Denis Suarez verður að öllum líkindum orðinn leikmaður Arsenal áður en morgundagurinn er allur ef marka má fréttir frá Englandi.
Talið er að Arsenal sé við það ganga frá kaupunum á þessum 24 ára gamla spænska miðjumanni sem er á mála hjá Barcelona en hann þekkir vel til Unai Emery, stjóra Arsenal, þar sem þeir unnu saman hjá Sevilla 2014-2015 þar sem Suarez var lánsmaður frá Barcelona.
Suarez er ekki ókunnugur enska boltanum því hann var á mála hjá Manchester City frá 2011 til 2013 án þess þó að ná að brjóta sér leið í aðallið Man City.
Hann hefur einnig leikið fyrir Villarreal á ferlinum en hann hefur aðeins komið við sögu í sex leikjum með Barcelona í vetur.
Arsenal að ganga frá kaupum á Suarez frá Barcelona
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti