hálfleikinn. Annar leikhluti bauð uppá mikið af því sama. Keflavík áttu erfitt með að komast inn í skipulagðan sóknarleik á meðan boltinn gekk vel hjá KR. Liðin skiptust á körfum í öðrum leikhluta og stefndi þetta í spennu leik. Birna og Brittany drógu vagninn fyrir Keflavík en Kiana var atkvæðamest í liði KR í öðrum leikhluta. KR komu töluvert sprækari inn í þriðja leikhluta og komust á tímapunkti yfir með 16 stigum. Keflavík tók síðan smá áhlaup sem fékk Benna til að taka leikhlé. Eftir leikhléið fóru KR aftur af stað og enduðu leikhlutann með að vera yfir með 19 stigum. Keflavík voru að hleypa KR í gríðarlega mikið af sniðskotum og komust sjaldan í sniðskot hinum megin á vellinum. Keflavík komu lítið betri inn í fjórða leikhlutann en KR héldu áfram að spila frábærlega. Keflavík gerðu smá tilraun til að minnka muninn en þær voru langt frá að ná KR í þessum leik.Af hverju vann KR?Þetta var léleg Keflavíkur eftirherma sem mætti hérna í dag. Alveg ólíkar því Keflavíkur liði sem maður er vanur að sjá.Hverjar stóðu upp úr?Orla O’Reilly og Kiana Johnson áttu þennan leik alveg fyrir KR. Skora samtals 59 stig og gera mikið fyrir liðið á öllum sviðum. Liðsvörnin hjá KR var flott og er erfitt að taka staka leikmenn út en þær voru að neyða Keflavík í tapaða bolta og erfið skot. Birna Benónýsdóttir var flott sóknarlega fyrir Keflavík en eins og restin af liðinu gerði hún lítið gagn varnarlega.Hvað gekk illa?Vörnin hjá Keflavík minnti á eitthvað sem mætti búast við hjá minnibolta liði. Héldu manninum sínum aldrei fyrir framan sig og hjálparvörnin var aldrei mætt á réttan stað. Sóknarleikurinn var ekki mikið skárri en þær töpuðu boltanum 22 sinnum, þær komust aldrei í takt og náðu aldrei að spila kerfin sín í gegn.Hvað gerist næst?Keflavík tekur á móti Stjörnunni á miðvikudaginn en þær vilja örugglega gleyma þessum leik sem fyrst. KR fara í Hafnarfjörðinn og reyna að halda í toppsætið. Benni: Þetta snýst um að komast í úrslitakeppninaBenedikt Guðmundsson þjálfar KRMeð sigrinum tókuð þið toppsætið, hvernig er tilfinningin að vera þar? „Ég veit það ekki, bara einsog í öllum öðrum sætum af efstu fjórum. Þetta snýst um að komast í úrslitakeppnina og við erum ekkert að missa okkur að hafa unnið þennan leik. Þetta var ekkert Keflavíkur liðið sem er búið að vera hérna fyrir jól. Fyrsta umferðin eftir jólafrí er svolítið skrítin. Keflavíkur liðið er svo miklu betra en þær sýndu hérna í dag. Við tökum punktana tvo en meira erum við ekkert að spá í.” KR voru smá hægar af stað en síðan hefði maður aldrei getað giskað á að þær séu nýbúnar að vera í jólafríi. „Kosturinn við þetta frí er að Kaninn og Írinn hjá mér eru ferskar. Þær hafa fengið fína hvíld. Þær voru bara voru geggjaðar hérna í dag. Eigum ýmislegt inni en svo var náttúrulega Brittany ekki uppá sitt besta hjá Keflavík en það hjálpaði okkur auðvitað. Við höfum alveg spilað betri leiki en Keflavík voru bara alveg ólíkar sjálfum sér.” Félagsskiptaglugginn er opinn núna í janúar, á að bæta eitthvað í hópinn? „Ég er ekkert að pæla í því allavega. Það gengur vel og þá er bara áfram gakk. Við erum ekki að breyta þessari liðsheild sem við erum með. Maður veit aldrei hvað gerist, hvort það mæti einhver á æfingu hjá okkur, einhver íslensk stelpa eða eitthvað. Maður hefur lent í ýmsu þannig að maður veit að það getur allt gerst í þessum bransa. Eins og er erum við ekki að leita að neinum eða að senda einhverja tölvupósta á einhverja umboðsmenn við erum bara að gera okkur vinnu og reyna að safna stigum. Við gerum það bara áfram.” Jón Guðmunds: Aldrei segja aldrei„Við vorum bara skelfilegar. Kannski ekki fyrstu tvær, þrjár mínúturnar en eftir það vorum við bara skelfilegar í öllu sem við vorum að gera. Við vorum hægar, náðum ekki að halda manninum fyrir framan okkur, tókum ekki fráköst, töpuðum mörgum boltum, þetta var bara frá a til ö einn af þessum leikjum sem er bara skelfilegur,” sagði Jón Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. Sóknarleikur Keflavíkur var ekki mjög skipulagður í leiknum. Leikmenn skiptust á að reyna að skora uppá eigin spýtur frekar en að vinna saman og spila saman til að komast í betri færi. „Þetta er ekki það sem við erum búin að vera að gera á æfingum undanfarið. Þess vegna kemur þetta mér svolítið mikið á óvart, hvernig sóknarleikurinn var. En að sjálfsögðu eins og þetta hefur verið hingað til á tímabilinu hjá okkur hefur Brittany verið að skora helling. Hún kemur seint úr jólafríi og það náttúrulega munar um hvort hún skori 35 stig eða 17 stig eins og í dag. Við getum að sjálfsögðu gert betur á öllum sviðum.” Birna Valgerður Benónýsdóttir var góð sóknarlega fyrir Keflavík í dag og liggur við eini ljósi punkturinn í hræðilegri Keflavíkursókn. Hún spilaði einungis tuttugu mínútur í dag hinsvegar. „Þetta snýst ekki eingöngu um sókn. Þetta snýst um vörn og sókn, það verður að vera eitthvað jafnvægi þarna á milli.” Embla Kristínardóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Þóranna Kíka voru allar meiddar og komu ekkert við sögu í dag. Hvenær má búast við þeim á vellinum? „Embla er náttúrulega bara ný handleggsbrotin þannig að ég veit ekki alveg hvenær hún kemur tilbaka. Það styttist í Emelíu og Þórönnu, þær gætu komið aftur í febrúar. Þær eru með á æfingum í dag en eru ekki í með neinu þar sem er snerting. Þær taka þátt í æfingum á æfingum en ekki spilinu.” Keflavík er eina liðið í Dominos-deild kvenna sem hefur ekki ennþá notfært sér nýjar reglur um erlenda leikmenn innan EES. Ef þær ætla að bæta við sig leikmanni fyrir tímabil verða þær að gera það fyrir 31. janúar þegar félagsskiptaglugginn lokar. „Aldrei segja aldrei, þetta er kannski dálítið svoleiðis.” Birna: Þær löbbuðu bara framhjá okkur„Við bara mættum ekki til leiks í dag. Við mættum aðeins þarna í fyrri hálfleik en síðan bara ekki neitt,” sagði Birna Valgerður Benónýsdóttir leikmaður Keflavíkur eftir leik. Varnarleikur Keflavíkur var hræðilegur í dag. KR komst aftur og aftur í opið sniðskot sem var stór hluti af hvernig þær unnu þennan leik svona stórt. „Þær bara löbbuðu framhjá okkur. Það var einhvern veginn engin af okkur tilbúin til að halda þeim fyrir framan sig. Við bara mættum ekki, sérstaklega í seinni hálfleik.” Orla O’Reilly átti frábæran leik fyrir KR í dag. Birna þurfti oft að reyna að dekka hana í vörninni. Birnu gekk svipað illa og hinum leikmönnum Keflavíkur að dekka þennan frábæra leikmann. „Erfitt. Hún er náttúrulega ógeðslega fljót. Við eigum alveg að geta stoppað þetta en við vorum bara einhversstaðar annarsstaðar í dag.” Embla, Emelía og Þóranna allar meiddar, hversu mikið saknar þú þeirra af vellinum? „Mikið. Æi ég hlakka rosalega til að þær komi tilbaka þær eru mikill missir.” Dominos-deild kvenna
KR vann í dag Keflavík í Dominos-deild kvenna í DHL-höllinni 93-71. Með sigrinum fer KR upp í efsta sæti deildarinnar en deildin er hálfnuð. KR eru nýliðar í deildinni og því er þetta gríðarlegt afrek hjá þeim að vera á toppi deildarinnar. KR voru aðeins lengur í gang í fyrsta leikhluta en þegar þær fóru í gang fóru þær á flug. Orla O’Reilly var frábær í fyrsta leikhluta og skoraði 11 stig. Keflavík voru mest að leita inn í teiginn og voru að fá stigin sín frá stóru stelpunum allan fyrri hálfleikinn. Annar leikhluti bauð uppá mikið af því sama. Keflavík áttu erfitt með að komast inn í skipulagðan sóknarleik á meðan boltinn gekk vel hjá KR. Liðin skiptust á körfum í öðrum leikhluta og stefndi þetta í spennu leik. Birna og Brittany drógu vagninn fyrir Keflavík en Kiana var atkvæðamest í liði KR í öðrum leikhluta. KR komu töluvert sprækari inn í þriðja leikhluta og komust á tímapunkti yfir með 16 stigum. Keflavík tók síðan smá áhlaup sem fékk Benna til að taka leikhlé. Eftir leikhléið fóru KR aftur af stað og enduðu leikhlutann með að vera yfir með 19 stigum. Keflavík voru að hleypa KR í gríðarlega mikið af sniðskotum og komust sjaldan í sniðskot hinum megin á vellinum. Keflavík komu lítið betri inn í fjórða leikhlutann en KR héldu áfram að spila frábærlega. Keflavík gerðu smá tilraun til að minnka muninn en þær voru langt frá að ná KR í þessum leik.Af hverju vann KR?Þetta var léleg Keflavíkur eftirherma sem mætti hérna í dag. Alveg ólíkar því Keflavíkur liði sem maður er vanur að sjá.Hverjar stóðu upp úr?Orla O’Reilly og Kiana Johnson áttu þennan leik alveg fyrir KR. Skora samtals 59 stig og gera mikið fyrir liðið á öllum sviðum. Liðsvörnin hjá KR var flott og er erfitt að taka staka leikmenn út en þær voru að neyða Keflavík í tapaða bolta og erfið skot. Birna Benónýsdóttir var flott sóknarlega fyrir Keflavík en eins og restin af liðinu gerði hún lítið gagn varnarlega.Hvað gekk illa?Vörnin hjá Keflavík minnti á eitthvað sem mætti búast við hjá minnibolta liði. Héldu manninum sínum aldrei fyrir framan sig og hjálparvörnin var aldrei mætt á réttan stað. Sóknarleikurinn var ekki mikið skárri en þær töpuðu boltanum 22 sinnum, þær komust aldrei í takt og náðu aldrei að spila kerfin sín í gegn.Hvað gerist næst?Keflavík tekur á móti Stjörnunni á miðvikudaginn en þær vilja örugglega gleyma þessum leik sem fyrst. KR fara í Hafnarfjörðinn og reyna að halda í toppsætið. Benni: Þetta snýst um að komast í úrslitakeppninaBenedikt Guðmundsson þjálfar KRMeð sigrinum tókuð þið toppsætið, hvernig er tilfinningin að vera þar? „Ég veit það ekki, bara einsog í öllum öðrum sætum af efstu fjórum. Þetta snýst um að komast í úrslitakeppnina og við erum ekkert að missa okkur að hafa unnið þennan leik. Þetta var ekkert Keflavíkur liðið sem er búið að vera hérna fyrir jól. Fyrsta umferðin eftir jólafrí er svolítið skrítin. Keflavíkur liðið er svo miklu betra en þær sýndu hérna í dag. Við tökum punktana tvo en meira erum við ekkert að spá í.” KR voru smá hægar af stað en síðan hefði maður aldrei getað giskað á að þær séu nýbúnar að vera í jólafríi. „Kosturinn við þetta frí er að Kaninn og Írinn hjá mér eru ferskar. Þær hafa fengið fína hvíld. Þær voru bara voru geggjaðar hérna í dag. Eigum ýmislegt inni en svo var náttúrulega Brittany ekki uppá sitt besta hjá Keflavík en það hjálpaði okkur auðvitað. Við höfum alveg spilað betri leiki en Keflavík voru bara alveg ólíkar sjálfum sér.” Félagsskiptaglugginn er opinn núna í janúar, á að bæta eitthvað í hópinn? „Ég er ekkert að pæla í því allavega. Það gengur vel og þá er bara áfram gakk. Við erum ekki að breyta þessari liðsheild sem við erum með. Maður veit aldrei hvað gerist, hvort það mæti einhver á æfingu hjá okkur, einhver íslensk stelpa eða eitthvað. Maður hefur lent í ýmsu þannig að maður veit að það getur allt gerst í þessum bransa. Eins og er erum við ekki að leita að neinum eða að senda einhverja tölvupósta á einhverja umboðsmenn við erum bara að gera okkur vinnu og reyna að safna stigum. Við gerum það bara áfram.” Jón Guðmunds: Aldrei segja aldrei„Við vorum bara skelfilegar. Kannski ekki fyrstu tvær, þrjár mínúturnar en eftir það vorum við bara skelfilegar í öllu sem við vorum að gera. Við vorum hægar, náðum ekki að halda manninum fyrir framan okkur, tókum ekki fráköst, töpuðum mörgum boltum, þetta var bara frá a til ö einn af þessum leikjum sem er bara skelfilegur,” sagði Jón Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. Sóknarleikur Keflavíkur var ekki mjög skipulagður í leiknum. Leikmenn skiptust á að reyna að skora uppá eigin spýtur frekar en að vinna saman og spila saman til að komast í betri færi. „Þetta er ekki það sem við erum búin að vera að gera á æfingum undanfarið. Þess vegna kemur þetta mér svolítið mikið á óvart, hvernig sóknarleikurinn var. En að sjálfsögðu eins og þetta hefur verið hingað til á tímabilinu hjá okkur hefur Brittany verið að skora helling. Hún kemur seint úr jólafríi og það náttúrulega munar um hvort hún skori 35 stig eða 17 stig eins og í dag. Við getum að sjálfsögðu gert betur á öllum sviðum.” Birna Valgerður Benónýsdóttir var góð sóknarlega fyrir Keflavík í dag og liggur við eini ljósi punkturinn í hræðilegri Keflavíkursókn. Hún spilaði einungis tuttugu mínútur í dag hinsvegar. „Þetta snýst ekki eingöngu um sókn. Þetta snýst um vörn og sókn, það verður að vera eitthvað jafnvægi þarna á milli.” Embla Kristínardóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Þóranna Kíka voru allar meiddar og komu ekkert við sögu í dag. Hvenær má búast við þeim á vellinum? „Embla er náttúrulega bara ný handleggsbrotin þannig að ég veit ekki alveg hvenær hún kemur tilbaka. Það styttist í Emelíu og Þórönnu, þær gætu komið aftur í febrúar. Þær eru með á æfingum í dag en eru ekki í með neinu þar sem er snerting. Þær taka þátt í æfingum á æfingum en ekki spilinu.” Keflavík er eina liðið í Dominos-deild kvenna sem hefur ekki ennþá notfært sér nýjar reglur um erlenda leikmenn innan EES. Ef þær ætla að bæta við sig leikmanni fyrir tímabil verða þær að gera það fyrir 31. janúar þegar félagsskiptaglugginn lokar. „Aldrei segja aldrei, þetta er kannski dálítið svoleiðis.” Birna: Þær löbbuðu bara framhjá okkur„Við bara mættum ekki til leiks í dag. Við mættum aðeins þarna í fyrri hálfleik en síðan bara ekki neitt,” sagði Birna Valgerður Benónýsdóttir leikmaður Keflavíkur eftir leik. Varnarleikur Keflavíkur var hræðilegur í dag. KR komst aftur og aftur í opið sniðskot sem var stór hluti af hvernig þær unnu þennan leik svona stórt. „Þær bara löbbuðu framhjá okkur. Það var einhvern veginn engin af okkur tilbúin til að halda þeim fyrir framan sig. Við bara mættum ekki, sérstaklega í seinni hálfleik.” Orla O’Reilly átti frábæran leik fyrir KR í dag. Birna þurfti oft að reyna að dekka hana í vörninni. Birnu gekk svipað illa og hinum leikmönnum Keflavíkur að dekka þennan frábæra leikmann. „Erfitt. Hún er náttúrulega ógeðslega fljót. Við eigum alveg að geta stoppað þetta en við vorum bara einhversstaðar annarsstaðar í dag.” Embla, Emelía og Þóranna allar meiddar, hversu mikið saknar þú þeirra af vellinum? „Mikið. Æi ég hlakka rosalega til að þær komi tilbaka þær eru mikill missir.”
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum