Ótrúleg lífsreynsla að starfa í Cox Bazar Heimsljós kynnir 5. janúar 2019 14:00 Níu ára stúlkan í Cox Bazar. Rauði krossinn „Ótrúleg lífsreynsla,“ segir Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur sem nýkomin er heim úr flóttamannabúðum Róhingja í Cox Bazar í Bangladess. Hún fór þangað í október á nýliðnu ári ásamt öðrum hjúkrunarfræðingi, Kolbrúnu Þorsteinsdóttur, en þær voru báðar að fara fyrstu ferðir sínar sem sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi. Alls hafa 26 sendifulltrúar á vegum Rauða krossins starfað við neyðartjaldsjúkrahús í kjölfar flótta rúmlega níu hundruð þúsund Róhingja frá Mjanmar til Bangladess. Í frétt frá Rauða krossinum er Ingibjörg Ösp spurð um það hvað sé henni eftirminnilegast úr ferðinni og hún svarar að níu ára stúlka sé henni ofarlega í huga. „Hún býr í flóttamannabúðunum í Cox Bazar og lenti í umferðarslysi þegar hún þurfti að fara yfir götu til þess að kaupa sér banana. Eftir slysið var brjóstkassi hennar illa farinn og var farið með hana á neyðartjaldsjúkrahús Rauða krossins sem er á þessu svæði. Við nánari skoðun kom í ljós að stúlkan var með nokkur brotin rifbein, skurði og mar. Starfsfólk Rauða krossins tók á móti henni, framkvæmdi á henni aðgerð og hlúði að meiðslum hennar. Hún lá á barnadeild í rúma viku og fór svo heim til sín aftur.“Á myndinni má sjá Ingibjörgu Ösp, Kolbrúnu ásamt Jóhönnu Elísabetu Jónsdóttur sem einnig starfaði við Cox Bazar neyðartjaldsjúkrahúsið í nóvember.Rauði krossinnÍ fréttinni kemur fram að ákveðið hafi verið að sjúkrahúsið myndi starfa út árið 2018 vegna þess hve þörfin hafi verið mikil en almennt séu neyðartjaldsjúkrahús aðeins sett upp til afar skamms tíma. „Sjúkrahúsið hefur veitt rúmlega 52.000 einstaklingum aðstoð síðan í október 2017. Af þessu er ljóst að mikil þörf er á því að halda úti starfandi neyðarsjúkrahúsi á þessu svæði þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna er á þessu svæði sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Frá og með 1. janúar 2019 mun Rauð hálfmáninn taka við rekstri spítalans og verður honum breytt í almenna heilsugæslu til að halda þessari lífsnauðsynlegu aðstoð áfram,“ segir í frétt Rauða krossins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent
„Ótrúleg lífsreynsla,“ segir Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur sem nýkomin er heim úr flóttamannabúðum Róhingja í Cox Bazar í Bangladess. Hún fór þangað í október á nýliðnu ári ásamt öðrum hjúkrunarfræðingi, Kolbrúnu Þorsteinsdóttur, en þær voru báðar að fara fyrstu ferðir sínar sem sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi. Alls hafa 26 sendifulltrúar á vegum Rauða krossins starfað við neyðartjaldsjúkrahús í kjölfar flótta rúmlega níu hundruð þúsund Róhingja frá Mjanmar til Bangladess. Í frétt frá Rauða krossinum er Ingibjörg Ösp spurð um það hvað sé henni eftirminnilegast úr ferðinni og hún svarar að níu ára stúlka sé henni ofarlega í huga. „Hún býr í flóttamannabúðunum í Cox Bazar og lenti í umferðarslysi þegar hún þurfti að fara yfir götu til þess að kaupa sér banana. Eftir slysið var brjóstkassi hennar illa farinn og var farið með hana á neyðartjaldsjúkrahús Rauða krossins sem er á þessu svæði. Við nánari skoðun kom í ljós að stúlkan var með nokkur brotin rifbein, skurði og mar. Starfsfólk Rauða krossins tók á móti henni, framkvæmdi á henni aðgerð og hlúði að meiðslum hennar. Hún lá á barnadeild í rúma viku og fór svo heim til sín aftur.“Á myndinni má sjá Ingibjörgu Ösp, Kolbrúnu ásamt Jóhönnu Elísabetu Jónsdóttur sem einnig starfaði við Cox Bazar neyðartjaldsjúkrahúsið í nóvember.Rauði krossinnÍ fréttinni kemur fram að ákveðið hafi verið að sjúkrahúsið myndi starfa út árið 2018 vegna þess hve þörfin hafi verið mikil en almennt séu neyðartjaldsjúkrahús aðeins sett upp til afar skamms tíma. „Sjúkrahúsið hefur veitt rúmlega 52.000 einstaklingum aðstoð síðan í október 2017. Af þessu er ljóst að mikil þörf er á því að halda úti starfandi neyðarsjúkrahúsi á þessu svæði þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna er á þessu svæði sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Frá og með 1. janúar 2019 mun Rauð hálfmáninn taka við rekstri spítalans og verður honum breytt í almenna heilsugæslu til að halda þessari lífsnauðsynlegu aðstoð áfram,“ segir í frétt Rauða krossins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent